Íslenski boltinn

FH leikur í Kapla­krika gegn Duna­j­ská

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH spilar í Kaplakrikanum í lok ágúst, en þó verða ekki áhorfendur á pöllunum.
FH spilar í Kaplakrikanum í lok ágúst, en þó verða ekki áhorfendur á pöllunum. vísir/bára

FH mun leika heimaleik sinn gegn Dunajská Streda í forkeppni Evrópudeildarinnar á heimavelli.

Þetta staðfesti Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi í hádeginu.

Óvíst var hvort að FH gæti leikið á heimavelli vegna skilyrða um sóttkví og kórónuveiruprófanir en nú hefur það verið staðfest.

Valdimar sagði í samtali við Vísi í dag að þetta væri nú staðfest eftir mikil fundarhöld, eins og staðan er núna.

Það verða þó engir áhorfendur á vellinum því í forkeppni Evrópukeppnanna tveggja eru áhorfendur bannaðir.

Leikur FH og Dunajská Streda fer því fram í Kaplakrika þann 27. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×