Allt of margir hafa smitast af veirunni á djamminu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 09:13 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að allt of margir hafi smitast af kórónuveirunni á djamminu. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir allt of mörg dæmi um það að fólk hafi smitast af kórónuveirunni, eða þurft að fara í sóttkví eftir nánd við smitaðan einstakling, á djamminu. Fólk verði að hægja á sér og fara varlegar þegar áfengi er haft um hönd. „Við erum búin að sjá allt of mörg tilfelli í smitrakningunni að eina sameiginlega tenging aðila er djammið. Og við skulum taka það skýrt fram, það eru ekki bara skemmtistaðirnir, það eru líka heimapartýin, einkasamkvæmi og annað slíkt, þannig það er alls ekki þannig að allir skemmtistaðir hafi verið einhverjar gróðrastíur fyrir þessa veiru, alls ekki,“ sagði Víðir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Staðreyndin sé sú að bæði hér á landi og annars staðar hafi margir smitast þegar áfengi er haft um hönd. „Þegar búið er að hafa áfengi um hönd slaknar á okkar vörnum og slaknar á því hvernig við viljum hegða okkur gagnvart þessu.“ Fréttir bárust af því í morgun að skemmtistaðurinn b5 hafi þurft að segja upp öllum sínum starfsmönnum vegna rekstrarvandræða. Engar tekjur hafi komið inn síðan í mars nánast og rekstrarstaða fyrirtækisins væri afar slæm. Í vor þegar loka þurfti skemmtistöðum settu eigendur b5 upp skilti í gluggana sem á stóð: Flöskuborð á b5?...þegar Víðir leyfir. „Þetta eru menn með húmor þó þeir séu í hörmulegri aðstöðu, hugsið ykkur að vera í svona rekstri og svo koma þessar aðstæður og þá er algjörlega öllu kippt undan þeim, þetta er náttúrulega alveg hörmung fyrir þetta fólk sem stendur þarna á bak við,“ segir Víðir. „Við erum öll í sama liðinu og það er bara einn óvinur og það er þessi veira en auðvitað snertir hún hópa misjafnlega og mönnum finnst misjafnlega þrengt að sér og það er það auðvitað. Það er þannig að sumir hafa heimild til að gera meira en aðrir, því miður,“ segir Víðir. „Við höfum verið að reyna að stýra þessu með þeim hætti að reyna að leyfa sem mest en öðru hefur verið settar þrengri skorður.“ „Menn misstíga sig og það er hluti af lærdómsferli“ Lögreglan hefur síðustu vikuna farið í heimsóknir á skemmtistaði og veitingastaði til að fylgjast með hvernig gangi að fylgja sóttvarnareglum. Víðir segir flesta hafa staðið sig með ágætum og hafa tekið vel við ábendingum þegar þær hafi verið gerðar. „Ég held að, eins og er bara búið að vera síðan við byrjuðum á þessu, að það eru allir að læra alltaf eitthvað og við notuðum tækifærið í þessari umræðu sem fór af stað, fórum aðeins og kíktum á þessa staði og eins og fram kom kom ekki vel út um síðustu helgi en við höfum síðan notað vikuna, og lögreglan víða um landið, hefur verið að heimsækja þessa rekstraraðila og hjálpa þeim,“ segir Víðir. „Þetta snýst auðvitað bara um að læra og gera vel og það er enginn þarna úti, eða þeir eru að minnsta kosti mjög fáir, sem segja: „Nú ætla ég að brjóta allar reglurnar og mér er alveg sama og ég ætla að dreifa þessari veiru,“ það er enginn þar. En menn auðvitað misstíga sig og það er bara hluti af svona lærdómsferli.“ Margir hafi fengið góðar leiðbeiningar og lögreglan hafi einnig fengið ábendingar um hvað það væri sem erfiðast væri að fylgja eftir. Það sem mestu máli skipti sé að búa til nóg pláss fyrir það fólk sem hleypa á inn og ekki hleypa fleirum inn en rekstraraðilar ráða við. „Ég held að flestir séu búnir að setja sig í stellingar fyrir helgina. Nú er að koma helgi, það er föstudagur, og það er vonandi bara að flestri geti gert sér glaðan dag um helgina en það þarf að ganga hægt um gleðinnar dyr, ekki öskursyngja upp í næsta mann en við þurfum líka að geta glaðst. Við verðum bara að finna réttu leiðina,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Útköllum vegna hávaða í heimahúsum fjölgar milli ára Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. 13. ágúst 2020 20:00 Átta af fjórtán veitingahúsum voru með viðeigandi sóttvarnaráðstafanir Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi 11. ágúst 2020 06:34 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir allt of mörg dæmi um það að fólk hafi smitast af kórónuveirunni, eða þurft að fara í sóttkví eftir nánd við smitaðan einstakling, á djamminu. Fólk verði að hægja á sér og fara varlegar þegar áfengi er haft um hönd. „Við erum búin að sjá allt of mörg tilfelli í smitrakningunni að eina sameiginlega tenging aðila er djammið. Og við skulum taka það skýrt fram, það eru ekki bara skemmtistaðirnir, það eru líka heimapartýin, einkasamkvæmi og annað slíkt, þannig það er alls ekki þannig að allir skemmtistaðir hafi verið einhverjar gróðrastíur fyrir þessa veiru, alls ekki,“ sagði Víðir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Staðreyndin sé sú að bæði hér á landi og annars staðar hafi margir smitast þegar áfengi er haft um hönd. „Þegar búið er að hafa áfengi um hönd slaknar á okkar vörnum og slaknar á því hvernig við viljum hegða okkur gagnvart þessu.“ Fréttir bárust af því í morgun að skemmtistaðurinn b5 hafi þurft að segja upp öllum sínum starfsmönnum vegna rekstrarvandræða. Engar tekjur hafi komið inn síðan í mars nánast og rekstrarstaða fyrirtækisins væri afar slæm. Í vor þegar loka þurfti skemmtistöðum settu eigendur b5 upp skilti í gluggana sem á stóð: Flöskuborð á b5?...þegar Víðir leyfir. „Þetta eru menn með húmor þó þeir séu í hörmulegri aðstöðu, hugsið ykkur að vera í svona rekstri og svo koma þessar aðstæður og þá er algjörlega öllu kippt undan þeim, þetta er náttúrulega alveg hörmung fyrir þetta fólk sem stendur þarna á bak við,“ segir Víðir. „Við erum öll í sama liðinu og það er bara einn óvinur og það er þessi veira en auðvitað snertir hún hópa misjafnlega og mönnum finnst misjafnlega þrengt að sér og það er það auðvitað. Það er þannig að sumir hafa heimild til að gera meira en aðrir, því miður,“ segir Víðir. „Við höfum verið að reyna að stýra þessu með þeim hætti að reyna að leyfa sem mest en öðru hefur verið settar þrengri skorður.“ „Menn misstíga sig og það er hluti af lærdómsferli“ Lögreglan hefur síðustu vikuna farið í heimsóknir á skemmtistaði og veitingastaði til að fylgjast með hvernig gangi að fylgja sóttvarnareglum. Víðir segir flesta hafa staðið sig með ágætum og hafa tekið vel við ábendingum þegar þær hafi verið gerðar. „Ég held að, eins og er bara búið að vera síðan við byrjuðum á þessu, að það eru allir að læra alltaf eitthvað og við notuðum tækifærið í þessari umræðu sem fór af stað, fórum aðeins og kíktum á þessa staði og eins og fram kom kom ekki vel út um síðustu helgi en við höfum síðan notað vikuna, og lögreglan víða um landið, hefur verið að heimsækja þessa rekstraraðila og hjálpa þeim,“ segir Víðir. „Þetta snýst auðvitað bara um að læra og gera vel og það er enginn þarna úti, eða þeir eru að minnsta kosti mjög fáir, sem segja: „Nú ætla ég að brjóta allar reglurnar og mér er alveg sama og ég ætla að dreifa þessari veiru,“ það er enginn þar. En menn auðvitað misstíga sig og það er bara hluti af svona lærdómsferli.“ Margir hafi fengið góðar leiðbeiningar og lögreglan hafi einnig fengið ábendingar um hvað það væri sem erfiðast væri að fylgja eftir. Það sem mestu máli skipti sé að búa til nóg pláss fyrir það fólk sem hleypa á inn og ekki hleypa fleirum inn en rekstraraðilar ráða við. „Ég held að flestir séu búnir að setja sig í stellingar fyrir helgina. Nú er að koma helgi, það er föstudagur, og það er vonandi bara að flestri geti gert sér glaðan dag um helgina en það þarf að ganga hægt um gleðinnar dyr, ekki öskursyngja upp í næsta mann en við þurfum líka að geta glaðst. Við verðum bara að finna réttu leiðina,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Útköllum vegna hávaða í heimahúsum fjölgar milli ára Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. 13. ágúst 2020 20:00 Átta af fjórtán veitingahúsum voru með viðeigandi sóttvarnaráðstafanir Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi 11. ágúst 2020 06:34 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35
Útköllum vegna hávaða í heimahúsum fjölgar milli ára Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. 13. ágúst 2020 20:00
Átta af fjórtán veitingahúsum voru með viðeigandi sóttvarnaráðstafanir Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi 11. ágúst 2020 06:34