Innlent

Blaðamannafundur vegna landamæraskimunar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Boðað hefur verið til blaðamannafundar um skimun á landamærum og næstu skref.
Boðað hefur verið til blaðamannafundar um skimun á landamærum og næstu skref. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Meginefni fundarins er skimun á landamærum og næstu skref hennar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála á fundinum.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi og verður textalýsing frá fundinum fyrir þá sem ekki geta hlustað á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×