Menning

Jón Kalman og Sigríður Hagalín fá listamannalaun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Kalman og Sigríður fara bæði á listamannalaun.
Jón Kalman og Sigríður fara bæði á listamannalaun.

Rithöfundarnir og parið Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir eru á meðal þeirra 325 sem var úthlutað listamannalaunum í gær fyrir árið 2020.

Sigríður Hagalín, sem stýrir Kastljósinu hjá Ríkisútvarpinu, er úthlutað listamannalaunum til sex mánaða. Jón Kalman er meðal þeirra sem fá launin til níu mánaða. Sigríður var sömuleiðis á laununum til sex mánaða í fyrra en Jón Kalman tólf.

Starfslaun listamanna eru rúmar 407 þúsund krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum 2020. Um verktakagreiðslur er að ræða.

Sigríður Hagalín sendi frá sér bókina Eyland árið 2016 og fylgdi henni eftir með Hið heilaga orð árið 2018. Jón Kalmann er margverðlaunaður rithöfundur og hefur meðal annars sent frá sér bækurnar Saga Ástu, Fiskarnir hafa enga fætur og Eitthvað á stærð við almheiminn.

Bókaútgafán Benedikt hefur gefið út bækur þeirra beggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.