Landsliðið treystir á velvild félaganna varðandi æfingartíma: „Bagalegt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2020 20:00 Staðan er ekki góð hvað varðar æfingartíma fyrir íslenska landsliðið. vísir/skjáskot Landsliðið í handbolta flýgur í kvöld til Svíþjóðar og spilar fyrsta leikinn gegn Dönum á laugardag. Aðstöðuleysi hefur háð undirbúningi liðsins og liðið þarf að biðla til íþróttafélaga um æfingaaðstöðu. „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Það sem hefur háð okkur mikið er að við eigum ekki aðstöðu,“ sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum háðir félögunum okkar að skaffa okkur æfingartíma. Það hefur orðið til þess valdandi að við höfum ekki æft á þeim tímum sem við viljum.“ „Það er bagalegt. Það er hræðilegt að hugsa til þess að við séum á leiðinni á stórtmót aðstæðulausir. Við erum háðir velvild annarra um hvenær við getum æft og hvort við getum æft.“ Róbert segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni. „Að öðru leyti hefur þetta gengið vel en þetta er árlegt vandamál hjá okkur. Við erum að gefa út æfingarplönin seint því félögin eru að redda okkur tímum.“ „Við erum að leita til þeirra að komast inn í þeirra hús og oft á tíðum geta þau svarað okkur seint út frá þeirra skipulagi. Þetta er árlegt vandamál sem verður verra og verra.“ Oft hefur verið rætt um fjárhagsstöðu HSÍ en Róbert segir hana í fínum málum í dag. „Þetta er alltaf barningur en við erum ágætlega staddir. Það hefur komið aukning úr afrekssjóði og við eigum velvild nokkurra fyrirtækja sem styðja okkur vel. Við erum alltaf að leita en þetta sleppur til,“ sagði Róbert. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en Vísir og Stöð 2 fylgja landsliðinu hvert fótmál í Svíþjóð og færir helstu fréttir af liðinu. Klippa: Aðstöðuvandamál HSÍ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fleiri fréttir Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjá meira
Landsliðið í handbolta flýgur í kvöld til Svíþjóðar og spilar fyrsta leikinn gegn Dönum á laugardag. Aðstöðuleysi hefur háð undirbúningi liðsins og liðið þarf að biðla til íþróttafélaga um æfingaaðstöðu. „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Það sem hefur háð okkur mikið er að við eigum ekki aðstöðu,“ sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum háðir félögunum okkar að skaffa okkur æfingartíma. Það hefur orðið til þess valdandi að við höfum ekki æft á þeim tímum sem við viljum.“ „Það er bagalegt. Það er hræðilegt að hugsa til þess að við séum á leiðinni á stórtmót aðstæðulausir. Við erum háðir velvild annarra um hvenær við getum æft og hvort við getum æft.“ Róbert segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni. „Að öðru leyti hefur þetta gengið vel en þetta er árlegt vandamál hjá okkur. Við erum að gefa út æfingarplönin seint því félögin eru að redda okkur tímum.“ „Við erum að leita til þeirra að komast inn í þeirra hús og oft á tíðum geta þau svarað okkur seint út frá þeirra skipulagi. Þetta er árlegt vandamál sem verður verra og verra.“ Oft hefur verið rætt um fjárhagsstöðu HSÍ en Róbert segir hana í fínum málum í dag. „Þetta er alltaf barningur en við erum ágætlega staddir. Það hefur komið aukning úr afrekssjóði og við eigum velvild nokkurra fyrirtækja sem styðja okkur vel. Við erum alltaf að leita en þetta sleppur til,“ sagði Róbert. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en Vísir og Stöð 2 fylgja landsliðinu hvert fótmál í Svíþjóð og færir helstu fréttir af liðinu. Klippa: Aðstöðuvandamál HSÍ
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fleiri fréttir Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjá meira
Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05