Telur Írani draga sig í hlé og boðar auknar þvinganir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 17:45 Donald Trump hélt í dag ávarp vegna árása Írana í nótt. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að svo virðist sem Íranir hafi dregið sig í hlé eftir eldflaugaárásir liðinnar nætur. Hann hefur þá einnig lýst því yfir að viðskiptaþvingunum verði beitt í auknum mæli gegn Íran. Eins hefur hann kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið stígi inn í deiluna í Miðausturlöndum. Þetta kom fram í ávarpi sem forsetinn hélt í dag. Trump hóf mál sitt á því að tilkynna að engir Bandaríkjamenn hefðu fallið í árásum Írana á tvær herstöðvar Bandaríkjamanna í Írak í gær. Hann bætti við að svo virtist sem hefndaraðgerðum Írana vegna vígsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði, væri lokið. „Íranir virðist vera að draga sig í hlé,“ sagði forsetinn. Hann lýsti þá því sjónarmiði sínu að vígið á Soleimani hafi verið réttlætanlegt og kallaði það „ótvíræðar aðgerðir í því skyni að stöðva vægðarlausan hryðjuverkamann.“Sjá meira: Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Trump greindi einnig frá því að Bandaríkin myndu nú herða viðskiptaþvinganir sínar í garð Írana, en greindi ekkert nánar frá þeim fyrirætlunum sínum. Eins kallaði hann eftir því að Evrópuríki sem eru aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vesturveldin, Rússar og Kínverjar gerðu við Írani árið 2015. Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018 og Íranir tilkynntu á sunnudag að þeir myndu ekki hlíta samkomulaginu lengur. Samkomulaginu var ætlað að draga úr kjarnorkuvopnavæðingu Írans í skiptum fyrir slaka á viðskiptaþvingunum annarra ríkja í garð þess. Eins kallaði forsetinn eftir því að Atlantshafsbandalagið „blandaði sér í meiri mæli í málefni Miðausturlanda.“ Hann útskýrði ekki nánar hvað fælist í þeirri ósk hans, en nefndi sérstaklega að Bandaríkin væru nú orðin sjálfbær þegar kæmi að framleiðslu olíu og jarðgass. „Við þurfum ekki olíu frá Miðausturlöndum.“ Bandaríkin og Íran eigi sömu hagsmuna að gæta Forsetinn lauk ávarpi sínu með því að benda á sameiginlega hagsmuni ríkjanna tveggja sem nú deila, Bandaríkjanna og Írans. Þar gerði hann hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, að sérstöku umfjöllunarefni. „ISIS er náttúrulegur fjandmaður Írans. Við ættum að vinna saman að þessu og öðrum sameiginlegum forgangsmálum. Til íbúa og leiðtoga Írans, við viljum að þið eigið framtíð, glæsta framtíð, framtíð sem þið eigið skilið, fulla af velmegun og friðsemd.“ Lokaorð forsetans voru síðan á þá leið að Bandaríkin væru „tilbúin að stilla til friðar við hverja þá sem eftir því leitast.“ Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að svo virðist sem Íranir hafi dregið sig í hlé eftir eldflaugaárásir liðinnar nætur. Hann hefur þá einnig lýst því yfir að viðskiptaþvingunum verði beitt í auknum mæli gegn Íran. Eins hefur hann kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið stígi inn í deiluna í Miðausturlöndum. Þetta kom fram í ávarpi sem forsetinn hélt í dag. Trump hóf mál sitt á því að tilkynna að engir Bandaríkjamenn hefðu fallið í árásum Írana á tvær herstöðvar Bandaríkjamanna í Írak í gær. Hann bætti við að svo virtist sem hefndaraðgerðum Írana vegna vígsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði, væri lokið. „Íranir virðist vera að draga sig í hlé,“ sagði forsetinn. Hann lýsti þá því sjónarmiði sínu að vígið á Soleimani hafi verið réttlætanlegt og kallaði það „ótvíræðar aðgerðir í því skyni að stöðva vægðarlausan hryðjuverkamann.“Sjá meira: Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Trump greindi einnig frá því að Bandaríkin myndu nú herða viðskiptaþvinganir sínar í garð Írana, en greindi ekkert nánar frá þeim fyrirætlunum sínum. Eins kallaði hann eftir því að Evrópuríki sem eru aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vesturveldin, Rússar og Kínverjar gerðu við Írani árið 2015. Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018 og Íranir tilkynntu á sunnudag að þeir myndu ekki hlíta samkomulaginu lengur. Samkomulaginu var ætlað að draga úr kjarnorkuvopnavæðingu Írans í skiptum fyrir slaka á viðskiptaþvingunum annarra ríkja í garð þess. Eins kallaði forsetinn eftir því að Atlantshafsbandalagið „blandaði sér í meiri mæli í málefni Miðausturlanda.“ Hann útskýrði ekki nánar hvað fælist í þeirri ósk hans, en nefndi sérstaklega að Bandaríkin væru nú orðin sjálfbær þegar kæmi að framleiðslu olíu og jarðgass. „Við þurfum ekki olíu frá Miðausturlöndum.“ Bandaríkin og Íran eigi sömu hagsmuna að gæta Forsetinn lauk ávarpi sínu með því að benda á sameiginlega hagsmuni ríkjanna tveggja sem nú deila, Bandaríkjanna og Írans. Þar gerði hann hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, að sérstöku umfjöllunarefni. „ISIS er náttúrulegur fjandmaður Írans. Við ættum að vinna saman að þessu og öðrum sameiginlegum forgangsmálum. Til íbúa og leiðtoga Írans, við viljum að þið eigið framtíð, glæsta framtíð, framtíð sem þið eigið skilið, fulla af velmegun og friðsemd.“ Lokaorð forsetans voru síðan á þá leið að Bandaríkin væru „tilbúin að stilla til friðar við hverja þá sem eftir því leitast.“
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00