Aðeins Ford óvinsælli en Trump við upphaf kosningaárs Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 16:02 Litlar sveiflur hafa verið á vinsældum Trump forseta lengst af forsetatíðar hans. Vísir/EPA Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta við upphaf kosningaárs eru þær minnstu sem nokkur sitjandi forseti hefur haft á þessum tímapunkti að Gerald Ford undanskildum. Ekki þarf þó mikið að breytast til að líkur Trump á endurkjöri batni. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem Trump forseti sækist eftir endurkjöri. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um voru 42,6% Bandaríkjamanna ánægð með störf forsetans á nýársdag en 52,9% voru óánægð með hann. Aðeins Ford var óvinsælli þegar hann sóttist eftir kjöri í upphafi árs 1976 (Ford tók við embætti forseta þegar Richard Nixon sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins tveimur árum áður). Hann naut þá stuðnings 39,3% landsmanna. Þrátt fyrir að vinsældir Ford hefðu þokast upp í 43,6% á kjördag tapaði hann fyrir Jimmy Carter í forsetakosningum þess árs. Nathaniel Rakich, greinandi Five Thirty Eight, bendir á að forsetar sem nutu stuðnings 43,6% eða færri á kjördag hafi allir tapað í kosningum frá tíð Dwights D. Eisenhower. Allir sem voru með meira en 48,4% stuðning hafi hins vegar unnið. Vinsældir forseta hafa tekið nokkrum breytingum frá 1. janúar á kosningaári til kjördags. Fimm af ellefu urðu vinsælli á þeim tíma en sex urðu óvinsælli. Gerald Ford skrifar undir náðun Nixon eftir að sá síðarnefndi sagði af sér embætti árið 1974. Ford tapaði fyrir Jimmy Carter tveimur árum síðar.Vísir/Getty Minni sveifla í vinsældum forseta Slæmu fréttirnar fyrir Trump eru þó að með vaxandi flokkadráttum í bandarískum stjórnmálum hafa vinsældir forseta sveiflast minna en áður. Þannig breyttust vinsældir Baracks Obama, forvera Trump í embætti, aðeins um 3,8 prósentustig á kosningaárinu 2012. Vinsældir Trump hafa aðeins sveiflast um níu prósentustig alla forsetatíð hans og hafa verið afar stöðugar á bilinu 40-44%. Jafnvel þó að Trump yki vinsældir sínar lítillega fram að kosningum ætti hann enn möguleika á að ná endurkjöri. Kosningarannsóknir New York Times hafa bent til þess að hann gæti náð endurkjöri með enn lægra hlutfalli atkvæða í nóvember en þegar hann vann með minnihluta atkvæða á landsvísu árið 2016. Ástæðan er sú að stuðningur við forsetann dreifist á skilvirkan hátt fyrir kjörmannakerfið sem notað er í forsetakosningum. Þrátt fyrir hlutfallslegar óvinsældir á landsvísu gæti Trump enn tryggt sér endurkjör með því að vinna í nokkrum lykilríkjum kjörmannakerfisins með tiltölulega naumum mun líkt og gerðist árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta við upphaf kosningaárs eru þær minnstu sem nokkur sitjandi forseti hefur haft á þessum tímapunkti að Gerald Ford undanskildum. Ekki þarf þó mikið að breytast til að líkur Trump á endurkjöri batni. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem Trump forseti sækist eftir endurkjöri. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um voru 42,6% Bandaríkjamanna ánægð með störf forsetans á nýársdag en 52,9% voru óánægð með hann. Aðeins Ford var óvinsælli þegar hann sóttist eftir kjöri í upphafi árs 1976 (Ford tók við embætti forseta þegar Richard Nixon sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins tveimur árum áður). Hann naut þá stuðnings 39,3% landsmanna. Þrátt fyrir að vinsældir Ford hefðu þokast upp í 43,6% á kjördag tapaði hann fyrir Jimmy Carter í forsetakosningum þess árs. Nathaniel Rakich, greinandi Five Thirty Eight, bendir á að forsetar sem nutu stuðnings 43,6% eða færri á kjördag hafi allir tapað í kosningum frá tíð Dwights D. Eisenhower. Allir sem voru með meira en 48,4% stuðning hafi hins vegar unnið. Vinsældir forseta hafa tekið nokkrum breytingum frá 1. janúar á kosningaári til kjördags. Fimm af ellefu urðu vinsælli á þeim tíma en sex urðu óvinsælli. Gerald Ford skrifar undir náðun Nixon eftir að sá síðarnefndi sagði af sér embætti árið 1974. Ford tapaði fyrir Jimmy Carter tveimur árum síðar.Vísir/Getty Minni sveifla í vinsældum forseta Slæmu fréttirnar fyrir Trump eru þó að með vaxandi flokkadráttum í bandarískum stjórnmálum hafa vinsældir forseta sveiflast minna en áður. Þannig breyttust vinsældir Baracks Obama, forvera Trump í embætti, aðeins um 3,8 prósentustig á kosningaárinu 2012. Vinsældir Trump hafa aðeins sveiflast um níu prósentustig alla forsetatíð hans og hafa verið afar stöðugar á bilinu 40-44%. Jafnvel þó að Trump yki vinsældir sínar lítillega fram að kosningum ætti hann enn möguleika á að ná endurkjöri. Kosningarannsóknir New York Times hafa bent til þess að hann gæti náð endurkjöri með enn lægra hlutfalli atkvæða í nóvember en þegar hann vann með minnihluta atkvæða á landsvísu árið 2016. Ástæðan er sú að stuðningur við forsetann dreifist á skilvirkan hátt fyrir kjörmannakerfið sem notað er í forsetakosningum. Þrátt fyrir hlutfallslegar óvinsældir á landsvísu gæti Trump enn tryggt sér endurkjör með því að vinna í nokkrum lykilríkjum kjörmannakerfisins með tiltölulega naumum mun líkt og gerðist árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira