Eyjan Traustholtshólmi bjargaði Hákoni frá alkóhólisma Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2020 11:30 Hákon Kjalar Hjördísarson í Traustsholtshólma. Vísir Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfossi og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýralega upplifun á einum friðsælasta stað landsins. Hákon fluttist yfir í eyjuna í maí 2016 og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. Ben Fogle hitti Hákon í Traustholtshólma fyrir þáttinn New Lives in the Wild sem sýndir eru á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 5 og hefur Daily Mail gert sér mat úr þættinum í heljarinnar grein á vefnum. Þar kemur fram að eyjan hafi bjargað Hákoni frá alkóhólisma en húsasmiðurinn segist hafa drukkið mikið þegar hann bjó í Reykjavík en samt alltaf náð að haldast í vinnu og verið virkur í samfélaginu. Í dag býr Hákon einn á eyjunni með hundinum sínum Skugga. Eyjan hefur verið í eigu fjölskyldunnar í áratugi og fór hann oft þangað sem barn. Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.Vísir „Áður fyrr vann ég 16 tíma á dag. Ég vann of mikið, var of stressaður og að lokum keyrir maður á vegg,“ segir Hákon í við Ben Fogle. „Ég var forstjóri verktakafyrirtækis í Osló og stóð mig mjög vel í vinnunni en á kvöldið þurfti ég alltaf eina rauðvínsflösku. Ég var mikill drykkjumaður og var í raun vel fúnkerandi alkahólisti.“ Hann segist hafa verið orðin mjög þreyttur á sjálfum sér og einn daginn ákvað hann að hætta að drekka. „Það gaf mér í raun kraft til þess að flytja á eyjuna. Tíminn sem maður eignast allt í einu þegar maður hættir að drekka er ótrúlega mikill. Það eru víst til sunnudagar,“ segir Hákon léttur. Það er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Þannig hefur Hákon í sig og á. Hér má lesa umfjöllun Daily Mail um Hákon. Ferðamennska á Íslandi Flóahreppur Tímamót Tengdar fréttir Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21 Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfossi og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýralega upplifun á einum friðsælasta stað landsins. Hákon fluttist yfir í eyjuna í maí 2016 og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. Ben Fogle hitti Hákon í Traustholtshólma fyrir þáttinn New Lives in the Wild sem sýndir eru á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 5 og hefur Daily Mail gert sér mat úr þættinum í heljarinnar grein á vefnum. Þar kemur fram að eyjan hafi bjargað Hákoni frá alkóhólisma en húsasmiðurinn segist hafa drukkið mikið þegar hann bjó í Reykjavík en samt alltaf náð að haldast í vinnu og verið virkur í samfélaginu. Í dag býr Hákon einn á eyjunni með hundinum sínum Skugga. Eyjan hefur verið í eigu fjölskyldunnar í áratugi og fór hann oft þangað sem barn. Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.Vísir „Áður fyrr vann ég 16 tíma á dag. Ég vann of mikið, var of stressaður og að lokum keyrir maður á vegg,“ segir Hákon í við Ben Fogle. „Ég var forstjóri verktakafyrirtækis í Osló og stóð mig mjög vel í vinnunni en á kvöldið þurfti ég alltaf eina rauðvínsflösku. Ég var mikill drykkjumaður og var í raun vel fúnkerandi alkahólisti.“ Hann segist hafa verið orðin mjög þreyttur á sjálfum sér og einn daginn ákvað hann að hætta að drekka. „Það gaf mér í raun kraft til þess að flytja á eyjuna. Tíminn sem maður eignast allt í einu þegar maður hættir að drekka er ótrúlega mikill. Það eru víst til sunnudagar,“ segir Hákon léttur. Það er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Þannig hefur Hákon í sig og á. Hér má lesa umfjöllun Daily Mail um Hákon.
Ferðamennska á Íslandi Flóahreppur Tímamót Tengdar fréttir Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21 Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21
Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57