Flóahreppur

Fréttamynd

Telur Sigurð Inga hafa mis­notað um­boð sitt

Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi.

Innlent
Fréttamynd

Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni

Jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum og áhugafólki um íslensku sauðkindina er nú komin út, en það er Hrútaskráin þar sem allir bestu og flottustu hrútar landsins eru kynntir í máli og myndum. Fengitíminn er nú að byrja og því mikið fjör fram undan í fjárhúsum landsins og á sæðingarstöðvum sauðfjárræktarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Af skyn­semi Vega­gerðarinnar

Ölfusárbrú sem kostar allt að fimm sinnum meira en góð klassísk brú er sögð skynsöm fjárfesting. Með síauknum þunga eru nú færð fyrir því rök í löngu máli - korter í kosnignar - að 18 milljarða verkið skuli hafið sem fyrst.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta skóflu­stunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna

Ein stærsta fréttin frá lokadegi Alþingis í dag er að smíði nýrrar Ölfusárbrúar var tryggð, verkefni sem áætlað er að kosti 17,9 milljarða króna. Skrifað verður undir verksamning á miðvikudag og drifið í að taka fyrstu skóflustungu, þótt enn eigi eftir að hanna brúna og langt sé í upphaf jarðsvegsvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Ný Ölfus­ár­brú – af hverju svona brú?

Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú.

Skoðun
Fréttamynd

Ótryggðir bændur

Tryggingarvernd bænda er ofarlega í huga hjá stjórn Bændasamtaka Íslands, ekki síst vegna veðuráhlaupsins, sem varð í vor, sem hafði mikil fjárhagsleg áhrif á bændur og birgðir matvæla í landinu. Meira og minna allt tjón, sem bændur urðu fyrir var ótryggt.

Innlent
Fréttamynd

Lopabuxur og geitavesti á tísku­sýningu í sveitinni

Íslenskar prjónavörur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú, enda rjúka vörurnar út eins og heitar lummur hjá prjónakonum og hönnuðum varanna. Geitaskinnsvesti eru líka að slá í gegn, svo ekki sé minnst á lopabuxur.

Innlent
Fréttamynd

Skólabílstjóri og hestamálari úr Hvalfjarðarsveit

Skólabílstjóri í Hvalfjarðarsveit hefur það sem tómstundagaman að mála myndir af íslenskum hestum og tekst það verk einstaklega vel. Bílstjórinn er ekki menntaður í málaralistinni, hæfileikarnir eru bara til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Bjuggu til 47 síðna EM hefti til að dunda við

Pálína Kroknes Jóhannsdóttir, grunnskólakennari í Flóaskóla í Flóahreppi í samstarfi við ungan Eyjamann, Kristófer Daða Viktorsson, 9 ára hafa gert „EM 24 verkefnahefti” í tengslum við Evrópukeppnina í knattspyrnu.

Lífið
Fréttamynd

Mættu ríðandi í skólann

Skólastarfið í Flóaskóla í Flóahreppi var brotið upp á skemmtilegan hátt í dag því nemendur og starfsmenn komu ríðandi í skólann á hestum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Nem­endur Flóaskóla slá í gegn með Langspilin sín

Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Hestar eru með 36 til 44 tennur

Tannheilsa íslenskra hesta er afar mikilvæg og því eru starfandi sérstakir hestatannlæknar hér á landi, sem hafa meira en nóg að gera.

Innlent
Fréttamynd

Forystuærin Flug­freyja í upp­á­haldi hjá Guðna

Forystuærin Flugfreyja er í miklu uppáhaldi hjá Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem á hana. Flugfreyja á þrjú lömb, sem bera öll nöfn bresku konungsfjölskyldunnar eða Karl, Camilla og Díana. Fréttamaður hitti Guðna og forystuféð hans í fjárhúsi í Flóanum.

Innlent
Fréttamynd

Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út

Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár.

Innlent