Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 07:50 Í kortunum á morgun: Hvassviðri eða stormur með éljagangi. Vísir/vilehlm Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. Áfram verður hvassviðri eða stormur fram eftir degi, vestan 18-25 m/s, og víða él. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. „Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Viðvaranirnar verða flestar áfram fram yfir hádegi en falla þó úr gildi á nokkrum stöðum nú strax í morgun. Vegfarendur eru enn varaðir við miklu hvassviðri víða á landinu, lélegu skyggni og jafnvel samgöngutruflunum. Á mörgum stöðum má búast við snörpum vindhviðum og á Norðurlandi eystra og Austurlandi gætu þær jafnvel orðið 40 m/s. Vegalokanir og röskun á skólahaldi Vegir eru enn lokaðir víða á landinu. Klukkan sex í morgun voru vegirnir um Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði, Sandskeið, Þrengsli og Hellisheiði lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli enn lokaðir, sá fyrrnefndi utan Fljóta, vegna snjóflóðahættu. Upplýsingar um færð og lokanir vega má finna á vef Vegagerðarinnar. Þá fellur skólahald niður í Þelamerkurskóla vegna veðurs og ófærðar í dag. Skólaakstur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur einnig niður í dag vegna veðurs. Húsnæði skólanna verður opnað klukkan 07:30. Skólabíll keyrir heldur ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið. Nemendur og starfsfólk skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á daginn og ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan 10. Þá falla allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður vegna ófærðar og veðurs í dag. Leið 23, sem ekur um Álftanes, hefur einnig fellt niður allar ferðir í morgun. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter-reikningi Strætó. Á föstudag snýst svo í hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Rigning eða slydda á S- og A-verðu landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig þar. Á laugardag: Vestlæg átt og él, en snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Kólnandi veður. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og kalt í veðri. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið sunnan heiða. Á mánudag: Austlæg átt og él, en þurrt V-lands. Frost 0 til 8 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, einkum N-lands. Veður Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. Áfram verður hvassviðri eða stormur fram eftir degi, vestan 18-25 m/s, og víða él. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. „Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Viðvaranirnar verða flestar áfram fram yfir hádegi en falla þó úr gildi á nokkrum stöðum nú strax í morgun. Vegfarendur eru enn varaðir við miklu hvassviðri víða á landinu, lélegu skyggni og jafnvel samgöngutruflunum. Á mörgum stöðum má búast við snörpum vindhviðum og á Norðurlandi eystra og Austurlandi gætu þær jafnvel orðið 40 m/s. Vegalokanir og röskun á skólahaldi Vegir eru enn lokaðir víða á landinu. Klukkan sex í morgun voru vegirnir um Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði, Sandskeið, Þrengsli og Hellisheiði lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli enn lokaðir, sá fyrrnefndi utan Fljóta, vegna snjóflóðahættu. Upplýsingar um færð og lokanir vega má finna á vef Vegagerðarinnar. Þá fellur skólahald niður í Þelamerkurskóla vegna veðurs og ófærðar í dag. Skólaakstur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur einnig niður í dag vegna veðurs. Húsnæði skólanna verður opnað klukkan 07:30. Skólabíll keyrir heldur ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið. Nemendur og starfsfólk skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á daginn og ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan 10. Þá falla allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður vegna ófærðar og veðurs í dag. Leið 23, sem ekur um Álftanes, hefur einnig fellt niður allar ferðir í morgun. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter-reikningi Strætó. Á föstudag snýst svo í hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Rigning eða slydda á S- og A-verðu landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig þar. Á laugardag: Vestlæg átt og él, en snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Kólnandi veður. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og kalt í veðri. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið sunnan heiða. Á mánudag: Austlæg átt og él, en þurrt V-lands. Frost 0 til 8 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, einkum N-lands.
Veður Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira