Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2020 19:00 Áhrif gróðureldanna á áströlsk dýr eru allsvakaleg. Vísir/AP Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. Wild2Free, griðastaður fyrir kengúrur, varð eldunum að bráð nú eftir áramót og er óttast um að tugir kengúra hafi farist. Eigandanum Rae Harvey var þó bjargað. Hún sagðist ekki hafa átt von á að henni yrði bjargað. Óttaðist um að brenna inni. „Svæðið var umlukið eldi og við sáum að það var kviknað í einu húsinu. Við vissum að eldurinn var sömuleiðis bak við okkur og í raun allt um kring. Ef það væri ekki fyrir ána hérna veit ég ekki hvað hefði orðið um okkur. Ég á ekki mörg tár eftir, þetta hefur tekið sinn toll,“ sagði Harvey. Frá því eldarnir á svæðinu slokknuðu hafa 22 kengúrur snúið til baka, margar hverjar skaðbrenndar. Erfitt er þó að hjálpa þeim vegna skorts á lyfjum og búnaði. Harvey sagðist ekki hafa búist við því að nokkur kengúra myndi lifa hamfarirnar af. „Það var svo mikill reykur og eldur. Ég hélt þær myndu allar farast,“ sagði hún og bætti við: „Þær eru með svo ótrúlega persónutöfra. Þetta eru allt einstaklingar með sinn persónuleika. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvernig kengúrur eru í raun og veru og hversu mikilvægar þær eru.“ Harvey sagði kengúrurnar miklar tilfinningaverur, viðkvæmar. „Þær eru fjölskyldan mín. Þetta er eins og að missa fjölskylduna sína.“ Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. Wild2Free, griðastaður fyrir kengúrur, varð eldunum að bráð nú eftir áramót og er óttast um að tugir kengúra hafi farist. Eigandanum Rae Harvey var þó bjargað. Hún sagðist ekki hafa átt von á að henni yrði bjargað. Óttaðist um að brenna inni. „Svæðið var umlukið eldi og við sáum að það var kviknað í einu húsinu. Við vissum að eldurinn var sömuleiðis bak við okkur og í raun allt um kring. Ef það væri ekki fyrir ána hérna veit ég ekki hvað hefði orðið um okkur. Ég á ekki mörg tár eftir, þetta hefur tekið sinn toll,“ sagði Harvey. Frá því eldarnir á svæðinu slokknuðu hafa 22 kengúrur snúið til baka, margar hverjar skaðbrenndar. Erfitt er þó að hjálpa þeim vegna skorts á lyfjum og búnaði. Harvey sagðist ekki hafa búist við því að nokkur kengúra myndi lifa hamfarirnar af. „Það var svo mikill reykur og eldur. Ég hélt þær myndu allar farast,“ sagði hún og bætti við: „Þær eru með svo ótrúlega persónutöfra. Þetta eru allt einstaklingar með sinn persónuleika. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvernig kengúrur eru í raun og veru og hversu mikilvægar þær eru.“ Harvey sagði kengúrurnar miklar tilfinningaverur, viðkvæmar. „Þær eru fjölskyldan mín. Þetta er eins og að missa fjölskylduna sína.“
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira