Guaidó komst inn í þinghúsið ásamt hópi þingmanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 16:30 Hermenn komu í veg fyrir að Guaidó kæmist inn í þinghúsið þegar atkvæði voru greidd um þingforseta á sunnudag. AP/Andrea Hernández Briceño Hópi um hundrað stjórnarandstöðuþingmanna undir forystu Juans Guaidó, annar þeirra tveggja sem gera tilkall til embættis þingforseta, brutu sér leið í gegnum röð þjóðvarðliða og inn í þinghús Venesúela í dag. Þingfundi undir stjórn fulltrúa ríkisstjórnar Nicolásar Maduro forseta var þá nýlokið. Guaidó var meinaður aðgangur að þinghúsinu á sunnudag þegar til stóð að greiða atkvæði um þingforseta. Stjórnarþingmenn sættu þá lags og kusu Luis Parra nýjan þingforseta í stað Guaidó. Stjórnarandstaðan hefur sakað Parra um „þinglegt valdarán“. Þingið er eina stofnun ríkisins sem Maduro hefur ekki haft stjórn á undanfarið. Í krafti embættis síns hefur Guaidó gert tilkall til þess að vera talinn réttmætur forseti Venesúela þar sem Maduro hafi verið endurkjörinn með ólögmætum hætti árið 2018. Mörg vestræn og rómönsk amerísk ríki hafa viðurkennt Guaidó sem forseta. Guaidó ætlaði að stýra þingfundi í dag þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu á sunnudag. Stuðningsmenn hans á þingi héldu atkvæðagreiðslu á skrifstofu stjórnarandstöðublaðs á sunnudag þar sem þeir sögðust hafa endurkjörið hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Guaidó og þingmennirnir hafi komist í gegnum nokkra öryggispunkta á leið sinni að þinghúsinu en röð þjóðvarðliða í óeirðarbúningum lokaði leið þeirra inn í það. Eftir um þrjátíu mínútna orðaskak þröngvuðu þingmennirnir sér fram hjá vörðunum. Þá var þingfundi undir stjórn Parra hins vegar lokið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Parra hefur sagst ætla að leggja áherslu á að stofna nýja kjörstjórn sem á að hafa umsjón með frjálsum kosningum. Venesúela Tengdar fréttir Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Hópi um hundrað stjórnarandstöðuþingmanna undir forystu Juans Guaidó, annar þeirra tveggja sem gera tilkall til embættis þingforseta, brutu sér leið í gegnum röð þjóðvarðliða og inn í þinghús Venesúela í dag. Þingfundi undir stjórn fulltrúa ríkisstjórnar Nicolásar Maduro forseta var þá nýlokið. Guaidó var meinaður aðgangur að þinghúsinu á sunnudag þegar til stóð að greiða atkvæði um þingforseta. Stjórnarþingmenn sættu þá lags og kusu Luis Parra nýjan þingforseta í stað Guaidó. Stjórnarandstaðan hefur sakað Parra um „þinglegt valdarán“. Þingið er eina stofnun ríkisins sem Maduro hefur ekki haft stjórn á undanfarið. Í krafti embættis síns hefur Guaidó gert tilkall til þess að vera talinn réttmætur forseti Venesúela þar sem Maduro hafi verið endurkjörinn með ólögmætum hætti árið 2018. Mörg vestræn og rómönsk amerísk ríki hafa viðurkennt Guaidó sem forseta. Guaidó ætlaði að stýra þingfundi í dag þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu á sunnudag. Stuðningsmenn hans á þingi héldu atkvæðagreiðslu á skrifstofu stjórnarandstöðublaðs á sunnudag þar sem þeir sögðust hafa endurkjörið hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Guaidó og þingmennirnir hafi komist í gegnum nokkra öryggispunkta á leið sinni að þinghúsinu en röð þjóðvarðliða í óeirðarbúningum lokaði leið þeirra inn í það. Eftir um þrjátíu mínútna orðaskak þröngvuðu þingmennirnir sér fram hjá vörðunum. Þá var þingfundi undir stjórn Parra hins vegar lokið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Parra hefur sagst ætla að leggja áherslu á að stofna nýja kjörstjórn sem á að hafa umsjón með frjálsum kosningum.
Venesúela Tengdar fréttir Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55