Fundu fjarlæga reikistjörnu á braut um tvær stjörnur Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 22:00 Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Vísir/NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur fundið fjarreikistjörnu sem er að er á braut um tvær stjörnur. Nánar tiltekið var það ungur maður í sem var nýbúinn að ljúka fjölbrautaskóla og var í starfsnámi hjá NASA sem fann reikistjörnuna þegar hann var að fara yfir gögn úr bandaríska geimsjónaukanum TESS. Þetta er fyrsta slíka reikistjarnan sem finnst með TESS. Wolf Cukier var að fara yfir gögn sem snúa að sólkerfinu TOI 1338 og eftir einungis þrjá daga í starfi fann hann reikistjörnuna, sem hefur fengið TOI 1338 b. Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Til að finna reikistjörnur á braut um stjörnur er myndavélum beint að þeim yfir 27 daga og taka fjórar myndavélar myndir á 30 mínútna fresti. Þannig er hægt að sjá hvort að reikistjörnur skyggi á þær. Það er þó erfiðara að greina reikistjörnur á braut um tvær stjörnur þar sem önnur stjarnan skyggir reglulega á hinar. „Fyrst hélt ég að minni stjarnan væri að fara fyrir þá stærri en tímasetningin passaði ekki. Þetta reyndist vera reikistjarna,“ er haft eftir Cukier á vef NASA. Sólkerfið er í um 1.300 ljósára fjarlægð og reikistjarnan TOI 1338 b er um 6,9 sinnum stærri en jörðin, eða á stærð við Satúrnus. Hún fer hring um stjörnurnar tvær á 95 dögum og á nánast samsíða brautarplani sólanna tveggja. Eftir að reikistjarnan fannst með TESS voru tæki á jörðu niðri notuð til að staðfesta tilvist TOI 1338 b. TESS var einnig nýverið notaður til að finna fjarreikisstjörnu með líkindum við jörðina. Sjá einnig: Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina Sjónaukinn er í raun notaður til að fylgjast með milljónum stjarna í einu og hafa forsvarsmenn NASA leitað til almennings til að fara yfir gögnin frá sjónaukanum og benda á mögulegar reikistjörnur og áhugaverð sólkerfi.Fréttin hefur verið uppfærð. Geimurinn Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur fundið fjarreikistjörnu sem er að er á braut um tvær stjörnur. Nánar tiltekið var það ungur maður í sem var nýbúinn að ljúka fjölbrautaskóla og var í starfsnámi hjá NASA sem fann reikistjörnuna þegar hann var að fara yfir gögn úr bandaríska geimsjónaukanum TESS. Þetta er fyrsta slíka reikistjarnan sem finnst með TESS. Wolf Cukier var að fara yfir gögn sem snúa að sólkerfinu TOI 1338 og eftir einungis þrjá daga í starfi fann hann reikistjörnuna, sem hefur fengið TOI 1338 b. Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Til að finna reikistjörnur á braut um stjörnur er myndavélum beint að þeim yfir 27 daga og taka fjórar myndavélar myndir á 30 mínútna fresti. Þannig er hægt að sjá hvort að reikistjörnur skyggi á þær. Það er þó erfiðara að greina reikistjörnur á braut um tvær stjörnur þar sem önnur stjarnan skyggir reglulega á hinar. „Fyrst hélt ég að minni stjarnan væri að fara fyrir þá stærri en tímasetningin passaði ekki. Þetta reyndist vera reikistjarna,“ er haft eftir Cukier á vef NASA. Sólkerfið er í um 1.300 ljósára fjarlægð og reikistjarnan TOI 1338 b er um 6,9 sinnum stærri en jörðin, eða á stærð við Satúrnus. Hún fer hring um stjörnurnar tvær á 95 dögum og á nánast samsíða brautarplani sólanna tveggja. Eftir að reikistjarnan fannst með TESS voru tæki á jörðu niðri notuð til að staðfesta tilvist TOI 1338 b. TESS var einnig nýverið notaður til að finna fjarreikisstjörnu með líkindum við jörðina. Sjá einnig: Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina Sjónaukinn er í raun notaður til að fylgjast með milljónum stjarna í einu og hafa forsvarsmenn NASA leitað til almennings til að fara yfir gögnin frá sjónaukanum og benda á mögulegar reikistjörnur og áhugaverð sólkerfi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira