Flýja húsin sín í Púertó Ríkó Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 14:53 Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. AP/Carlos Giusti Minnst einn er látinn og átta slasaðir eftir að jarðskjálfti skók Púertó Ríkó í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. Í raun hafa skjálftar verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember og sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir um hvenær þeim ljúki eða hvort von sé á stærri skjálftum. Fyrstu mælingar gáfu í skyn að skjálftinn hefði verið 6,6 stig en nánari skoðun leiddi í ljóst að hann var 6,4. Einn eftirskjálftanna mældist sex stig. Fjöldi bygginga hefur skemmst og jafnvel hrunið vegna skjálftanna og hefur það, auk óvissunnar, leitt til þess að fjölmargir treysta sér ekki til að halda til í húsum sínum. Þá hafa sjúklingar verið fluttir út af sjúkrahúsum og er verið að hlúa að þeim út á götu. Þá hafa aldraðir íbúar hjúkrunarheimila einnig víða verið færðir út af ótta við hrun húsa. A photo worth 1000 words - Hospital patients taken out because of distrust in the structure's reliability #PuertoRicoEarthquakepic.twitter.com/Zud9uKZFf6— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Sá sem lést var 77 ára gamall og dó hann þegar veggur hrundi á hann. Mestar skemmdir urðu á suðurhluta Púertó Ríkó en skjálftinn mældist skammt suður af eyjunni. Þá er rafmagnslaust víða og vegir skemmdir og ófærir vegna skriða. Blaðamenn AP ræddu við nokkra íbúa sem segja öngþveiti hafa myndast í umferð þar sem íbúar reyni að flýja svæðið. Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur skipað opinberum starfsmönnum að halda sér heima og hvatt fólk til að sýna stillingu. My family in #PuertoRico woke up to this scene on January 7th, 2020 #PuertoRicoEarthquake Take a look at school in Guanica, PR pic.twitter.com/NSOSyqPISy— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Púertó Ríkó Tengdar fréttir Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Minnst einn er látinn og átta slasaðir eftir að jarðskjálfti skók Púertó Ríkó í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. Í raun hafa skjálftar verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember og sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir um hvenær þeim ljúki eða hvort von sé á stærri skjálftum. Fyrstu mælingar gáfu í skyn að skjálftinn hefði verið 6,6 stig en nánari skoðun leiddi í ljóst að hann var 6,4. Einn eftirskjálftanna mældist sex stig. Fjöldi bygginga hefur skemmst og jafnvel hrunið vegna skjálftanna og hefur það, auk óvissunnar, leitt til þess að fjölmargir treysta sér ekki til að halda til í húsum sínum. Þá hafa sjúklingar verið fluttir út af sjúkrahúsum og er verið að hlúa að þeim út á götu. Þá hafa aldraðir íbúar hjúkrunarheimila einnig víða verið færðir út af ótta við hrun húsa. A photo worth 1000 words - Hospital patients taken out because of distrust in the structure's reliability #PuertoRicoEarthquakepic.twitter.com/Zud9uKZFf6— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Sá sem lést var 77 ára gamall og dó hann þegar veggur hrundi á hann. Mestar skemmdir urðu á suðurhluta Púertó Ríkó en skjálftinn mældist skammt suður af eyjunni. Þá er rafmagnslaust víða og vegir skemmdir og ófærir vegna skriða. Blaðamenn AP ræddu við nokkra íbúa sem segja öngþveiti hafa myndast í umferð þar sem íbúar reyni að flýja svæðið. Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur skipað opinberum starfsmönnum að halda sér heima og hvatt fólk til að sýna stillingu. My family in #PuertoRico woke up to this scene on January 7th, 2020 #PuertoRicoEarthquake Take a look at school in Guanica, PR pic.twitter.com/NSOSyqPISy— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12