Joker, geðheilbrigðisþjónusta og frjáls vilji Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 7. janúar 2020 12:00 Það er margt snilldarlegt við kvikmynd Todd Phillips um Jókerinn. Tæknilega séð er myndin svo til óaðfinnanleg og þar ber helst að nefna dáleiðandi leik Jaquin Phoenix, magnaða kvikmyndatöku og tónlist. Hins vegar þá eru aðrar ástæður fyrir því að ég tel Joker vera bestu og mikilvægustu kvikmynd ársins 2019. Í fyrsta lagi þá er Joker ákall til samfélags manna um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu. Ef Arthur Fleck hefði notið víðtæks stuðnings, annars vegar í formi skilningsríkra og umhyggjusamra samborgara og hins vegar frá hæfu fagfólki eru allar líkur á að Arthur hefði aldrei breyst í morðingjann Jóker. Það er ekkert til sem heitir vont fólk, bara vondar aðstæður. Aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta sem fókuserar sérstaklega á börn í áhættuhópum og foreldra þeirra er lykillinn að því að koma í veg fyrir þjáningu og hörmungar. Myndin Joker sýnir hvað gerist ef ekkert af þessu er fyrir hendi. Í gegnum aldirnar hefur frumstæður skilningur á mannshuganum og geðröskunum orðið til þess að fólk sem hefur þjást hefur verið dæmt sem slæmt, veikgeðja, afbrigðilegt og útskúfað úr samfélaginu. Að ákveðnu leyti er það rétt hjá Arthur þegar hann hrópar út í sjónvarpssal að ef hann hefði legið í götunni hefði fólk gengið yfir hann. Þó að þetta eigi ekki 100% við í upplýstu samfélagi nútímans þá eru þetta skilaboð sem eiga erindi í sögulegu samhengi. Og auðvitað eru fordómar ennþá til. Í öðru lagi þá leynist í Joker sýn á mannshugann sem hefur möguleika á að færa okkur nær skilningi og umhyggju og fjær dómhörku og haturs. Það hefur að gera með hugmyndir okkar um frjálsan vilja. Flestir geta tekið undir það að Arthur Fleck ákvað aldrei að verða kaldrifjaður morðingi. Arthur var í rauninni eins langt frá því og mögulegt er að vera höfundur lífsferils síns. Móðir hans þjáðist af alvarlegri geðröskun. Hann var beittur ofbeldi í æsku. Aðstæður hans útsettu hann fyrir fátækt og hann mætti ekki skilnings samfélagsins sem hann var hluti af. Hann uppfyllti með öðrum orðum nánast alla áhættuþætti fyrir þróun geðröskunar. Hvar er hægt að segja að Arthur Fleck hafi haft frjálsan vilja? Það ákveður engin sem barn að verða fjöldamorðingi. Anders Breivik, Ted Bundy, Charles Manson. Þetta er fólk sem var óheppið í lottói lífsins. Að dæma þetta fólk, og í kjölfarið hata þá er einfaldlega út úr kortinu. Joker er listaverk sem tekst að láta okkur finna fyrir samkennd í garð manneskju sem svo auðvelt væri að dæma sem „vonda“. Við finnum til með honum því við sjáum lífið hans. Við sjáum að hann á ekki sök á því hvernig hann verður. Á hinn bóginn sjáum við að við dæmum af því við vitum ekki betur. Eins og taugavísindamaðurinn Sam Harris hefur bent á þá velur engin foreldra sína eða í hvernig aðstæðum og hvernig samfélagi hann elst upp í. Það velur engin heilann sinn eða hvernig hann þróast. Það velur engin hvað hann upplifir. Við virðumst hins vegar í ákveðnum aðstæðum hafa val. En þetta val er aldrei algjörlega frjálst. Harris skrifar: „heilinn þinn tekur ákvarðanir samkvæmt tilhneigingum og skoðunum sem hafa verið hamraðar inn í hann í gegnum lífsleiðina - af genum, lífeðlislegri þróun frá augnablikinu sem þú varst getinn, kynnum við annað fólk, atburði og hugmyndir. Hvar er frelsið í þessu? Þér er frjálst að gera það sem þú vilt núna. En hvaðan kemur hvötin?” Við erum alltaf háð reynslu okkar og því sem við höfum lært og að sjálfsögðu erum við háð lögmálum heilans. Að segja að innra með okkur búi sjálfstæður lítill karl með puttana á stjórnborði er andstætt öllu sem við vitum um mannshugann. Í þessu samhengi getur það verið góð hugaræfing að velta fyrir sér hversu mikið við öll skrifuðum handritið að eigin lífi og persónuleika? Myndin Joker er listræn túlkun á þeirri staðreynd að aðstæður skipta öllu máli. Það eru góðar fréttir því þetta þýðir að við getum breytt lífi fólks með því að breyta aðstæðum. Ef við sem samfélag gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að börn upplifi ekki fátækt, áföll, skort á stuðningi og skilningsleysi erum við að auka líkur á að fólk geti notið sín sem fullorðnir einstaklingar. Þannig komum við jafnframt í veg fyrir að í samfélaginu vaxi upp lítill Arthur Fleck. Það er mannshuganum eðlislægt að dæma. Við þekkjum það öll. Við erum hins vegar einnig með heila sem er náttúrulega fær um að sýna samkennd. Mikilvægi kvikmyndarinnar Joker felst í að benda okkur á tækifæri þar sem við sem samfélag getum virkjað samkennd og skilning í stað dómhörku og hvernig aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta er lykilþáttur í að koma í veg fyrir ónauðsynlega þjáningu og harmleiki. Hugmyndin um frjálsan vilja hellir bara olíu á eld dómhörku og haturs. Við erum öll mótuð af því umhverfi sem við fæðumst inn í. Kvikmyndin Joker sýnir okkur dæmi þar sem barn fæðist inn í hörmulegar aðstæður. Samfélagið brást honum. Hvað mundum við gera?Höfundur er sálfræðimenntaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Það er margt snilldarlegt við kvikmynd Todd Phillips um Jókerinn. Tæknilega séð er myndin svo til óaðfinnanleg og þar ber helst að nefna dáleiðandi leik Jaquin Phoenix, magnaða kvikmyndatöku og tónlist. Hins vegar þá eru aðrar ástæður fyrir því að ég tel Joker vera bestu og mikilvægustu kvikmynd ársins 2019. Í fyrsta lagi þá er Joker ákall til samfélags manna um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu. Ef Arthur Fleck hefði notið víðtæks stuðnings, annars vegar í formi skilningsríkra og umhyggjusamra samborgara og hins vegar frá hæfu fagfólki eru allar líkur á að Arthur hefði aldrei breyst í morðingjann Jóker. Það er ekkert til sem heitir vont fólk, bara vondar aðstæður. Aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta sem fókuserar sérstaklega á börn í áhættuhópum og foreldra þeirra er lykillinn að því að koma í veg fyrir þjáningu og hörmungar. Myndin Joker sýnir hvað gerist ef ekkert af þessu er fyrir hendi. Í gegnum aldirnar hefur frumstæður skilningur á mannshuganum og geðröskunum orðið til þess að fólk sem hefur þjást hefur verið dæmt sem slæmt, veikgeðja, afbrigðilegt og útskúfað úr samfélaginu. Að ákveðnu leyti er það rétt hjá Arthur þegar hann hrópar út í sjónvarpssal að ef hann hefði legið í götunni hefði fólk gengið yfir hann. Þó að þetta eigi ekki 100% við í upplýstu samfélagi nútímans þá eru þetta skilaboð sem eiga erindi í sögulegu samhengi. Og auðvitað eru fordómar ennþá til. Í öðru lagi þá leynist í Joker sýn á mannshugann sem hefur möguleika á að færa okkur nær skilningi og umhyggju og fjær dómhörku og haturs. Það hefur að gera með hugmyndir okkar um frjálsan vilja. Flestir geta tekið undir það að Arthur Fleck ákvað aldrei að verða kaldrifjaður morðingi. Arthur var í rauninni eins langt frá því og mögulegt er að vera höfundur lífsferils síns. Móðir hans þjáðist af alvarlegri geðröskun. Hann var beittur ofbeldi í æsku. Aðstæður hans útsettu hann fyrir fátækt og hann mætti ekki skilnings samfélagsins sem hann var hluti af. Hann uppfyllti með öðrum orðum nánast alla áhættuþætti fyrir þróun geðröskunar. Hvar er hægt að segja að Arthur Fleck hafi haft frjálsan vilja? Það ákveður engin sem barn að verða fjöldamorðingi. Anders Breivik, Ted Bundy, Charles Manson. Þetta er fólk sem var óheppið í lottói lífsins. Að dæma þetta fólk, og í kjölfarið hata þá er einfaldlega út úr kortinu. Joker er listaverk sem tekst að láta okkur finna fyrir samkennd í garð manneskju sem svo auðvelt væri að dæma sem „vonda“. Við finnum til með honum því við sjáum lífið hans. Við sjáum að hann á ekki sök á því hvernig hann verður. Á hinn bóginn sjáum við að við dæmum af því við vitum ekki betur. Eins og taugavísindamaðurinn Sam Harris hefur bent á þá velur engin foreldra sína eða í hvernig aðstæðum og hvernig samfélagi hann elst upp í. Það velur engin heilann sinn eða hvernig hann þróast. Það velur engin hvað hann upplifir. Við virðumst hins vegar í ákveðnum aðstæðum hafa val. En þetta val er aldrei algjörlega frjálst. Harris skrifar: „heilinn þinn tekur ákvarðanir samkvæmt tilhneigingum og skoðunum sem hafa verið hamraðar inn í hann í gegnum lífsleiðina - af genum, lífeðlislegri þróun frá augnablikinu sem þú varst getinn, kynnum við annað fólk, atburði og hugmyndir. Hvar er frelsið í þessu? Þér er frjálst að gera það sem þú vilt núna. En hvaðan kemur hvötin?” Við erum alltaf háð reynslu okkar og því sem við höfum lært og að sjálfsögðu erum við háð lögmálum heilans. Að segja að innra með okkur búi sjálfstæður lítill karl með puttana á stjórnborði er andstætt öllu sem við vitum um mannshugann. Í þessu samhengi getur það verið góð hugaræfing að velta fyrir sér hversu mikið við öll skrifuðum handritið að eigin lífi og persónuleika? Myndin Joker er listræn túlkun á þeirri staðreynd að aðstæður skipta öllu máli. Það eru góðar fréttir því þetta þýðir að við getum breytt lífi fólks með því að breyta aðstæðum. Ef við sem samfélag gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að börn upplifi ekki fátækt, áföll, skort á stuðningi og skilningsleysi erum við að auka líkur á að fólk geti notið sín sem fullorðnir einstaklingar. Þannig komum við jafnframt í veg fyrir að í samfélaginu vaxi upp lítill Arthur Fleck. Það er mannshuganum eðlislægt að dæma. Við þekkjum það öll. Við erum hins vegar einnig með heila sem er náttúrulega fær um að sýna samkennd. Mikilvægi kvikmyndarinnar Joker felst í að benda okkur á tækifæri þar sem við sem samfélag getum virkjað samkennd og skilning í stað dómhörku og hvernig aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta er lykilþáttur í að koma í veg fyrir ónauðsynlega þjáningu og harmleiki. Hugmyndin um frjálsan vilja hellir bara olíu á eld dómhörku og haturs. Við erum öll mótuð af því umhverfi sem við fæðumst inn í. Kvikmyndin Joker sýnir okkur dæmi þar sem barn fæðist inn í hörmulegar aðstæður. Samfélagið brást honum. Hvað mundum við gera?Höfundur er sálfræðimenntaður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun