Flugi aflýst vegna veðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 10:36 Farþegum er bent á að fylgjast með flugáætlun á vef Isavia. Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs. Þá hefur Icelandair einnig ákveðið að aflýsa flugi sínu í fyrramálið, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Enn sem komið er eru flugferðir flugfélaganna Norwegian og Wizz Air á áætlun. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir í samtali við fréttastofu að flugi hafi verið aflýst eftir hádegi í dag. Farþegum er bent á að fylgjast með stöðu flugferða frá Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að raskanirnar muni hafa áhrif á yfir átta þúsund farþega. Búið sé að upplýsa alla farþega um málið og unnið að endurbókunum. Upplýsingaskilti í Keflavík í dag.Vísir/JóiK „Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Flugi sem aflýst verður vegna veðurs Öllu flugi frá Evrópu í dag verður aflýst en um er að ræða 15 flug. Öllum brottförum frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag aflýst en um er að ræða 11 brottfarir og þá jafnmargar komur aftur frá Norður Ameríku. Öllu flugi til Evrópu frá Keflavík í fyrramálið verður aflýst en það eru 14 brottfarir. Þá segir í tilkynningu að nokkur hundruð farþegar sem áttu flug frá Íslandi seinnipartinn í dag hafi nýtt sér boð Icelandair um að ferðast degi fyrr. Um 700 erlendir farþegar verða áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eru að ferðast á milli Evrópu og Norður Ameríku með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er gert ráð fyrir að flug verði á áætlun frá Keflavík seinnipartinn á morgun, miðvikudag. Innanlandsflugi einnig aflýst Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og útlit fyrir leiðindaveður víðast hvar á landinu. Gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum síðdegis. Hríð verður norðvestantil á landinu í dag og suðvestan stormur og él í öðrum landshlutum seinni partinn og í kvöld. Gert er ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu og lélegu skyggni á Suður- og Vesturlandi. Þá hefur innanlandsflugi Air Iceland Connect verið aflýst að mestu í dag, sem og flugi félagsins til Grænlands. Þegar þetta er ritað er áætlunarflug til og frá Egilsstöðum um hádegisbil þó enn á áætlun. Upplýsingar um flugáætlun Air Iceland Connect má finna hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs. Þá hefur Icelandair einnig ákveðið að aflýsa flugi sínu í fyrramálið, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Enn sem komið er eru flugferðir flugfélaganna Norwegian og Wizz Air á áætlun. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir í samtali við fréttastofu að flugi hafi verið aflýst eftir hádegi í dag. Farþegum er bent á að fylgjast með stöðu flugferða frá Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að raskanirnar muni hafa áhrif á yfir átta þúsund farþega. Búið sé að upplýsa alla farþega um málið og unnið að endurbókunum. Upplýsingaskilti í Keflavík í dag.Vísir/JóiK „Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Flugi sem aflýst verður vegna veðurs Öllu flugi frá Evrópu í dag verður aflýst en um er að ræða 15 flug. Öllum brottförum frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag aflýst en um er að ræða 11 brottfarir og þá jafnmargar komur aftur frá Norður Ameríku. Öllu flugi til Evrópu frá Keflavík í fyrramálið verður aflýst en það eru 14 brottfarir. Þá segir í tilkynningu að nokkur hundruð farþegar sem áttu flug frá Íslandi seinnipartinn í dag hafi nýtt sér boð Icelandair um að ferðast degi fyrr. Um 700 erlendir farþegar verða áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eru að ferðast á milli Evrópu og Norður Ameríku með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er gert ráð fyrir að flug verði á áætlun frá Keflavík seinnipartinn á morgun, miðvikudag. Innanlandsflugi einnig aflýst Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og útlit fyrir leiðindaveður víðast hvar á landinu. Gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum síðdegis. Hríð verður norðvestantil á landinu í dag og suðvestan stormur og él í öðrum landshlutum seinni partinn og í kvöld. Gert er ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu og lélegu skyggni á Suður- og Vesturlandi. Þá hefur innanlandsflugi Air Iceland Connect verið aflýst að mestu í dag, sem og flugi félagsins til Grænlands. Þegar þetta er ritað er áætlunarflug til og frá Egilsstöðum um hádegisbil þó enn á áætlun. Upplýsingar um flugáætlun Air Iceland Connect má finna hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira