Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 06:55 Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu um tíma í kvöld. Skjáskot/veðurstofan Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Í kjölfarið snýst vindur í suðvestan storm eða rok með éljum á sunnanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norður- og Austurlandi í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í dag og þar fer að lægja seinni partinn. Samkvæmt spám tekur gul hríðarviðvörun gildi á svæðinu strax klukkan níu og stendur þar til seint í kvöld. Þá er búist við vestanhríðarveðri á höfuðborgarsvæðinu, skafrenningi og mjög litlu skyggni á köflum. Þá gæti færð spillst í höfuðborginni síðdegis og þangað til á morgun. Stormviðvaranir eru annars í gildi í öðrum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar er víða varað við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 m/s, en vindur verður á flestum stöðum allt að 25 m/s. Þá er fólk almennt beðið að huga að lausamunum og víða er ekkert ferðaveður. Upplýsingar um stöðu viðvarana á landinu má finna á vef Veðurstofunnar. Á morgun má búast við vestanátt, 18-25 m/s, og éljum en úrkomulítið verður austanlands. Frost núll til fimm stig. Þá lægir nokkuð annað kvöld en aftur verður stormur vestantil á landinu á fimmtudag með áframhaldandi éljagangi. Einar Sveinbjörnsson verðurfræðingur hjá Bliku ræddi veðrið framundan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur og víða él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vægt frost. Á fimmtudag: Suðvestan 18-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Austlæg átt og víða snjókoma. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar. Á laugardag: Norðvestanátt og snjókoma N-lands, en stöku él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu. Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Í kjölfarið snýst vindur í suðvestan storm eða rok með éljum á sunnanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norður- og Austurlandi í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í dag og þar fer að lægja seinni partinn. Samkvæmt spám tekur gul hríðarviðvörun gildi á svæðinu strax klukkan níu og stendur þar til seint í kvöld. Þá er búist við vestanhríðarveðri á höfuðborgarsvæðinu, skafrenningi og mjög litlu skyggni á köflum. Þá gæti færð spillst í höfuðborginni síðdegis og þangað til á morgun. Stormviðvaranir eru annars í gildi í öðrum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar er víða varað við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 m/s, en vindur verður á flestum stöðum allt að 25 m/s. Þá er fólk almennt beðið að huga að lausamunum og víða er ekkert ferðaveður. Upplýsingar um stöðu viðvarana á landinu má finna á vef Veðurstofunnar. Á morgun má búast við vestanátt, 18-25 m/s, og éljum en úrkomulítið verður austanlands. Frost núll til fimm stig. Þá lægir nokkuð annað kvöld en aftur verður stormur vestantil á landinu á fimmtudag með áframhaldandi éljagangi. Einar Sveinbjörnsson verðurfræðingur hjá Bliku ræddi veðrið framundan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur og víða él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vægt frost. Á fimmtudag: Suðvestan 18-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Austlæg átt og víða snjókoma. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar. Á laugardag: Norðvestanátt og snjókoma N-lands, en stöku él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu.
Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira