McLaren Speedtail skilar 1055 hestöflum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. janúar 2020 07:00 McLaren Speedtail er býsna rennilegur. Vísir/McLaren McLaren virðist kunna að tímasetja stóru kynningarnar. Þegar flestir voru á þeytingi að redda síðustu jólagjöfinni þá kynnti McLanre ótrúlegar niðurstöður prófana á McLaren Speedtail. Hann nær yfir 400 km/klst. Speedtail var fyrst kynntur í október 2018 en verður ef áætlanir ganga upp klár til afhendinga í febrúar á þessu ári. Hann á að leysa af hólmi hinn goðsagnakennda McLanre F1 ofurbíl. Speedtail verður framleiddur í 106 eintökum. Speedtail er öflugasti götubíll sem hinn sögufræði framleiðandi McLaren hefur smíðað. Hann skilar 1055 hestöflum og er 13 sekúndur úr kyrrstöðu upp í 300 km/klst. Lokaprófanir fóru fram á lendingabraut fyrir geimskutlur á Kennedy Space Center í Flórída. Í þeim prófunum fór Speedtail yfir 30 sinnum yfir 403 km/klst (250mílur/klst). Markmiðið var alltaf sett á 403 km/klst og það tókst heldur betur. Stýrið er líkt og í fyrirrennaranum McLaren F1 í miðjunni. Það eru tvö farþega sæti, eitt hvoru megin við bílstjórann og ögn aftar en bílstjórasætið.Vísir/McLaren Bíllinn er tvinnbíll, hann býr yfir 4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og hybrid kerfi sem gengur undir nafninu eMotor. Hann er með sjö gíra sjálfskiptingu. Bílar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent
McLaren virðist kunna að tímasetja stóru kynningarnar. Þegar flestir voru á þeytingi að redda síðustu jólagjöfinni þá kynnti McLanre ótrúlegar niðurstöður prófana á McLaren Speedtail. Hann nær yfir 400 km/klst. Speedtail var fyrst kynntur í október 2018 en verður ef áætlanir ganga upp klár til afhendinga í febrúar á þessu ári. Hann á að leysa af hólmi hinn goðsagnakennda McLanre F1 ofurbíl. Speedtail verður framleiddur í 106 eintökum. Speedtail er öflugasti götubíll sem hinn sögufræði framleiðandi McLaren hefur smíðað. Hann skilar 1055 hestöflum og er 13 sekúndur úr kyrrstöðu upp í 300 km/klst. Lokaprófanir fóru fram á lendingabraut fyrir geimskutlur á Kennedy Space Center í Flórída. Í þeim prófunum fór Speedtail yfir 30 sinnum yfir 403 km/klst (250mílur/klst). Markmiðið var alltaf sett á 403 km/klst og það tókst heldur betur. Stýrið er líkt og í fyrirrennaranum McLaren F1 í miðjunni. Það eru tvö farþega sæti, eitt hvoru megin við bílstjórann og ögn aftar en bílstjórasætið.Vísir/McLaren Bíllinn er tvinnbíll, hann býr yfir 4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og hybrid kerfi sem gengur undir nafninu eMotor. Hann er með sjö gíra sjálfskiptingu.
Bílar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent