Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2020 19:18 Stúdentafélagið ABVP hefur verið sakað um að bera ábyrgð á árásinni. epa/STR Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst fjörutíu stúdentar og starfsfólk Jawaharlal Nehru háskólans var lagt inn á sjúkrahús vegna áverka sem það hlaut í árásinni. Myndbönd af árásinni dreifðust fljótt með forritinu WhatsApp og voru þau svo sýnd í sjónvarpi og ullu mikill reiði almennings. Mótmæli eru nú í gangi í borgunum Chandigarh, Bangalore, Mumbai og Hyderabad auk höfuðborgarinnar Delhi. Indverskir stúdentar söfnuðust víða saman til að mótmæla árásinni.EPA/JAGADEESH NV JNU háskólinn hefur lengi verið tengdur vinstri sinnuðum róttæklingum og hafa einhverjir stúdentar við háskólann kennt félagi hægrisinnaðra stúdenta við skólann, sem hefur tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata, um árásina. Félagið hefur neitað tengslum við árásina og segir vinstri sinnaða aðgerðarsinna ábyrga fyrir henni. Þá segist lögreglan hafa borið kennsl á einhverja árásarmannanna. Hins vegar hafa margir mótmælendur sakað lögreglu um að hafa brugðist of hægt við árásinni. Viðbragðsaðilar sagðir hafa staðið hjá Um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi hóf hópur grímuklæddra manna auk minnst einnar konu árás á stúdenta við JNU háskólann. Vitni segja að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir steinum, prikum og járnteinum. „Steinarnir voru það stórir að þeir hefðu getað brotið í okkur höfuðkúpurnar,“ sagði Atul Sood, prófessor við skólann, í samtali við indversku sjónvarpsstöðina NDTC. „Ég datt og þegar ég stóð upp sá ég að bílarnir fyrir framan mig voru illa farnir.“ „Hættið að breyta háskólasvæðum í stríðssvæði“ stendur á skilti þessa mótmælenda.epa/JAGADEESH NV Í einu myndbandinu sem náðist sást forseti stúdentaráðsins með blæðandi höfuðsár. Sood sagði að um 50 kennarar og 200 nemendur sem eru mótfallnir hækkandi leigugjalds á stúdentagörðunum höfðu verið á fundi um málið í skólanum þegar árásin hófst. Þá hafa margir gagnrýnt viðbrögð lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Amit Thorat, kennari í hagfræði við skólann, sagði í samtali við Reuters að klukkutími hafi liðið frá því að hann hringdi sitt fyrsta símtal í neyðarlínuna þar til lögregla kom á staðinn. Þá talaði Reuters við nærri tug sjónarvotta sem halda því fram að lögreglan hafi staðið hjá en hafi ekkert gert þegar hún kom á staðinn. Ásakanir fljúga milli vinstri- og hægrisinnaðra stúdenta Enn er ekki vitað hver ber ábyrgð á árásinni eða hver ástæða hennar sé. Stúdentarnir sem voru á húsnæðisfundinum kenna stúdentafélagsins Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP) fyrir árásina, en það er félag hægrisinnaðra stúdenta með tengsl við BJP flokkinn. Durgesh Kumar, formaður ABVP, segir að meðlimir félagsins hafi verið fórnarlömb og að einhverjir þeirra hafi slasast. Háskólinn gaf út yfirlýsingu þar sem hópi stúdenta var kennt um árásina sem eru mótfallnir því að nýir nemendur séu skráðir í skólann. Margir telja að þar sé vísað í vinstrisinnaða nemendur sem hafa mótmælt hækkandi húsnæðisgjöldum. Indland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst fjörutíu stúdentar og starfsfólk Jawaharlal Nehru háskólans var lagt inn á sjúkrahús vegna áverka sem það hlaut í árásinni. Myndbönd af árásinni dreifðust fljótt með forritinu WhatsApp og voru þau svo sýnd í sjónvarpi og ullu mikill reiði almennings. Mótmæli eru nú í gangi í borgunum Chandigarh, Bangalore, Mumbai og Hyderabad auk höfuðborgarinnar Delhi. Indverskir stúdentar söfnuðust víða saman til að mótmæla árásinni.EPA/JAGADEESH NV JNU háskólinn hefur lengi verið tengdur vinstri sinnuðum róttæklingum og hafa einhverjir stúdentar við háskólann kennt félagi hægrisinnaðra stúdenta við skólann, sem hefur tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata, um árásina. Félagið hefur neitað tengslum við árásina og segir vinstri sinnaða aðgerðarsinna ábyrga fyrir henni. Þá segist lögreglan hafa borið kennsl á einhverja árásarmannanna. Hins vegar hafa margir mótmælendur sakað lögreglu um að hafa brugðist of hægt við árásinni. Viðbragðsaðilar sagðir hafa staðið hjá Um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi hóf hópur grímuklæddra manna auk minnst einnar konu árás á stúdenta við JNU háskólann. Vitni segja að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir steinum, prikum og járnteinum. „Steinarnir voru það stórir að þeir hefðu getað brotið í okkur höfuðkúpurnar,“ sagði Atul Sood, prófessor við skólann, í samtali við indversku sjónvarpsstöðina NDTC. „Ég datt og þegar ég stóð upp sá ég að bílarnir fyrir framan mig voru illa farnir.“ „Hættið að breyta háskólasvæðum í stríðssvæði“ stendur á skilti þessa mótmælenda.epa/JAGADEESH NV Í einu myndbandinu sem náðist sást forseti stúdentaráðsins með blæðandi höfuðsár. Sood sagði að um 50 kennarar og 200 nemendur sem eru mótfallnir hækkandi leigugjalds á stúdentagörðunum höfðu verið á fundi um málið í skólanum þegar árásin hófst. Þá hafa margir gagnrýnt viðbrögð lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Amit Thorat, kennari í hagfræði við skólann, sagði í samtali við Reuters að klukkutími hafi liðið frá því að hann hringdi sitt fyrsta símtal í neyðarlínuna þar til lögregla kom á staðinn. Þá talaði Reuters við nærri tug sjónarvotta sem halda því fram að lögreglan hafi staðið hjá en hafi ekkert gert þegar hún kom á staðinn. Ásakanir fljúga milli vinstri- og hægrisinnaðra stúdenta Enn er ekki vitað hver ber ábyrgð á árásinni eða hver ástæða hennar sé. Stúdentarnir sem voru á húsnæðisfundinum kenna stúdentafélagsins Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP) fyrir árásina, en það er félag hægrisinnaðra stúdenta með tengsl við BJP flokkinn. Durgesh Kumar, formaður ABVP, segir að meðlimir félagsins hafi verið fórnarlömb og að einhverjir þeirra hafi slasast. Háskólinn gaf út yfirlýsingu þar sem hópi stúdenta var kennt um árásina sem eru mótfallnir því að nýir nemendur séu skráðir í skólann. Margir telja að þar sé vísað í vinstrisinnaða nemendur sem hafa mótmælt hækkandi húsnæðisgjöldum.
Indland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira