Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði: Tónlistaruppeldið, Rúnk og vinskapurinn við Jóhann Jóhannsson Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2020 14:00 Hildur Guðnadóttir mundar Golden Globe-styttuna og brosir út að eyrum eftir verðlaunaafhendinguna í nótt. Vísir/AP Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í nótt Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker, fyrst kvenna í nær tuttugu ár – og aðeins önnur konan frá upphafi. Magnað hefur verið að fylgjast með sigurgöngu Hildar vestanhafs síðustu misseri. En hver er eiginlega Hildur Guðnadóttir, Hollywood-tónskáld? Hér verður stiklað á stóru yfir langan og fjölbreyttan feril Hildar, tónlistaruppeldið og vinskapinn við Jóhann Jóhannsson. Hildur Guðnadóttir er fædd 4. september 1982 og alin upp í Hafnarfirði – í sannkallaðri tónlistarfjölskyldu. Faðir hennar er Guðni Franzson, tónskáld og klarinettleikari, og móðir hennar er Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, óperusöngkona. Þá hefur Hildur jafnframt unnið náið með bræðrum sínum, tónlistarmönnunum Gunnari Tynes í Múm og Þórarni Guðnasyni í Agent Fresco. Hildur þakkaði einmitt téðum bræðrum í ræðu sinni á Golden Globe-sviðinu í nótt. Þá á Hildur son, Kára, og eiginmann, bandaríska tónskáldið Sam Slater. Þeir, líkt og bræður hennar, fengu þakkir í ræðunnil - og þeim fyrrnefnda tileinkaði hún raunar verðlaunin: „Þessi er fyrir þig“, sagði Hildur upp á íslensku. Erfitt fóstur sem átti að læra á selló Hildur hefur oft sagt frá því í viðtölum að hún hafi hlotið mikið tónlistaruppeldi. „Ég byrjaði fyrst að læra tónlist þegar ég var fjögurra til fimm ára. Flestir í fjölskyldunni minni eru tónlistarfólk svo það var mjög eðlilegt að ég færi að læra tónlist,“ sagði Hildur í samtali við Fréttablaðið í júlí síðastliðnum.Þá lýsti hún því í ítarlegu viðtali við Grapevine árið 2018 að móðir hennar hefði ákveðið snemma að dóttirin skyldi læra á selló. „Ég held ég hafi verið erfitt fóstur. Hún átti erfitt þegar hún var ólétt af mér. Hún var viss um að barnið sem hún bæri undir belti yrði látið heita Hildur, sem þýðir „stríð“, og léki á selló. Þannig að þegar kom að því að velja hljóðfæri bauð hún mér sellóið.“ Hildur, þáverandi söngkona hljómsveitarinnar Woofer, í viðtali við Morgunblaðið árið 1997.Skjáskot/Timarit.is Woofer og Rúnk Þá hóf Hildur tónsmíða- og söngferilinn einnig snemma, líkt og við mátti búast. Hildur vakti töluverða athygli sem forsprakki og söngkona sveitarinnar Woofer, fimmtán ára gömul rétt fyrir aldamót. Hildur samdi jafnframt tónlist með sveitinni. Hún tjáði Morgunblaðinu árið 2001, þegar hún stóð að stofnun Tónaflokksins, að hún hefði fattað hversu „sorglega fáar stelpur búa til tónlist“. Og hún hefur heldur betur lagt sitt af mörkum í þeim efnum. „En fyrstu skráðu heimildir um mig að syngja eru með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég var í kór Öldutúnsskóla og söng einsöng í Bjart er yfir Betlehem,“ sagði Hildur í viðtali við Morgunblaðið árið 2005.Um aldamótin söng Hildur og spilaði með hljómsveitinni Rúnk, sem í nýlegum þætti tónlistarhlaðvarpsins Fílalags er lýst sem „súpergrúbbu íslenska indísins“. Sveitina skipuðu Hildur, Björn Kristjánsson, betur þekktur sem Borko, Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, Benedikt Hermann Hermannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm og Ólafur Björn Ólafsson. Rúnk gaf út eina plötu, Ghengi Dahls, sem kom út árið 2002. Hér að neðan má hlýða á lagið Atlavík '84 úr smiðju sveitarinnar. Komið víða við Hildur útskrifaðist fyrst allra af brautinni tónsmíðar/nýmiðlar við LHÍ árið 2005. Um sumarið starfaði hún sem tæknimaður á Ríkisútvarpinu og síðar fór hún í framhaldsnám í tónsmíðum við Universität der Künste í Berlín. Þá hefur Hildur komið að gerð yfir tuttugu hljómplatna í samstarfi við annað tónlistarfólk. Hún hefur spilað með hljómsveitunum Múm, Pan Sonic, Throbbing Gristle, Stórsveit Nix Noltes og leikið á tónleikum með Animal Collective og Sunn O))). Fyrsta sólóplata Hildar, mount A, kom út árið 2006, undir listamannsnafninu Lost in Hildurness. Önnur sólóplata Hildar, Without Sinking, var gefin út þremur árum síðar. Plötur hennar Leyfðu ljósinu og Saman voru svo gefnar út árin 2012 og 2014. Heimur kvikmyndatónlistar með Jóhanni Jóhannssyni Hildur skaut fljótlega rótum í Berlín og hefur verið þar meira og minna síðan. Síðasta áratuginn hefur hún í auknum mæli einbeitt sér að kvikmyndatónlist – sem hún segir í raun hafa komið inn á borð til sín fyrir tilviljun. „Ég eiginlega slysaðist bara inn í þetta og eftir því sem að maður vinnur meira innan þessa geira þá kynnist fólk manni betur og það vindur svolítið upp á sig,“ sagði Hildur í samtali við Fréttablaðið í sumar. Þá kvað hún bransann minni en fólk almennt haldi. „Það er voða fljótt að kvisast út hver er hvað og hver vill vinna með hverjum og svoleiðis.“ Ferill hennar í kvikmyndatónlist er samofinn samstarfi hennar og Jóhanns Jóhannssonar tónskálds, sem lést í febrúar árið 2018. Hann vann Golden Globe árið 2015 fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var tilnefndur árið 2017 fyrir Arrival. Þau Hildur kynntust á tíunda áratugnum og voru samstarfsfólk í mörg ár. Jóhann Jóhannsson tónskáld lést árið 2018.Vísir/Getty „Ég ætlaði aldrei að verða kvikmyndatónskáld. Ég elska að segja sögur svo ég hafði unnið við nokkrar kvikmyndir og leikrit, með hléum. Svo urðum við Jóhann Jóhannsson á leið hvors annars og byrjuðum að vinna við hvert einasta verkefni sem hitt var með í burðarliðnum frá árinu 2003. Hann var mjög hrifinn af kvikmyndatónlist og dró mig með sér inn í það sem hann var að gera, og það vatt talsvert upp á sig. Þegar hann flutti til Berlínar unnum við í sama stúdíóinu og unnum saman að öllum kvikmyndunum sem hann starfaði við,“ sagði Hildur í viðtali við Grapevine árið 2018. Hildur minntist vinar síns með hlýju í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum þegar hann lést.„Við lifðum saman myrkustu tímana og þá björtustu. Við vorum tónlistarlegir sálufélagar. Við vorum bestu vinir. Við gengum fram af hvort öðru. Við hughreystum hvort annað. Við hvöttum hvort annað áfram,“ sagði m.a. í yfirlýsingu Hildar. Þernurnar, Jókerinn og Chernobyl Hildur og Jóhann sömdu saman tónlistina í kvikmyndinni Mary Magdalene frá árinu 2018, með Rooney Mara og Joaquin Phoenix í aðalhlutverkum. Sá síðarnefndi átti svo eftir að fylgja Hildi í Jóker-ævintýrinu. Þar áður hafði tónlist Hildar, í flutningi hennar sem og úr eigin smiðju, hljómað í nokkrum þáttum í þáttaröðinni The Handmaid‘s Tale sem framleidd er af streymisveitunni Hulu. Og boltinn hefur svo sannarlega rúllað síðan. Hildur samdi tónlistina fyrir kvikmyndina Sicario: Day of the Soldado sem frumsýnd var árið 2018. Myndin var framhald samnefndrar kvikmyndar, Sicario. Áðurnefndur Jóhann samdi tónlistina í henni. Þá var Hildur fengin til að semja tónlistina í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Chernobyl, eins og frægt er orðið. Hildur fékk Emmy-verðlaun í september síðastliðnum fyrir tónlistina, sem hún setti saman úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litháen. Þá vann hún World Soundtrack Awards fyrir Chernobyl í október og var tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sama verk í nóvember en sú verðlaunaafhending fer fram í lok janúar. Svo er það Jókerinn. Hildur hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína í Joker, m.a. frá leikstjóra myndarinnar, Todd Phillips og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix. Sá síðarnefndi sagðist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar þegar hann var gestur spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel í haust. Þá er tónlist Hildar í Joker ein af fimmtán verkum sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum í ár. Það virðist því ljóst að ekki sér enn fyrir endann á hinu magnaða Hollywood-ævintýri Hildar Guðnadóttur. Bíó og sjónvarp Golden Globes Hafnarfjörður Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00 Sigurvegararnir á Golden Globe Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Los Angeles í nótt. 6. janúar 2020 08:24 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í nótt Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker, fyrst kvenna í nær tuttugu ár – og aðeins önnur konan frá upphafi. Magnað hefur verið að fylgjast með sigurgöngu Hildar vestanhafs síðustu misseri. En hver er eiginlega Hildur Guðnadóttir, Hollywood-tónskáld? Hér verður stiklað á stóru yfir langan og fjölbreyttan feril Hildar, tónlistaruppeldið og vinskapinn við Jóhann Jóhannsson. Hildur Guðnadóttir er fædd 4. september 1982 og alin upp í Hafnarfirði – í sannkallaðri tónlistarfjölskyldu. Faðir hennar er Guðni Franzson, tónskáld og klarinettleikari, og móðir hennar er Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, óperusöngkona. Þá hefur Hildur jafnframt unnið náið með bræðrum sínum, tónlistarmönnunum Gunnari Tynes í Múm og Þórarni Guðnasyni í Agent Fresco. Hildur þakkaði einmitt téðum bræðrum í ræðu sinni á Golden Globe-sviðinu í nótt. Þá á Hildur son, Kára, og eiginmann, bandaríska tónskáldið Sam Slater. Þeir, líkt og bræður hennar, fengu þakkir í ræðunnil - og þeim fyrrnefnda tileinkaði hún raunar verðlaunin: „Þessi er fyrir þig“, sagði Hildur upp á íslensku. Erfitt fóstur sem átti að læra á selló Hildur hefur oft sagt frá því í viðtölum að hún hafi hlotið mikið tónlistaruppeldi. „Ég byrjaði fyrst að læra tónlist þegar ég var fjögurra til fimm ára. Flestir í fjölskyldunni minni eru tónlistarfólk svo það var mjög eðlilegt að ég færi að læra tónlist,“ sagði Hildur í samtali við Fréttablaðið í júlí síðastliðnum.Þá lýsti hún því í ítarlegu viðtali við Grapevine árið 2018 að móðir hennar hefði ákveðið snemma að dóttirin skyldi læra á selló. „Ég held ég hafi verið erfitt fóstur. Hún átti erfitt þegar hún var ólétt af mér. Hún var viss um að barnið sem hún bæri undir belti yrði látið heita Hildur, sem þýðir „stríð“, og léki á selló. Þannig að þegar kom að því að velja hljóðfæri bauð hún mér sellóið.“ Hildur, þáverandi söngkona hljómsveitarinnar Woofer, í viðtali við Morgunblaðið árið 1997.Skjáskot/Timarit.is Woofer og Rúnk Þá hóf Hildur tónsmíða- og söngferilinn einnig snemma, líkt og við mátti búast. Hildur vakti töluverða athygli sem forsprakki og söngkona sveitarinnar Woofer, fimmtán ára gömul rétt fyrir aldamót. Hildur samdi jafnframt tónlist með sveitinni. Hún tjáði Morgunblaðinu árið 2001, þegar hún stóð að stofnun Tónaflokksins, að hún hefði fattað hversu „sorglega fáar stelpur búa til tónlist“. Og hún hefur heldur betur lagt sitt af mörkum í þeim efnum. „En fyrstu skráðu heimildir um mig að syngja eru með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég var í kór Öldutúnsskóla og söng einsöng í Bjart er yfir Betlehem,“ sagði Hildur í viðtali við Morgunblaðið árið 2005.Um aldamótin söng Hildur og spilaði með hljómsveitinni Rúnk, sem í nýlegum þætti tónlistarhlaðvarpsins Fílalags er lýst sem „súpergrúbbu íslenska indísins“. Sveitina skipuðu Hildur, Björn Kristjánsson, betur þekktur sem Borko, Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, Benedikt Hermann Hermannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm og Ólafur Björn Ólafsson. Rúnk gaf út eina plötu, Ghengi Dahls, sem kom út árið 2002. Hér að neðan má hlýða á lagið Atlavík '84 úr smiðju sveitarinnar. Komið víða við Hildur útskrifaðist fyrst allra af brautinni tónsmíðar/nýmiðlar við LHÍ árið 2005. Um sumarið starfaði hún sem tæknimaður á Ríkisútvarpinu og síðar fór hún í framhaldsnám í tónsmíðum við Universität der Künste í Berlín. Þá hefur Hildur komið að gerð yfir tuttugu hljómplatna í samstarfi við annað tónlistarfólk. Hún hefur spilað með hljómsveitunum Múm, Pan Sonic, Throbbing Gristle, Stórsveit Nix Noltes og leikið á tónleikum með Animal Collective og Sunn O))). Fyrsta sólóplata Hildar, mount A, kom út árið 2006, undir listamannsnafninu Lost in Hildurness. Önnur sólóplata Hildar, Without Sinking, var gefin út þremur árum síðar. Plötur hennar Leyfðu ljósinu og Saman voru svo gefnar út árin 2012 og 2014. Heimur kvikmyndatónlistar með Jóhanni Jóhannssyni Hildur skaut fljótlega rótum í Berlín og hefur verið þar meira og minna síðan. Síðasta áratuginn hefur hún í auknum mæli einbeitt sér að kvikmyndatónlist – sem hún segir í raun hafa komið inn á borð til sín fyrir tilviljun. „Ég eiginlega slysaðist bara inn í þetta og eftir því sem að maður vinnur meira innan þessa geira þá kynnist fólk manni betur og það vindur svolítið upp á sig,“ sagði Hildur í samtali við Fréttablaðið í sumar. Þá kvað hún bransann minni en fólk almennt haldi. „Það er voða fljótt að kvisast út hver er hvað og hver vill vinna með hverjum og svoleiðis.“ Ferill hennar í kvikmyndatónlist er samofinn samstarfi hennar og Jóhanns Jóhannssonar tónskálds, sem lést í febrúar árið 2018. Hann vann Golden Globe árið 2015 fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var tilnefndur árið 2017 fyrir Arrival. Þau Hildur kynntust á tíunda áratugnum og voru samstarfsfólk í mörg ár. Jóhann Jóhannsson tónskáld lést árið 2018.Vísir/Getty „Ég ætlaði aldrei að verða kvikmyndatónskáld. Ég elska að segja sögur svo ég hafði unnið við nokkrar kvikmyndir og leikrit, með hléum. Svo urðum við Jóhann Jóhannsson á leið hvors annars og byrjuðum að vinna við hvert einasta verkefni sem hitt var með í burðarliðnum frá árinu 2003. Hann var mjög hrifinn af kvikmyndatónlist og dró mig með sér inn í það sem hann var að gera, og það vatt talsvert upp á sig. Þegar hann flutti til Berlínar unnum við í sama stúdíóinu og unnum saman að öllum kvikmyndunum sem hann starfaði við,“ sagði Hildur í viðtali við Grapevine árið 2018. Hildur minntist vinar síns með hlýju í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum þegar hann lést.„Við lifðum saman myrkustu tímana og þá björtustu. Við vorum tónlistarlegir sálufélagar. Við vorum bestu vinir. Við gengum fram af hvort öðru. Við hughreystum hvort annað. Við hvöttum hvort annað áfram,“ sagði m.a. í yfirlýsingu Hildar. Þernurnar, Jókerinn og Chernobyl Hildur og Jóhann sömdu saman tónlistina í kvikmyndinni Mary Magdalene frá árinu 2018, með Rooney Mara og Joaquin Phoenix í aðalhlutverkum. Sá síðarnefndi átti svo eftir að fylgja Hildi í Jóker-ævintýrinu. Þar áður hafði tónlist Hildar, í flutningi hennar sem og úr eigin smiðju, hljómað í nokkrum þáttum í þáttaröðinni The Handmaid‘s Tale sem framleidd er af streymisveitunni Hulu. Og boltinn hefur svo sannarlega rúllað síðan. Hildur samdi tónlistina fyrir kvikmyndina Sicario: Day of the Soldado sem frumsýnd var árið 2018. Myndin var framhald samnefndrar kvikmyndar, Sicario. Áðurnefndur Jóhann samdi tónlistina í henni. Þá var Hildur fengin til að semja tónlistina í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Chernobyl, eins og frægt er orðið. Hildur fékk Emmy-verðlaun í september síðastliðnum fyrir tónlistina, sem hún setti saman úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litháen. Þá vann hún World Soundtrack Awards fyrir Chernobyl í október og var tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sama verk í nóvember en sú verðlaunaafhending fer fram í lok janúar. Svo er það Jókerinn. Hildur hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína í Joker, m.a. frá leikstjóra myndarinnar, Todd Phillips og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix. Sá síðarnefndi sagðist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar þegar hann var gestur spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel í haust. Þá er tónlist Hildar í Joker ein af fimmtán verkum sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum í ár. Það virðist því ljóst að ekki sér enn fyrir endann á hinu magnaða Hollywood-ævintýri Hildar Guðnadóttur.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Hafnarfjörður Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00 Sigurvegararnir á Golden Globe Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Los Angeles í nótt. 6. janúar 2020 08:24 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00
Sigurvegararnir á Golden Globe Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Los Angeles í nótt. 6. janúar 2020 08:24
Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26