Justin Thomas vann mót meistaranna eftir umspil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 07:15 Justin Thomas Getty/Harry How Justin Thomas fagnaði sigri á Sentry Tournament of Champions eða móti meistara síðasta PGA-tímabils sem lauk á Hawaii í nótt. Justin Thomas tryggði sér sigurinn að lokum í umspili eftir að hann og þeir Patrick Reed og Xander Schauffele komu allir inn í hús á 278 höggum eftir 72 holur. @JustinThomas34 recaps his roller-coaster playoff win @Sentry_TOChttps://t.co/c6o9hlnda7— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas átti að vera búinn að tryggja sér sigurinn fyrir umspilið því hann tapaði tveimur höggum á síðustu þremur holunum. Xander Schauffele var síðan kominn í lykilstöðu á lokaholunni en þrípúttaði og bjó um leið til þriggja manna umspil. Patrick Reed var í góðum málum á átjándu holunni í umspilinu en þurfti að tvípútta og horfði á eftir sigrinum til Justin Thomas. Justin Thomas var að vinna mót PGA-meistaranna í annað skiptið á ferlinum en á þessu móti keppa aðeins þeir sem unnu PGA-mót á síðasta tímabili. Thomas vann þetta mót einnig í janúar 2017. „Af einhverri ástæðu þá átti ég að vinna í þessari vikur. Ég var mjög heppin að fá þetta lokapútt,“ sagði Justin Thomas um púttið sem tryggði honum sigurinn í umspilinu. 12 wins by the age of 26. Another memory made for @JustinThomas34. #LiveUnderParpic.twitter.com/ZwaC1FH6RY— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas vann þarna sitt tólfta PGA mót á ferlinum en hann hefur unnið þrjú af síðustu sex mótum sínum. Hann er kominn einu móti fram úr Jordan Spieth og enginn kylfingur undir 30 ára í dag hefur nú unnið fleiri PGA-mót. Justin Thomas er 26 ára gamall. „Ég átti að vinna þetta mót. Ég átti að klára þetta og gerði allt rétt þar til á síðustu stundu,“ sagði Xander Schauffele sem gat unnið mótið annað árið í röð. A clutch approach. A sigh of relief.@JustinThomas34 wins in a playoff @Sentry_TOC. #LiveUnderParpic.twitter.com/neDUxXEcPp— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Justin Thomas fagnaði sigri á Sentry Tournament of Champions eða móti meistara síðasta PGA-tímabils sem lauk á Hawaii í nótt. Justin Thomas tryggði sér sigurinn að lokum í umspili eftir að hann og þeir Patrick Reed og Xander Schauffele komu allir inn í hús á 278 höggum eftir 72 holur. @JustinThomas34 recaps his roller-coaster playoff win @Sentry_TOChttps://t.co/c6o9hlnda7— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas átti að vera búinn að tryggja sér sigurinn fyrir umspilið því hann tapaði tveimur höggum á síðustu þremur holunum. Xander Schauffele var síðan kominn í lykilstöðu á lokaholunni en þrípúttaði og bjó um leið til þriggja manna umspil. Patrick Reed var í góðum málum á átjándu holunni í umspilinu en þurfti að tvípútta og horfði á eftir sigrinum til Justin Thomas. Justin Thomas var að vinna mót PGA-meistaranna í annað skiptið á ferlinum en á þessu móti keppa aðeins þeir sem unnu PGA-mót á síðasta tímabili. Thomas vann þetta mót einnig í janúar 2017. „Af einhverri ástæðu þá átti ég að vinna í þessari vikur. Ég var mjög heppin að fá þetta lokapútt,“ sagði Justin Thomas um púttið sem tryggði honum sigurinn í umspilinu. 12 wins by the age of 26. Another memory made for @JustinThomas34. #LiveUnderParpic.twitter.com/ZwaC1FH6RY— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas vann þarna sitt tólfta PGA mót á ferlinum en hann hefur unnið þrjú af síðustu sex mótum sínum. Hann er kominn einu móti fram úr Jordan Spieth og enginn kylfingur undir 30 ára í dag hefur nú unnið fleiri PGA-mót. Justin Thomas er 26 ára gamall. „Ég átti að vinna þetta mót. Ég átti að klára þetta og gerði allt rétt þar til á síðustu stundu,“ sagði Xander Schauffele sem gat unnið mótið annað árið í röð. A clutch approach. A sigh of relief.@JustinThomas34 wins in a playoff @Sentry_TOC. #LiveUnderParpic.twitter.com/neDUxXEcPp— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira