Lífið

Gefa slökkvi­liðinu 60 milljónir til að berjast við eldana

Sylvía Hall skrifar
Nicole Kidman og Keith Urban.
Nicole Kidman og Keith Urban. Vísir/Getty

Hjónin Nicole Kidman og Keith Urban hafa gefið slökkviliðinu í Nýju Suður Wales fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala til þess að berjast við skæða gróðurelda sem nú geisa á austurströnd landsins. Upphæðin samsvarar rúmlega sextíu milljónum íslenskra króna.

Kidman og Urban hafa sterka tengingu við Ástralíu. Kidman er sjálf áströlsk en Urban, sem fæddur er í Nýja-Sjálandi, ólst upp í Ástralíu og eiga þau hús á svæðinu. Þá hefur leikkonan einnig tjáð sig opinberlega um ástandið í Ástralíu en hún bað fjölmiðlafólk afsökunar á viðburði fyrir Golden Globes verðlaunahátíðina þar sem hún væri annars hugar sökum ástandsins í landinu.

„Stuðningur fjölskyldu okkar, hugur okkar og bænir eru hjá öllum þeim sem hafa orðið fyrir afleiðingum gróðureldanna sem geisa nú í Ástralíu. Við ætlum að gefa fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali til slökkviliðsins sem er að gera og gefa svo mikið núna,“ skrifaði Kidman á Instagram.





Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.