Grindavík er komið á blað í Dominos deild kvenna í körfubolta eftir góðan sigur á Breiðablik í kvöld en um var að ræða uppgjör tveggja neðstu liða deildarinnar.
Breiðablik með 4 stig í næstneðsta sæti og Kópavogskonur höfðu fimm stiga forystu í hálfleik.
Heimakonur í Grindavík voru hins vegar miklu betri í síðari hálfleik og unnu að lokum þrettán stiga sigur, 84-71.
Bríet Sif Hinriksdóttir var algjörlega óstöðvandi í liði Grindavíkur; skoraði 39 stig auk þess að taka 7 fráköst. Jordan Reynolds var sömuleiðis öflug með 24 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar.
Hjá Blikum var Danni Williams langatkvæðamest með 32 stig og 13 fráköst.
Körfubolti