Anthony Davis og James Harden léku á alls odd í NBA-körfuboltanum í nótt en báðir fóru þeir yfir 40 stiga múrinn.
Davis skoraði 46 stig og tók þrettán fráköst er LA Lakers vann tíu stiga sigur á gömlu félögu hans í New Orleans, 113-123. LeBron gerði 17 stig, tók átta fráköst og gaf fimmtán stoðsendingar.
46 PTS | 13 REB | 3 STL
— NBA TV (@NBATV) January 4, 2020
AD did it all in the @Lakers W against the Pelicans! #LakeShowpic.twitter.com/5EQieBVUsG
Þetta var fjórði sigur liðsins í röð en liðið hefur einungis tapað sjö af þeim 35 leikjum sem liðið hefur spilað í deildinni í vetur. New Orleans er á botni suðvestur-deildarinnar.
James Harden var frábær í sigri Houston en hann skoraði 44 stig og tók ellefu fráköst er Houston hafði betur gegn Philadelphia, 118-108.
Ben Simmons var í sérflokki hjá Philadelphia en hann var með myndarlega þrennu; 29 stig, þrettán fráköst og ellefu stoðsendingar.
The Beard is simply unfair#OneMissionpic.twitter.com/xhLcVTlK0d
— NBA TV (@NBATV) January 4, 2020
Úrslit næturinnar:
Atlanta - Boston 106-109
Miami - Orlando 85-105
Portland - Washington 122-103
Philadelphia - Houston 108-118
New York - Phoenix 112-120
New Orleans - LA Lakers 113-123