Rúta fór út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, sunnanmegin við Hvalfjarðargöngin. Fjórtán til fimmtán manns um sagðir vera um borð en engin slys eru á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rútan við það að fara á hliðina.
Veginum um Kjalarnes hefur verið lokað í báðar áttir vegna óhappsins á meðan viðbragsaðilar eru að störfum á vettvangi. Unnið er að því að opna fjöldahjálparstöð í Klébergskóla á Kjalarnesi.
Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:20
