Innlent

Segir algjörlega blint á köflum á Reykjanesbraut

Eiður Þór Árnason skrifar
Viðvörun vegna veðurs er í gildi í öllum landshlutum í dag.
Viðvörun vegna veðurs er í gildi í öllum landshlutum í dag. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til ökumanna að fara varlega og gera ráð fyrir slæmu veðri á Reykjanesbrautinni sem eigi að öllum líkindum eftir að versna á næstu klukkustundum.

Í færslu sem embættið birti á Facebook-síðu sinni nú klukkan átta í morgun er greint frá því að lögreglunni hafi borist ábending frá ökumanni sem sagði mjög vont veður vera á Reykjanesbrautinni og „algjörlega blint á köflum.“

Leigubílstjórinn sem var á leið frá Reykjavík til Keflavíkur tjáði lögreglu að hann væri búinn að vera í 90 mínútur að komast frá Kúagerði að Vogaafleggjara.


Tengdar fréttir

Gæti komið til lokana víða í dag vegna veðurs

Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×