Samkvæmt upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu bárust fimm umsóknir um stöðu sýslumannsins í Vestmannaeyjum, sem auglýst var laus til umsóknar í lok síðasta árs. Eyjafréttir birti lista yfir umsækjendur, en eingöngu konur sóttust eftir starfinu. Á meðal umsækjanda er staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum, en ekki hefur verið starfandi sýslumaður frá því snemma á síðasta ári.
Umsækjendur:
Sæunn Magnúsdóttir – staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum
Aníta Óðinsdóttir – Lögmaður
Arndís Soffía Sigurðardóttir – staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi
Guðbjörg Anna Bergsdóttir – Lögmaður
Ragnheiður Jónsdóttir – Lögmaður