Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 14:00 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar. Vísir/Egill Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. Guðjón hafi samþykkt bæturnar og krafa hans á hendur ríkinu muni lækka sem þeim nemur.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að búast megi við að bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði greiddar út síðar í þessum mánuði. Bæturnar verða greiddar á grundvelli nýsamþykktra laga, sem heimila að bætur á bilinu frá 15 til 224 milljónum til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi, og til maka og barna hinna tveggja látnu. Þá kemur greiðsla bóta á grundvelli laganna ekki í veg fyrir að bótaþegar höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum til heimtingar frekari bóta. Guðjón Skarphéðinsson hefur stefnt ríkinu til heimtingar bóta og þá krefst Kristján Viðar Júlíusson einnig bóta upp á 1,6 milljarða króna. Frá fyrirtöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti.Vísir/Vilhelm Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns segir að ákvörðun ríkisins hafi ekki áhrif á málareksturinn sjálfan. Krafa hans, sem er rúmur einn milljarður króna, muni þó lækka. „Umbjóðandi minn Guðjón Skarphéðinsson höfðaði mál gegn ríkinu fyrir alllöngu. Núna hefur ríkið ákveðið að borga upp í kröfurnar og af því leiðir að ég mun breyta dómkröfunum í samræmi við það og lækka þær sem nemur innborguninni.“ Í Fréttablaðinu kemur fram að Guðjón muni fá 145 milljónir króna í bætur frá ríkinu. Ragnar segir það ekki munu koma til með að breytast. „Umbjóðandi minn, Guðjón, hefur samþykkt það, en þetta breytir engu um dómsmálið vegna þess að lögin gera ekki ráð fyrir því og heldur ekki tilboð forsætisráðherra að þetta sé fullnaðargreiðsla. Þetta er eingöngu innágreiðsla, uppígreiðsla eins og það er kallað.“ Guðjón stefndi ríkinu til greiðslu bótanna í júní síðastliðnum. Krafa hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum og næsta fyrirtaka í málinu er nú í janúar. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00 Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14 Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. Guðjón hafi samþykkt bæturnar og krafa hans á hendur ríkinu muni lækka sem þeim nemur.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að búast megi við að bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði greiddar út síðar í þessum mánuði. Bæturnar verða greiddar á grundvelli nýsamþykktra laga, sem heimila að bætur á bilinu frá 15 til 224 milljónum til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi, og til maka og barna hinna tveggja látnu. Þá kemur greiðsla bóta á grundvelli laganna ekki í veg fyrir að bótaþegar höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum til heimtingar frekari bóta. Guðjón Skarphéðinsson hefur stefnt ríkinu til heimtingar bóta og þá krefst Kristján Viðar Júlíusson einnig bóta upp á 1,6 milljarða króna. Frá fyrirtöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti.Vísir/Vilhelm Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns segir að ákvörðun ríkisins hafi ekki áhrif á málareksturinn sjálfan. Krafa hans, sem er rúmur einn milljarður króna, muni þó lækka. „Umbjóðandi minn Guðjón Skarphéðinsson höfðaði mál gegn ríkinu fyrir alllöngu. Núna hefur ríkið ákveðið að borga upp í kröfurnar og af því leiðir að ég mun breyta dómkröfunum í samræmi við það og lækka þær sem nemur innborguninni.“ Í Fréttablaðinu kemur fram að Guðjón muni fá 145 milljónir króna í bætur frá ríkinu. Ragnar segir það ekki munu koma til með að breytast. „Umbjóðandi minn, Guðjón, hefur samþykkt það, en þetta breytir engu um dómsmálið vegna þess að lögin gera ekki ráð fyrir því og heldur ekki tilboð forsætisráðherra að þetta sé fullnaðargreiðsla. Þetta er eingöngu innágreiðsla, uppígreiðsla eins og það er kallað.“ Guðjón stefndi ríkinu til greiðslu bótanna í júní síðastliðnum. Krafa hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum og næsta fyrirtaka í málinu er nú í janúar.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00 Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14 Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00
Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55