Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 12:51 Muhandis var talinn maður Írans innan Írak. Hann var á ferð með Soleimani þegar bílalest þeirra varð fyrir bandarískri drónaárás. Vísir/EPA Nokkrar íraskar hersveitir sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda hóta Bandaríkjamönnum hefndum eftir leiðtogi einnar þeirrar féll þegar Bandaríkjaher réð yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í nótt. Morðið á Qasem Soleimani, herforingja og eins valdamesta mannsins í írönsku stjórninni, hefur valdið miklum titringi og hafa stjórnvöld í Teheran heitið grimmilegum hefndum. Bandarísk varnarmálayfirvöld rökstuddu morðið með því að Soleimani hafi lagt á ráðin um tilræði gegn bandarískum her- og embættismönnum. Með Soleimani féll Abu Mahdi al Muhandis, leiðtogi Lýðaðgerðasveitanna, vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak. Leiðtogar nokkurra annarra hersveita í Írak hafa heitið því að hefna hans í dag. Lýðaðgerðasveitirnar hafa notið stuðnings íranskra stjórnvalda en þær hafa meðal annars barist gegn liðsmönnum Ríkis íslams. Muhandis var dæmdur til dauða í Kúvaít að honum fjarstöddum fyrir aðild að sprengjuárásum sem beindust að bandarískum og frönskum sendiráðum árið 1983. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna hryðjuverka. Bandarísk stjórnvöld saka Muhandis um að stýra hersveitinni sem skaut eldflaug sem varð bandarískum verktaka að bana í norðanverðu Írak fyrir viku. Leiðtogar annarra uppreisnarsveita hafa fordæmt morðið á Muhandis og Soleimani. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ammar al-Hakim, sjíaklerki og leiðtoga al-Hikma-hreyfingarinnar að loftárás Bandaríkjamanna hafi verið skýrt brot á fullveldi Íraks. Hann lýsir heimshlutanum sem „á heitu blikkþaki“ eftir morðin. Al-Nujaba-hreyfingin sem talin er fjármögnuð af Írönum sendi frá sér yfirlýsingu um að Bandaríkin ættu eftir að „iðrast heimskulegu gjörða sinna“. Harmurinn yfir falli Soleimani og Muhandis ætti eftir að umbreytast í „áhuga, ofsa og byltingu“. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í Íran í dag. Lögðu mótmælendur meðal annars eld að bandaríska fánanum. Mótmælendur í Teheran tóku reiði sína út á bandarískum fána.Vísir/EPA Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Nokkrar íraskar hersveitir sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda hóta Bandaríkjamönnum hefndum eftir leiðtogi einnar þeirrar féll þegar Bandaríkjaher réð yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í nótt. Morðið á Qasem Soleimani, herforingja og eins valdamesta mannsins í írönsku stjórninni, hefur valdið miklum titringi og hafa stjórnvöld í Teheran heitið grimmilegum hefndum. Bandarísk varnarmálayfirvöld rökstuddu morðið með því að Soleimani hafi lagt á ráðin um tilræði gegn bandarískum her- og embættismönnum. Með Soleimani féll Abu Mahdi al Muhandis, leiðtogi Lýðaðgerðasveitanna, vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak. Leiðtogar nokkurra annarra hersveita í Írak hafa heitið því að hefna hans í dag. Lýðaðgerðasveitirnar hafa notið stuðnings íranskra stjórnvalda en þær hafa meðal annars barist gegn liðsmönnum Ríkis íslams. Muhandis var dæmdur til dauða í Kúvaít að honum fjarstöddum fyrir aðild að sprengjuárásum sem beindust að bandarískum og frönskum sendiráðum árið 1983. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna hryðjuverka. Bandarísk stjórnvöld saka Muhandis um að stýra hersveitinni sem skaut eldflaug sem varð bandarískum verktaka að bana í norðanverðu Írak fyrir viku. Leiðtogar annarra uppreisnarsveita hafa fordæmt morðið á Muhandis og Soleimani. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ammar al-Hakim, sjíaklerki og leiðtoga al-Hikma-hreyfingarinnar að loftárás Bandaríkjamanna hafi verið skýrt brot á fullveldi Íraks. Hann lýsir heimshlutanum sem „á heitu blikkþaki“ eftir morðin. Al-Nujaba-hreyfingin sem talin er fjármögnuð af Írönum sendi frá sér yfirlýsingu um að Bandaríkin ættu eftir að „iðrast heimskulegu gjörða sinna“. Harmurinn yfir falli Soleimani og Muhandis ætti eftir að umbreytast í „áhuga, ofsa og byltingu“. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í Íran í dag. Lögðu mótmælendur meðal annars eld að bandaríska fánanum. Mótmælendur í Teheran tóku reiði sína út á bandarískum fána.Vísir/EPA
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30