Innlent

Appel­sínu­gular og gular við­varanir í kortunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kort Veðurstofunnar sem sýnir viðvaranirnar fyrir morgundaginn.
Kort Veðurstofunnar sem sýnir viðvaranirnar fyrir morgundaginn.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á  morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi.

Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar verða appelsínugular viðvaranir í gildi á morgun frá klukkan 8 til 15 á Suðurlandi, frá klukkan 9 til 15 á Faxaflóa, frá 11 til 16 á Breiðafirði og á miðhálendinu frá klukkan 11 til 18.

Eru viðvaranirnar vegna suðaustanstorms með snjókomu. Staðbundið má gera ráð fyrir hviðum frá allt að 35 metrum og upp í yfir 40 metra á sekúndu.

Í öðrum landshlutum eru gular viðvaranir í gildi á morgun, þó mislengi, sums staðar hluta úr degi en annars staðar allan daginn. Þannig er gul viðvörun í gildi fyrir höfðuðborgarsvæðið frá klukkan 9 til 14.

Það er viðbúið að færð geti spillst á landinu vegna veðursins og því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×