Öll NBA-liðin 30 spila með sorgarbönd út tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 10:00 David Stern með Michael Jordan. Getty NBA deildin í körfubolta ætlar að minnast David Stern með afar sérstökum hætti það sem eftir lifir af 2019-20 tímabilinu. David Stern lést 1. janúar en hann náði sér aldrei eftir að hafa orðið fyrir heilablæðingu á veitingahúsi á Manhattan í New York 12. desember. Stern var 77 ára gamall. Allir sem hafa fylgst með eða komið að NBA-deildinni með einhverjum hætti á síðustu áratugum þekktu vel verk David Stern og hann hafði unnið sér inn gríðarlega virðingu með frábærum verkum. Fráfall hans er því mikil áfall fyrir alla sem tengjast NBA-deildinni sem hefur einnig sést á viðbrögðum leikmanna og annars NBA fólks á samfélagsmiðlum síðustu tvo daga. Það er oft venja að lið tengdum mönnum sem falla frá, spili með sorgarbönd í næsta leik á eftir en NBA-deildin ætlar að stíga mörgum skrefum lengra. The NBA and its 30 teams will honor David Stern with commemorative black bands on player jerseys for the remainder of 2019-20 season. Referees will also wear the special bands on their uniform.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 2, 2020 Öll liðin þrjátíu í NBA-deildinni og dómararnir líka munu spila með sorgarbönd á keppnistreyjum sínum út tímabilið. Það efast enginn um það sem David Stern gerði fyrir NBA-deildina en hann reif hana upp úr miklum erfiðleikum í upphafi níunda áratugsins og gerði hana með hjálp góðra manna að einni vinsælustu deild í heimi. David Stern var fjórði yfirmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en hann tók við 1. febrúar 1984 og lét síðan af störfum 31. janúar 2014. Larry O'Brien var á undan honum en Adam Silver tók við af Stern. David Stern hóf fyrst að vinna fyrir NBA-deildina árið 1978 sem lögmaður hennar en aðeins tveimur árum síðar var hann kominn í valdastöðu innan deildarinnar. Hann var því farinn að hafa mikil áhrif áður en hann gerðist yfirmaður NBA deildarinnar árið 1984. Bandaríkin NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
NBA deildin í körfubolta ætlar að minnast David Stern með afar sérstökum hætti það sem eftir lifir af 2019-20 tímabilinu. David Stern lést 1. janúar en hann náði sér aldrei eftir að hafa orðið fyrir heilablæðingu á veitingahúsi á Manhattan í New York 12. desember. Stern var 77 ára gamall. Allir sem hafa fylgst með eða komið að NBA-deildinni með einhverjum hætti á síðustu áratugum þekktu vel verk David Stern og hann hafði unnið sér inn gríðarlega virðingu með frábærum verkum. Fráfall hans er því mikil áfall fyrir alla sem tengjast NBA-deildinni sem hefur einnig sést á viðbrögðum leikmanna og annars NBA fólks á samfélagsmiðlum síðustu tvo daga. Það er oft venja að lið tengdum mönnum sem falla frá, spili með sorgarbönd í næsta leik á eftir en NBA-deildin ætlar að stíga mörgum skrefum lengra. The NBA and its 30 teams will honor David Stern with commemorative black bands on player jerseys for the remainder of 2019-20 season. Referees will also wear the special bands on their uniform.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 2, 2020 Öll liðin þrjátíu í NBA-deildinni og dómararnir líka munu spila með sorgarbönd á keppnistreyjum sínum út tímabilið. Það efast enginn um það sem David Stern gerði fyrir NBA-deildina en hann reif hana upp úr miklum erfiðleikum í upphafi níunda áratugsins og gerði hana með hjálp góðra manna að einni vinsælustu deild í heimi. David Stern var fjórði yfirmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en hann tók við 1. febrúar 1984 og lét síðan af störfum 31. janúar 2014. Larry O'Brien var á undan honum en Adam Silver tók við af Stern. David Stern hóf fyrst að vinna fyrir NBA-deildina árið 1978 sem lögmaður hennar en aðeins tveimur árum síðar var hann kominn í valdastöðu innan deildarinnar. Hann var því farinn að hafa mikil áhrif áður en hann gerðist yfirmaður NBA deildarinnar árið 1984.
Bandaríkin NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira