Handbolti

Sportpakkinn: Ætlar ekki að sýna á öll spilin gegn Þjóðverjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur og strákarnir í íslenska landsliðinu fara til Þýskalands á morgun.
Guðmundur og strákarnir í íslenska landsliðinu fara til Þýskalands á morgun. vísir/stöð 2

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í fyrsta sinn með alla 19 leikmennina í æfingahópnum fyrir EM 2020 saman á æfingu í dag.

„Við höfum ekki lengri tíma en þetta. Nú þurfum við að bretta upp ermar og koma öllum inn í það sem við höfum verið að gera,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson fyrir æfinguna á Ásvöllum í dag.

„Við höfum æft mjög vel með hluta af liðinu. Við erum komnir vel af stað, sérstaklega hvað varðar varnarleikinn. Þetta er allt á réttri leið.“

Strákarnir halda til Þýskalands á morgun og mæta Þjóðverjum í æfingaleik í Mannheim á laugardaginn. Það er eini æfingaleikur Íslands fyrir EM. Guðmundur segir að íslenska liðið megi ekki sýna á öll spilin í leiknum á laugardaginn.

„Það er klárt mál. Við ætlum ekki að gera það,“ sagði Guðmundur og bætti við að leikurinn gegn Þjóðverjum væri afar mikilvægur.

„Ég vil auðvitað ná hagstæðum úrslitum og við þurfum að máta okkur við svona alvöru lið. Þetta verður erfiður leikur á þeirra heimavelli, 13.000 áhorfendur og uppselt. Það er ómetanlegt því við erum í raun að spila á útivelli í fyrsta leik gegn Dönum á EM. Það er gott að fá generalprufu á móti Þjóðverjum.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Generalprufa gegn Þjóðverjum

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×