Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. janúar 2020 13:30 Ég geng inn í nýtt ár í trú á að um okkur muni leika ferskir vindar og ákefðin til að gera enn betur dvíni ekki heldur haldi og styrki okkur og efli hvar í flokki sem við stöndum. Ég trúi því að samvinna og samstaða gefi okkur mest. Skili okkur bestu niðurstöðunni fyrir sem flesta. Ég trúi því að pólitíkina megi færa nær slíku vinnulagi. Samtalinu. Því víst er að verkefnin verða ærin. Við þurfum að sameina krafta okkar hvar í flokki sem við stöndum til að ná árangri í umhverfismálum, stærsta verkefni samtímans. Vinna að frekari velferð og vellíðan ólíkra hópa og hlúa að manneskjunni sem best við getum. Styrkja grunnstoðirnar okkar enn frekar og efla getuna til þess að bregðast við þegar á móti blæs. Ég trúi á að meta krafta ólíkra einstaklinga að verðleikum þegar markmiðið er að gera betur. Og ekki bara betur heldur sem allra best fyrir sem flesta. Það hlýtur alltaf að vera markmið okkar sem gefum kost á okkur til pólitískra starfa. Burt með einstrengingslegar ákvarðanir sem henta afmörkuðum hópum og horfum fremur til framfara samfélagsins í heild. Þannig langar mig að sjá árið 2020 á hinu pólitíska sviði. Að um leið og við virðum ólíkar skoðanir og hlustum getum við metið saman farsæla niðurstöðu í stað þess að hygla einum fremur en öðrum. Hagsmunirnir liggja í almannahagsmunum fremur en sérhagsmunum. Annars ýtum við undir sundurleitt samfélag, samfélag sem þroskast síður og verður af því að fá að vaxa í þágu einstaklinganna sem sannanlega eru þeir sem skapa samfélagið þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar að þoka málum áfram, sjá afrakstur og árangur þeirra vinnu og málefna sem við stöndum fyrir og því sem við viljum leggja af mörkum fyrir samfélagið. Stóra myndin er alltaf mikilvægari en einstök áætlun sérsniðin að ákveðnum hópi. Þar verðum við sem kjörnir fulltrúar að hafa styrk til að stíga ofar, horfa yfir sviðið og taka utan um alla þætti samfélagsins í þágu almennings. Megi árið verða okkur öllum gleðilegt og gjöfult.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Ég geng inn í nýtt ár í trú á að um okkur muni leika ferskir vindar og ákefðin til að gera enn betur dvíni ekki heldur haldi og styrki okkur og efli hvar í flokki sem við stöndum. Ég trúi því að samvinna og samstaða gefi okkur mest. Skili okkur bestu niðurstöðunni fyrir sem flesta. Ég trúi því að pólitíkina megi færa nær slíku vinnulagi. Samtalinu. Því víst er að verkefnin verða ærin. Við þurfum að sameina krafta okkar hvar í flokki sem við stöndum til að ná árangri í umhverfismálum, stærsta verkefni samtímans. Vinna að frekari velferð og vellíðan ólíkra hópa og hlúa að manneskjunni sem best við getum. Styrkja grunnstoðirnar okkar enn frekar og efla getuna til þess að bregðast við þegar á móti blæs. Ég trúi á að meta krafta ólíkra einstaklinga að verðleikum þegar markmiðið er að gera betur. Og ekki bara betur heldur sem allra best fyrir sem flesta. Það hlýtur alltaf að vera markmið okkar sem gefum kost á okkur til pólitískra starfa. Burt með einstrengingslegar ákvarðanir sem henta afmörkuðum hópum og horfum fremur til framfara samfélagsins í heild. Þannig langar mig að sjá árið 2020 á hinu pólitíska sviði. Að um leið og við virðum ólíkar skoðanir og hlustum getum við metið saman farsæla niðurstöðu í stað þess að hygla einum fremur en öðrum. Hagsmunirnir liggja í almannahagsmunum fremur en sérhagsmunum. Annars ýtum við undir sundurleitt samfélag, samfélag sem þroskast síður og verður af því að fá að vaxa í þágu einstaklinganna sem sannanlega eru þeir sem skapa samfélagið þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar að þoka málum áfram, sjá afrakstur og árangur þeirra vinnu og málefna sem við stöndum fyrir og því sem við viljum leggja af mörkum fyrir samfélagið. Stóra myndin er alltaf mikilvægari en einstök áætlun sérsniðin að ákveðnum hópi. Þar verðum við sem kjörnir fulltrúar að hafa styrk til að stíga ofar, horfa yfir sviðið og taka utan um alla þætti samfélagsins í þágu almennings. Megi árið verða okkur öllum gleðilegt og gjöfult.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar