Pogba þarf að fara í aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 08:30 Paul Pogba í leik með Manchester United í vetur. Getty/ James Baylis Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti það eftir leikinn á móti Arsenal í gær að Poga yrði ekki með liðinu næstu þrjár til fjórar vikur. Paul Pogba er búinn að glíma við ökklameiðsli síðan í september en hann lék ekki með United liðinu frá 30. september til 22. desember. Paul Pogba to have surgery on ankle injury as doubts about his Manchester United future continue to grow | @SamJDeanhttps://t.co/rC1mOTvwlX— Telegraph Football (@TeleFootball) January 1, 2020 Solskjær vildi þó ekki gera of mikið úr aðgerðinni. „Við höfum skoðað þetta vel og þetta er ekkert stórt. Hann þarf samt að láta laga þetta strax,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um aðgerðina. Margir bjuggust við því að Manchester United myndi selja Paul Pogba í janúar en Real Madrid er með hann efst á sínum innkaupalista. Solskjær hefur aftur á mótið haldið því stöðugt fram að Manchester United ætli ekki að selja leikmanninn. Þessi meiðsli Paul Pogba flækja hugsanlega sölu hvort sem er og því má búast við því núna að franski miðjumaðurinn klári þetta tímabil hið minnsta sem leikmaður Manchester United. Paul Pogba hefur spilað samtals átta leiki með Manchester United í öllum keppnum á þessari leiktíð þarf af sjö þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Pogba hefur ekki skorað mark sjálfur en gaf tvær stoðsendingar í fyrsta leiknum á móti Chelsea 11. ágúst síðastliðinn. Frá þeim leik hefur hann ekki komið með beinum hætti að marki hjá United liðinu. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti það eftir leikinn á móti Arsenal í gær að Poga yrði ekki með liðinu næstu þrjár til fjórar vikur. Paul Pogba er búinn að glíma við ökklameiðsli síðan í september en hann lék ekki með United liðinu frá 30. september til 22. desember. Paul Pogba to have surgery on ankle injury as doubts about his Manchester United future continue to grow | @SamJDeanhttps://t.co/rC1mOTvwlX— Telegraph Football (@TeleFootball) January 1, 2020 Solskjær vildi þó ekki gera of mikið úr aðgerðinni. „Við höfum skoðað þetta vel og þetta er ekkert stórt. Hann þarf samt að láta laga þetta strax,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um aðgerðina. Margir bjuggust við því að Manchester United myndi selja Paul Pogba í janúar en Real Madrid er með hann efst á sínum innkaupalista. Solskjær hefur aftur á mótið haldið því stöðugt fram að Manchester United ætli ekki að selja leikmanninn. Þessi meiðsli Paul Pogba flækja hugsanlega sölu hvort sem er og því má búast við því núna að franski miðjumaðurinn klári þetta tímabil hið minnsta sem leikmaður Manchester United. Paul Pogba hefur spilað samtals átta leiki með Manchester United í öllum keppnum á þessari leiktíð þarf af sjö þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Pogba hefur ekki skorað mark sjálfur en gaf tvær stoðsendingar í fyrsta leiknum á móti Chelsea 11. ágúst síðastliðinn. Frá þeim leik hefur hann ekki komið með beinum hætti að marki hjá United liðinu.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira