Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 23:49 Pompeo hætti við ferð sína til Úkraínu vegna árásar á sendiráð Bandaríkjanna í Írak. getty/Alex Wong Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Pompeo átti að koma til Úkraínu seint á morgun í fyrstu heimsókn sinni til landsins en þar á eftir átti hann að fara til Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Úsbekistan og Kýpur. Hann frestaði ferðinni til að geta fylgst með aðstæðunum í Írak eftir að vígamenn, sem sagðir eru studdir af stjórnvöldin í Íran,réðust á sendiráð Bandaríkjanna og til að tryggja öryggi Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þetta kom fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu í dag. Þar sagði að fundinn yrði nýr tími fyrir heimsóknirnar eins fljótt og hægt er. Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu.getty/Sean Gallup Vígamennirnir yfirgáfu sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í dag eftir að hafa haldið þar til í tvo daga og tekist á við bandarískar öryggissveitir. Bandaríkin sendu hundraði auka hermanna til Mið-Austurlanda til að auka öryggi á svæðinu eftir árásina. Pompeo átti að hitta úkraínska forsetann, Volodymyr Zelenskiy í Kænugarði. Símtal Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Zelenskiy sem vakti mikla reiði varð til þess að bandaríska þingið hóf rannsókn á málinu sem varð til þess að Trump var ákærður fyrir embættisbrot. Í símtalinu þrýsti Trump á Zelenskiy að rannsaka mögulegan mótherja Trumps í forsetakosningunum 2020, Joe Biden, og son hans Hunter og þá kenningu, sem nú hefur verið afsönnuð, að Demókratar hafi með hjálp Úkraínu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Pompeo ætlaði líka að hitta trúarleiðtoga, viðskiptamenn og sveitarstjórnarmenn til að ræða mannréttindi, fjárfestingar og umbætur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Bandaríkin Írak Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12 Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Pompeo átti að koma til Úkraínu seint á morgun í fyrstu heimsókn sinni til landsins en þar á eftir átti hann að fara til Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Úsbekistan og Kýpur. Hann frestaði ferðinni til að geta fylgst með aðstæðunum í Írak eftir að vígamenn, sem sagðir eru studdir af stjórnvöldin í Íran,réðust á sendiráð Bandaríkjanna og til að tryggja öryggi Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þetta kom fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu í dag. Þar sagði að fundinn yrði nýr tími fyrir heimsóknirnar eins fljótt og hægt er. Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu.getty/Sean Gallup Vígamennirnir yfirgáfu sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í dag eftir að hafa haldið þar til í tvo daga og tekist á við bandarískar öryggissveitir. Bandaríkin sendu hundraði auka hermanna til Mið-Austurlanda til að auka öryggi á svæðinu eftir árásina. Pompeo átti að hitta úkraínska forsetann, Volodymyr Zelenskiy í Kænugarði. Símtal Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Zelenskiy sem vakti mikla reiði varð til þess að bandaríska þingið hóf rannsókn á málinu sem varð til þess að Trump var ákærður fyrir embættisbrot. Í símtalinu þrýsti Trump á Zelenskiy að rannsaka mögulegan mótherja Trumps í forsetakosningunum 2020, Joe Biden, og son hans Hunter og þá kenningu, sem nú hefur verið afsönnuð, að Demókratar hafi með hjálp Úkraínu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Pompeo ætlaði líka að hitta trúarleiðtoga, viðskiptamenn og sveitarstjórnarmenn til að ræða mannréttindi, fjárfestingar og umbætur í stjórnmálum og efnahagsmálum.
Bandaríkin Írak Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12 Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12
Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39
Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25