Fyrsta barn ársins er drengur fæddur á Landspítalanum klukkan 02:19 í nótt og hefur hann fengið nafnið Emil Rafn, sem merkir iðinn og vingjarnlegur. Foreldrarnir eru þau Berglind Bjarnadóttir og Stefán Halldór Jónsson sem fyrir eiga börnin Stellu Björt fædda 2013 og Grétar Loga fæddan 2018.
Emil Rafn mældist 24 merkur og 59 sentímetrar og er hann á vökudeildinni að jafna sig. Í samtali við fréttastofu segja foreldrarnir að ekki hafi annað komið til greina en að hann fengi nafn strax, enda drengurinn of stór til að kalla hann Lilla. Það kæmi þeim Berglindi og Stefáni ekki á óvart að Emil Rafn verði ekki aðeins fyrsta barn ársins heldur mögulega stærsta barn ársins líka.
Innlent