Heiðarlegra að tala um lokun landsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 16:30 Starfsmenn ferðaþjónustunnar óttast að það fækki aftur í Leifsstöð frá og með næsta miðvikudegi þegar nýju reglurnar taka gildi. vísir/vilhelm Þungt hljóð er í íslenskri ferðaþjónustu þessa stundina eftir að ný útfærsla á landamæraskimun var kynnt til sögunnar í dag. Frá og með næsta miðvikudegi skulu öll sem koma til Íslands fara í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví. Ferðaþjónustan telur kvaðirnar samsvara því að landinu hafi verið lokað aftur fyrir ferðamönnum. Fáum hugnist að koma hingað til lands til þess eins að loka sig af í fjóra til fimm daga. Þau sem láta sig málið varða í Baklandi ferðaþjónustunnar, þar sem málefni greinarinnar eru rædd á Facebook, eru þannig á einu máli um að ákvörðunin sé áfall. Eftir að komum ferðamanna hafði farið að fjölga aftur frá 15. júní, þegar farið var að skima á landamærunum, sé viðbúið að straumurinn stoppi í næstu viku þegar nýju kvaðirnar taka gildi. „Þetta er svakalegt högg,“ segir einn og annar talar um „hrikalegt ástand.“ Pétur Óskarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtæksins Katla-DMI, getur ekki leynt vonbrigðum sínum með stjórnvöld. „Það var búið að segja að framhaldið myndi byggja á reynslu og þekkingu síðustu vikna. Nú virðist óttinn hafa náð yfirhöndinni,“ segir Pétur. Óðinn Kári Karlsson segir ljóst að enginn ferðamaður muni sækjast eftir ferðum hingað úr þessu. „Það væri miklu einfaldara fyrir alla ef stjórnvöld segðu bara að landinu væri lokað,“ segir Óðinn og Sverrir Herbertsson hjá gistiheimilinu á Flúðum er sama sinnis: „Það er verið að loka ferðaþjónustunni. Skimun og svo 4-5 daga sóttkví og aftur skimun? Það verða 100% afbókanir.“ Uppsagnir framundan Þeir eru ekki einir um þessa skoðun. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ljóst að ferðamenn komin ekki til landsins til að sitja í sóttkví. „Það er búið að loka íslenskri ferðaþjónustu, það er bara þannig,“ segir Jóhannes í samtali við mbl. Hann gerir ekki ráð fyrir öðru en afbókanir fari að hrúgast inn á næstu mínútum. Að sama skapi telur Jóhannes ljóst að sóttvarnasjónarmið hafi ein ráðið för og ekki hafi verið tekið mið af hinum hagrænu. Viðbúið sé að vandi fyrirtækja muni aukast og fleirum verði sagt upp. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, telur landinu hafa verið lokað.VÍSIR/ARNAR Eitt lokaðasta land í Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þó á fundi dagsins að hagfræðileg greining sem gerð hefur verið beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana. Þá leggur stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann orð í belg og teflir fram alþjóðlegum samanburði. „Landinu lokað. Kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á milli er jú eiginleg lokun. Ísland verður því líkast til á meðal allra lokuðustu landa í vestur Evrópu,“ skrifar Eiríkur. Mannréttindi eru honum jafnframt hugfólgin. „Sjálfum þykir mér áhugaverðast hversu umræðulítið er hægt að víkja frá almennum mannréttindum á borð við ferðafrelsi. Vísað er til álitaefna hvað varðar heilbrigði og hagmál en einstaklingsbundin mannréttindi, svo sem frelsi fólks, er varla nefnt. Umhugsunarvert allavega.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Þungt hljóð er í íslenskri ferðaþjónustu þessa stundina eftir að ný útfærsla á landamæraskimun var kynnt til sögunnar í dag. Frá og með næsta miðvikudegi skulu öll sem koma til Íslands fara í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví. Ferðaþjónustan telur kvaðirnar samsvara því að landinu hafi verið lokað aftur fyrir ferðamönnum. Fáum hugnist að koma hingað til lands til þess eins að loka sig af í fjóra til fimm daga. Þau sem láta sig málið varða í Baklandi ferðaþjónustunnar, þar sem málefni greinarinnar eru rædd á Facebook, eru þannig á einu máli um að ákvörðunin sé áfall. Eftir að komum ferðamanna hafði farið að fjölga aftur frá 15. júní, þegar farið var að skima á landamærunum, sé viðbúið að straumurinn stoppi í næstu viku þegar nýju kvaðirnar taka gildi. „Þetta er svakalegt högg,“ segir einn og annar talar um „hrikalegt ástand.“ Pétur Óskarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtæksins Katla-DMI, getur ekki leynt vonbrigðum sínum með stjórnvöld. „Það var búið að segja að framhaldið myndi byggja á reynslu og þekkingu síðustu vikna. Nú virðist óttinn hafa náð yfirhöndinni,“ segir Pétur. Óðinn Kári Karlsson segir ljóst að enginn ferðamaður muni sækjast eftir ferðum hingað úr þessu. „Það væri miklu einfaldara fyrir alla ef stjórnvöld segðu bara að landinu væri lokað,“ segir Óðinn og Sverrir Herbertsson hjá gistiheimilinu á Flúðum er sama sinnis: „Það er verið að loka ferðaþjónustunni. Skimun og svo 4-5 daga sóttkví og aftur skimun? Það verða 100% afbókanir.“ Uppsagnir framundan Þeir eru ekki einir um þessa skoðun. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ljóst að ferðamenn komin ekki til landsins til að sitja í sóttkví. „Það er búið að loka íslenskri ferðaþjónustu, það er bara þannig,“ segir Jóhannes í samtali við mbl. Hann gerir ekki ráð fyrir öðru en afbókanir fari að hrúgast inn á næstu mínútum. Að sama skapi telur Jóhannes ljóst að sóttvarnasjónarmið hafi ein ráðið för og ekki hafi verið tekið mið af hinum hagrænu. Viðbúið sé að vandi fyrirtækja muni aukast og fleirum verði sagt upp. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, telur landinu hafa verið lokað.VÍSIR/ARNAR Eitt lokaðasta land í Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þó á fundi dagsins að hagfræðileg greining sem gerð hefur verið beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana. Þá leggur stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann orð í belg og teflir fram alþjóðlegum samanburði. „Landinu lokað. Kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á milli er jú eiginleg lokun. Ísland verður því líkast til á meðal allra lokuðustu landa í vestur Evrópu,“ skrifar Eiríkur. Mannréttindi eru honum jafnframt hugfólgin. „Sjálfum þykir mér áhugaverðast hversu umræðulítið er hægt að víkja frá almennum mannréttindum á borð við ferðafrelsi. Vísað er til álitaefna hvað varðar heilbrigði og hagmál en einstaklingsbundin mannréttindi, svo sem frelsi fólks, er varla nefnt. Umhugsunarvert allavega.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira