Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 23:15 Mahomes (15) fer sáttur að sofa í nótt. Vísir/Getty Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Leikurinn byrjaði þó nokkuð brösuglega hjá Chiefs en Titans komust í 10-0 í fyrsta leikhluta. Chiefs náðu inn snertimarki áður en Dennis Kelly skoraði sögulegt snertimark fyrir Titans. Hann varð þar með þyngsti leikmaður í sögu NFL til að skora snerti mark en hann er skráður 321 pund eða 145 kílógrömm. Staðan því 17-7 Titans í vil þegar fyrsta leikhluta lauk. Í öðrum leikhluta tók Mahomes til sinna ráða en fyrst henti hann fyrir snertimarki þegar Tyreek Hill greip sendingu frá honum og svo undir lok leikhlutans skoraði Mahomes sjálfur hreint út sagt ótrúlegt snertimark. MAHOMES MAGIC (via @NFL) pic.twitter.com/4SaZOCOoht — ESPN (@espn) January 19, 2020 Staðan því 21-14 Chiefs í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Chiefs bættu í forystuna í þriðja leikhluta með snertimarki og staðan því 28-14 fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Þeir gerðu nánast út um leikinn strax í upphafi síðasta fjórðungs þegar Mahomes átti magnaða sendingu sem Damian Williams gat ekki annað en gripið. Staðan orðin 35-14 og leikurinn svo gott sem búinn. MAHOMES IS A CHEAT CODE! pic.twitter.com/RnY3CNxkxo— Complex Sports (@ComplexSports) January 19, 2020 Titans tókst að minnka muninn í 35-24 en nær komust þeir ekki og Chiefs því komnir í leikinn um Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár eða síðan 1970. Alls kastaði Mahomes fyrir þremur snertimörkum ásamt því að ná einu sjálfur. Síðar í nótt mætast svo Green Bay Packers og San Francisco 49ers. NFL Ofurskálin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Leikurinn byrjaði þó nokkuð brösuglega hjá Chiefs en Titans komust í 10-0 í fyrsta leikhluta. Chiefs náðu inn snertimarki áður en Dennis Kelly skoraði sögulegt snertimark fyrir Titans. Hann varð þar með þyngsti leikmaður í sögu NFL til að skora snerti mark en hann er skráður 321 pund eða 145 kílógrömm. Staðan því 17-7 Titans í vil þegar fyrsta leikhluta lauk. Í öðrum leikhluta tók Mahomes til sinna ráða en fyrst henti hann fyrir snertimarki þegar Tyreek Hill greip sendingu frá honum og svo undir lok leikhlutans skoraði Mahomes sjálfur hreint út sagt ótrúlegt snertimark. MAHOMES MAGIC (via @NFL) pic.twitter.com/4SaZOCOoht — ESPN (@espn) January 19, 2020 Staðan því 21-14 Chiefs í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Chiefs bættu í forystuna í þriðja leikhluta með snertimarki og staðan því 28-14 fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Þeir gerðu nánast út um leikinn strax í upphafi síðasta fjórðungs þegar Mahomes átti magnaða sendingu sem Damian Williams gat ekki annað en gripið. Staðan orðin 35-14 og leikurinn svo gott sem búinn. MAHOMES IS A CHEAT CODE! pic.twitter.com/RnY3CNxkxo— Complex Sports (@ComplexSports) January 19, 2020 Titans tókst að minnka muninn í 35-24 en nær komust þeir ekki og Chiefs því komnir í leikinn um Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár eða síðan 1970. Alls kastaði Mahomes fyrir þremur snertimörkum ásamt því að ná einu sjálfur. Síðar í nótt mætast svo Green Bay Packers og San Francisco 49ers.
NFL Ofurskálin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira