Eldri borgarar eiga að borða allt sem þeim finnst gott og nóg af próteini Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2020 19:15 Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur, sem býr í Hveragerði og kannar meðal annars í doktorsverkefni sínu næringarástand eldra fólks, sem útskrifast af Landsspítalanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur í Hveragerði hefur komist að því að eldra fólk, sem útskrifast af Landspítalanum er oftar en ekki vannært og versni eftir að það kemur heim. Þá fari fólk í ruglástand sé það ekki duglegt að drekka.Doktorsverkefni Berglindar Soffíu Ásbjörnsdóttir Blöndal í Hveragerði gengur út á að kanna með næringarástands eldra fólks, sem hefur lengið inn á Landspítalanum og kanna næringarástand þess. Fólkið fær næringarmeðferð og sérstakan orku og próteinbættan mat, sem Berglind Soffía gefur þeim í sex mánuði og fer með heim til þeirra. Um er að ræða 135 þátttakendur.Berglind Soffía hefur komist að því að fólk er vannært.„Já í mastersverkefninu mínu skoðuðum við hver staðan væri á fólki sem lá inn á Landsspítalanum og færi svo heim. Við skoðuðum viku eftir útskrift og tveimur vikum eftir útskrift og þar voru sláandi niðurstöður. Það voru allir vannærðir og versnuðu eftir að þeir komust heim“, segir Berglind og bætir við. „Með auknum aldri þá hverfur eða minnkar matarlystinni og þorstatilfinning og bragðlaukarnir breytast“.Þá hafi sýnt sig að þegar fólk hefur misst maka sinn, er eitt eftir, þá hefur það ekki mikinn áhuga á að elda eða standa í matseld. Því sé mjög mikilvægt að hvetja fólk til að vera duglegt að borða og drekka og koma með alls konar hugmyndir um hollt og gott fæði. Berglind Soffía leggur mikla áherslu á að fólk, sérstaklega eldra fólk, sé duglegt að drekka.„Já, þar er allur vökvi þar með talinn, hafa alltaf vatnsglas við höndina eða djúsglas eða annað sem fólki þykir gott að drekka af því að maður getur farið í ruglástand ef maður verður þurr því þá koma ójafnvægi á sölt líkamans“. Berglind Soffía fer með mat heim til 135 eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, sem eru með henni í verkefninu og sér til þess að það fái hollan og næringaríkan mat í sex mánuði. Hún er í samstarfi við MS, SS og Grím kokk í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig á draumamatseðil eldra fólk að líta út að mati Berglindar Soffíu? „Bara allt sem manni finnst gott og nóg af próteini. Það er oft að fólk er ekki nægilega duglegt að borða prótein en það er í formi fisks, kjöts, kjúklings, egg og slíks, sem veitir mesta próteinið. Vera duglegt að borða það og hafa góða sósu með því, ekki að vera að einblína á kartöflur og grænmeti, það er bara svo lítil orka í því“, segir Berglind. Eldri borgarar Hveragerði Matur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur í Hveragerði hefur komist að því að eldra fólk, sem útskrifast af Landspítalanum er oftar en ekki vannært og versni eftir að það kemur heim. Þá fari fólk í ruglástand sé það ekki duglegt að drekka.Doktorsverkefni Berglindar Soffíu Ásbjörnsdóttir Blöndal í Hveragerði gengur út á að kanna með næringarástands eldra fólks, sem hefur lengið inn á Landspítalanum og kanna næringarástand þess. Fólkið fær næringarmeðferð og sérstakan orku og próteinbættan mat, sem Berglind Soffía gefur þeim í sex mánuði og fer með heim til þeirra. Um er að ræða 135 þátttakendur.Berglind Soffía hefur komist að því að fólk er vannært.„Já í mastersverkefninu mínu skoðuðum við hver staðan væri á fólki sem lá inn á Landsspítalanum og færi svo heim. Við skoðuðum viku eftir útskrift og tveimur vikum eftir útskrift og þar voru sláandi niðurstöður. Það voru allir vannærðir og versnuðu eftir að þeir komust heim“, segir Berglind og bætir við. „Með auknum aldri þá hverfur eða minnkar matarlystinni og þorstatilfinning og bragðlaukarnir breytast“.Þá hafi sýnt sig að þegar fólk hefur misst maka sinn, er eitt eftir, þá hefur það ekki mikinn áhuga á að elda eða standa í matseld. Því sé mjög mikilvægt að hvetja fólk til að vera duglegt að borða og drekka og koma með alls konar hugmyndir um hollt og gott fæði. Berglind Soffía leggur mikla áherslu á að fólk, sérstaklega eldra fólk, sé duglegt að drekka.„Já, þar er allur vökvi þar með talinn, hafa alltaf vatnsglas við höndina eða djúsglas eða annað sem fólki þykir gott að drekka af því að maður getur farið í ruglástand ef maður verður þurr því þá koma ójafnvægi á sölt líkamans“. Berglind Soffía fer með mat heim til 135 eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, sem eru með henni í verkefninu og sér til þess að það fái hollan og næringaríkan mat í sex mánuði. Hún er í samstarfi við MS, SS og Grím kokk í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig á draumamatseðil eldra fólk að líta út að mati Berglindar Soffíu? „Bara allt sem manni finnst gott og nóg af próteini. Það er oft að fólk er ekki nægilega duglegt að borða prótein en það er í formi fisks, kjöts, kjúklings, egg og slíks, sem veitir mesta próteinið. Vera duglegt að borða það og hafa góða sósu með því, ekki að vera að einblína á kartöflur og grænmeti, það er bara svo lítil orka í því“, segir Berglind.
Eldri borgarar Hveragerði Matur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira