Van Dijk maður leiksins i sigri Liverpool gegn Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 18:45 Van Dijk var frábær í hjarta varnarinnar hjá Liverpool í dag. Getty/Vísir Topplið Liverpool fór illa með erkifjendur sína frá Manchester-borg í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Úrslitin komu þó engum á óvart þar sem Liverpool hefur verið óstöðvandi í vetur á meðan Manchester United hefur munað fífil sinn fegurri. Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn. Van Dijk skoraði fyrra mark leiksins og var eins og klettur í vörn heimamanna. Þá skoraði Salah sitt fyrsta mark gegn Manchester United undir lok leiks ásamt því að valda usla nær allan leikinn. Gestirnir voru án þriggja af sínum sterkustu leikmönnum sínum en þeir Scott McTominay, Paul Pogba og Marcus Rashford voru allir frá vegna meiðsla í dag og verða líklega næstu vikur eða mánuði. Man Utd stillti upp í svipuðu leikkerfi og í fyrri leik liðanna en Ole Gunnar Solskjær byrjaði með fimma manna vörn, þrjá á miðjunni og tvo frammi. Á meðan var Liverpool í sínu hefðbundna 4-3-3 kerfi og ljóst að þeir breyta því leikkerfi ekkert á næstunni miðað við framgöngu þeirra á leiktíðinni til þessa. Alls fengu níu leikmenn Liverpool einkunn uppá sjö eða meira en hjá Manchester United voru aðeins tveir leikmenn með svipaða einkunn. Brasilíski miðjumaðurinn Fred, sem hefur fengið mikla gagnrýni frá því hann kom til Man Utd, var langbesti leikmaður þeirra í dag en það dugði ekki til.Einkunnir Liverpool Alisson - 7.8 Trent Alexander-Arnold - 7.5 Virgil Van Dijk - 8.5 (Maður leiksins) Joe Gomez - 7.3 Andy Robertson - 6.7 Gini Wijnaldum - 7.3 Jordan Henderson - 7,7 Alex Oxlade-Chamberlain - 7.3 Mo Salah - 7.8 Sadio Mané - 6.5 Roberto Firmino - 7.6Einkunnir Manchester United David De Gea - 6.4 Wan-Bissaka - 7.0 Victor Lindelöf - 6.3 Harry Maguire - 6.6 Luke Shaw - 6.9 Brandon Williams - 6.3 Nemanja Matic - 6.2 Fred - 7.4 Andreas Pereira - 6.2 Daniel James - 5.9 Anthony Martial - 6.1 Enski boltinn Tengdar fréttir Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30 Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Topplið Liverpool fór illa með erkifjendur sína frá Manchester-borg í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Úrslitin komu þó engum á óvart þar sem Liverpool hefur verið óstöðvandi í vetur á meðan Manchester United hefur munað fífil sinn fegurri. Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn. Van Dijk skoraði fyrra mark leiksins og var eins og klettur í vörn heimamanna. Þá skoraði Salah sitt fyrsta mark gegn Manchester United undir lok leiks ásamt því að valda usla nær allan leikinn. Gestirnir voru án þriggja af sínum sterkustu leikmönnum sínum en þeir Scott McTominay, Paul Pogba og Marcus Rashford voru allir frá vegna meiðsla í dag og verða líklega næstu vikur eða mánuði. Man Utd stillti upp í svipuðu leikkerfi og í fyrri leik liðanna en Ole Gunnar Solskjær byrjaði með fimma manna vörn, þrjá á miðjunni og tvo frammi. Á meðan var Liverpool í sínu hefðbundna 4-3-3 kerfi og ljóst að þeir breyta því leikkerfi ekkert á næstunni miðað við framgöngu þeirra á leiktíðinni til þessa. Alls fengu níu leikmenn Liverpool einkunn uppá sjö eða meira en hjá Manchester United voru aðeins tveir leikmenn með svipaða einkunn. Brasilíski miðjumaðurinn Fred, sem hefur fengið mikla gagnrýni frá því hann kom til Man Utd, var langbesti leikmaður þeirra í dag en það dugði ekki til.Einkunnir Liverpool Alisson - 7.8 Trent Alexander-Arnold - 7.5 Virgil Van Dijk - 8.5 (Maður leiksins) Joe Gomez - 7.3 Andy Robertson - 6.7 Gini Wijnaldum - 7.3 Jordan Henderson - 7,7 Alex Oxlade-Chamberlain - 7.3 Mo Salah - 7.8 Sadio Mané - 6.5 Roberto Firmino - 7.6Einkunnir Manchester United David De Gea - 6.4 Wan-Bissaka - 7.0 Victor Lindelöf - 6.3 Harry Maguire - 6.6 Luke Shaw - 6.9 Brandon Williams - 6.3 Nemanja Matic - 6.2 Fred - 7.4 Andreas Pereira - 6.2 Daniel James - 5.9 Anthony Martial - 6.1
Enski boltinn Tengdar fréttir Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30 Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30
Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30