Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 07:52 Búast má við darraðardans á Bandaríkjaþingi í vikunni þegar réttarhöld yfir Trump forseta hefjast. Vísir/EPA Umsjónarmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með kærunni á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot segja að framferði Trump hafi verið „versta martröð“ stofnenda Bandaríkjanna. Lögfræðingar Hvíta hússins fullyrða á móti að kærurnar séu „ólöglegar“ og „árás á lýðræðið“. Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefja réttarhöld yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota á þriðjudag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misnota vald sitt í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld og að hindra rannsókn þingsins á því. Í greinargerð sem fulltrúadeildarþingmenn demókrata lögðu fram í gær sökuðu þeir Trump um að hafa brugðist trausti almennings. Hann hafi notað vald sitt sem forseti til að þrýsta á erlenda ríkisstjórn að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og það hafi hann gert í eiginhagsmunaskyni. Trump hafi svo reynt að hylma yfir það með því að leggja stein í götu rannsóknar þingsins. Trump og samverkamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Embættismenn sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar töldu að í því skyni hafi Trump meðal annars látið stöðva hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu tímabundið. Segja kæruna reyna að snúa við úrslitum kosninga Lögfræðingar Hvíta hússins brugðust hart við kærunni fyrir embættisbrot í þeirra eigin greinargerð. Trump forseti neiti „afdráttarlaust og tvímælalaust“ sök. Kæran væri „hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar til að velja sér eigin forseta frjáls“. „Þetta er óforskömmuð og ólögleg tilraun til að snúa við úrslitum kosninganna árið 2016 og til afskipta af kosningunum 2020 sem nú eru aðeins nokkrir mánuðir í,“ sagði í greinargerð Trump. Búist er við því að Trump leggi fram nýja og ítarlegri greinargerð á morgun og að fulltrúadeildin svari hennar á þriðjudag. Fram að þessu hafa Trump og Hvíta húsið ekki gefið út eigin lýsingu á atburðunum sem leiddu til þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot. Þess í stöð hafa þau lagt áherslu á að kæruferlið bryti gegn stjórnarskrá og rannsóknin væri hlutdræg gegn forsetanum. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í öldungadeildinni, og demókratar hafa deilt um hvort vitni verði kölluð fyrir í réttarhöldunum. Demókratar krefjast þess meðal annars að embættismenn sem Trump forseti kom í veg fyrir að bæru vitni í rannsókninni komi fyrir þingið en repúblikanar eru taldir vilja sýkna Trump og ljúka réttarhöldunum fljótt. Tilkynnt var í gær að Kenneth Starr, saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, áður en hann var kærður fyrir embættisbrot, og Alan Dershowitz, lögmaður Jeffrey Epstein og OJ Simpson, yrðu hluti af lögfræðiteymi Trump í réttarhöldunum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Umsjónarmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með kærunni á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot segja að framferði Trump hafi verið „versta martröð“ stofnenda Bandaríkjanna. Lögfræðingar Hvíta hússins fullyrða á móti að kærurnar séu „ólöglegar“ og „árás á lýðræðið“. Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefja réttarhöld yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota á þriðjudag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misnota vald sitt í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld og að hindra rannsókn þingsins á því. Í greinargerð sem fulltrúadeildarþingmenn demókrata lögðu fram í gær sökuðu þeir Trump um að hafa brugðist trausti almennings. Hann hafi notað vald sitt sem forseti til að þrýsta á erlenda ríkisstjórn að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og það hafi hann gert í eiginhagsmunaskyni. Trump hafi svo reynt að hylma yfir það með því að leggja stein í götu rannsóknar þingsins. Trump og samverkamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Embættismenn sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar töldu að í því skyni hafi Trump meðal annars látið stöðva hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu tímabundið. Segja kæruna reyna að snúa við úrslitum kosninga Lögfræðingar Hvíta hússins brugðust hart við kærunni fyrir embættisbrot í þeirra eigin greinargerð. Trump forseti neiti „afdráttarlaust og tvímælalaust“ sök. Kæran væri „hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar til að velja sér eigin forseta frjáls“. „Þetta er óforskömmuð og ólögleg tilraun til að snúa við úrslitum kosninganna árið 2016 og til afskipta af kosningunum 2020 sem nú eru aðeins nokkrir mánuðir í,“ sagði í greinargerð Trump. Búist er við því að Trump leggi fram nýja og ítarlegri greinargerð á morgun og að fulltrúadeildin svari hennar á þriðjudag. Fram að þessu hafa Trump og Hvíta húsið ekki gefið út eigin lýsingu á atburðunum sem leiddu til þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot. Þess í stöð hafa þau lagt áherslu á að kæruferlið bryti gegn stjórnarskrá og rannsóknin væri hlutdræg gegn forsetanum. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í öldungadeildinni, og demókratar hafa deilt um hvort vitni verði kölluð fyrir í réttarhöldunum. Demókratar krefjast þess meðal annars að embættismenn sem Trump forseti kom í veg fyrir að bæru vitni í rannsókninni komi fyrir þingið en repúblikanar eru taldir vilja sýkna Trump og ljúka réttarhöldunum fljótt. Tilkynnt var í gær að Kenneth Starr, saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, áður en hann var kærður fyrir embættisbrot, og Alan Dershowitz, lögmaður Jeffrey Epstein og OJ Simpson, yrðu hluti af lögfræðiteymi Trump í réttarhöldunum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45
Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41
Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04
Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent