Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 18:08 Frá vettvangi slyssins við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Þórður Grétarsson Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand í dag eru annars vegar frá Frakklandi og hins vegar Suður-Kóreu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi og eru báðar þyrlurnar nú lentar. Svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 14 í dag við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð, veginum lokað og þyrlur sendar á vettvang. Grímur Hergeirsson settur lögreglustjóri á Suðurlandi hafði ekki upplýsingar um það hvort einhver hinna alvarlega slösuðu væri í lífshættu. Þá er nú unnið að því að varpa ljósi á aðdraganda og ástæður slyssins en Grímur segir að skyggni hafi virst þokkalegt á vettvangi. Hálka hafi hins vegar verið töluvert en ekki er vitað hvort um framúrakstur hafi verið að ræða. „Það er allt sem bendir til þess að bílarnir hafi verið að koma úr gagnstæðum áttum og hinn farið yfir á öfugan vegarhelming og þeir lent í mjög hörðum árekstri, „front-front“-árekstri,“ segir Grímur en leggur þó áherslu á að ekkert sé alveg ljóst í þessum efnum. Tekið á móti slösuðum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvogi í dag.Stöð 2 Alls voru níu ferðamenn í bílunum tveimur, annars vegar frá Suður-Kóreu og hins vegar frá Frakklandi. Fjórir eru alvarlega slasaðir og þar af þrjú börn á aldrinum fimm til tíu ára. Grímur segir að öll börnin hafi verið í öðrum bílnum en hann hafði ekki fengið staðfest hvort þau séu frönsk eða suður-kóresk. „Við höfum verið í sambandi við sendiráðin og ræðismenn þessara þjóða,“ segir Grímur. Börnin voru flutt með annarri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi, ásamt einstaklingi sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Einn fullorðinn einstaklingur slasaðist einnig alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann. Tveir eru minna slasaðir og voru fluttir á sjúkrahús í sjúkrabílum. Viðbragðsaðilar voru enn á vettvangi slyssins nú um klukkan sex. Ekki var búið að draga bílana af vettvangi en Grímur gerir ráð fyrir að þeir verði fluttir fljótlega í hús. Þá segir hann vinnu á slysstað munu halda áfram inn í kvöldið en reynt verði að ljúka henni sem fyrst. Nánar verður fjallað um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu. Slysið varð við Háöldukvísl á Skeiðarársandi.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand í dag eru annars vegar frá Frakklandi og hins vegar Suður-Kóreu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi og eru báðar þyrlurnar nú lentar. Svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 14 í dag við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð, veginum lokað og þyrlur sendar á vettvang. Grímur Hergeirsson settur lögreglustjóri á Suðurlandi hafði ekki upplýsingar um það hvort einhver hinna alvarlega slösuðu væri í lífshættu. Þá er nú unnið að því að varpa ljósi á aðdraganda og ástæður slyssins en Grímur segir að skyggni hafi virst þokkalegt á vettvangi. Hálka hafi hins vegar verið töluvert en ekki er vitað hvort um framúrakstur hafi verið að ræða. „Það er allt sem bendir til þess að bílarnir hafi verið að koma úr gagnstæðum áttum og hinn farið yfir á öfugan vegarhelming og þeir lent í mjög hörðum árekstri, „front-front“-árekstri,“ segir Grímur en leggur þó áherslu á að ekkert sé alveg ljóst í þessum efnum. Tekið á móti slösuðum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvogi í dag.Stöð 2 Alls voru níu ferðamenn í bílunum tveimur, annars vegar frá Suður-Kóreu og hins vegar frá Frakklandi. Fjórir eru alvarlega slasaðir og þar af þrjú börn á aldrinum fimm til tíu ára. Grímur segir að öll börnin hafi verið í öðrum bílnum en hann hafði ekki fengið staðfest hvort þau séu frönsk eða suður-kóresk. „Við höfum verið í sambandi við sendiráðin og ræðismenn þessara þjóða,“ segir Grímur. Börnin voru flutt með annarri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi, ásamt einstaklingi sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Einn fullorðinn einstaklingur slasaðist einnig alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann. Tveir eru minna slasaðir og voru fluttir á sjúkrahús í sjúkrabílum. Viðbragðsaðilar voru enn á vettvangi slyssins nú um klukkan sex. Ekki var búið að draga bílana af vettvangi en Grímur gerir ráð fyrir að þeir verði fluttir fljótlega í hús. Þá segir hann vinnu á slysstað munu halda áfram inn í kvöldið en reynt verði að ljúka henni sem fyrst. Nánar verður fjallað um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu. Slysið varð við Háöldukvísl á Skeiðarársandi.VÍSIR/LANDMÆLINGAR
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent