Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 17. janúar 2020 14:12 Slysið varð á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Vísir/Vilhelm Þrjú börn á aldrinum 5 til 10 ára eru alvarlega slösuð eftir árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann rétt fyrir klukkan 16 og mun þyrlan lenda í Fossvogi skömmu fyrir klukkan 17. Með börnunum í fylgd í þyrlunni var einstaklingur sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Auk þess slasaðist einn fullorðinn einstaklingur alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann sem líka var kölluð út vegna slyssins eftir klukkan 16. Alls voru níu manns í bílunum tveimur, allt erlendir ferðamenn. Tveir eru minna slasaðir og þrír sluppu án teljandi meiðsla. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð og veginum lokað. Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi er hált og hvasst á vettvangi. Vegurinn er lokaður. Með fyrri þyrlu Gæslunnar fóru tveir læknar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og með þeirri seinni greiningarteymi frá Landspítalnum auk tveggja bráðatækna frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitir á Suðurlandi voru einnig kallaðar út eins og venja er þegar hópslysaáætlun er. Þá hefur samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verið virkjuð sem og aðgerðastjórn á Suðurlandi. Viðbúnaður er á Landspítalanum vegna slyssins sem er samkvæmt upplýsingum þaðan fullfær um að taka á móti hinum slösuðu. Þegar er hafinn undirbúningur þar og verða allir kallaðir til sem þurfa þykir. Þá mun Rauði krossinn bjóða upp á sálrænan stuðning fyrir þá sem komu fyrst að slysinu. Það var rúta sem kom fyrst að og er fólkið sem var í henni á leiðinni á Kirkjubæjarklaustur þar sem þau munu hitta sjálfboðaliða RKÍ. Fréttin var uppfærð klukkan 16:37. Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Þrjú börn á aldrinum 5 til 10 ára eru alvarlega slösuð eftir árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann rétt fyrir klukkan 16 og mun þyrlan lenda í Fossvogi skömmu fyrir klukkan 17. Með börnunum í fylgd í þyrlunni var einstaklingur sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Auk þess slasaðist einn fullorðinn einstaklingur alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann sem líka var kölluð út vegna slyssins eftir klukkan 16. Alls voru níu manns í bílunum tveimur, allt erlendir ferðamenn. Tveir eru minna slasaðir og þrír sluppu án teljandi meiðsla. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð og veginum lokað. Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi er hált og hvasst á vettvangi. Vegurinn er lokaður. Með fyrri þyrlu Gæslunnar fóru tveir læknar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og með þeirri seinni greiningarteymi frá Landspítalnum auk tveggja bráðatækna frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitir á Suðurlandi voru einnig kallaðar út eins og venja er þegar hópslysaáætlun er. Þá hefur samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verið virkjuð sem og aðgerðastjórn á Suðurlandi. Viðbúnaður er á Landspítalanum vegna slyssins sem er samkvæmt upplýsingum þaðan fullfær um að taka á móti hinum slösuðu. Þegar er hafinn undirbúningur þar og verða allir kallaðir til sem þurfa þykir. Þá mun Rauði krossinn bjóða upp á sálrænan stuðning fyrir þá sem komu fyrst að slysinu. Það var rúta sem kom fyrst að og er fólkið sem var í henni á leiðinni á Kirkjubæjarklaustur þar sem þau munu hitta sjálfboðaliða RKÍ. Fréttin var uppfærð klukkan 16:37. Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan
Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent