Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 13:45 Leikskólabörn í bæjarferð í miðbæ Reykjavíkur fyrr í vetur. Nú sem oft áður eru málefni leikskólans til umræðu vegna áforma um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar. vísir/vilhelm Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. Fyrr í vikunni var greint frá því að frá 1. apríl verði opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttur um hálftíma frá því sem nú er. Verða leikskólarnir opnir frá 7:30 til 16:30 í stað 17:00 áður. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geta sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. Þessi áform borgarinnar hafa mælst misjafnlega fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn leggst til að mynda gegn þeim og þá skrifuðu fimmtán konur grein á Vísi í gær þar sem þær skoruðu á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði. Telja þær þjónustuna lífsnauðsynlega mörgum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, sagði í samtali við fréttastofu í gær að breytingarnar á opnunartímanum væru liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Inn á það er komið í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara en einnig bent á þá breytingu sem tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn eftir að lögum var breytt á þann veg að leyfisbréf kennara gilda nú þvert á skólastig. „Við þá breytingu varð raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Tillögur stýrihópsins í þessum fyrsta áfanga er snýr að almennum opnunartíma leikskóla borgarinnar er mikilvægt skref. Næsti áfangi snýr að því að færa starfsumhverfi leikskólakennara að því sem þekkist á öðrum skólastigum og þróa breytt skipulag leikskólastarfsins. Sá áfangi er eitt stærsta verkefnið í kjarasamningsgerð leikskólakennara í þeim kjarasamningum sem unnið er að nú. Einungis með þeim hætti er hægt að afstýra því að leikskólakennarar færi sig í stórum stíl yfir á önnur skólastig til kennslu, því gerist það er leikskólastigið í alvarlegum vanda. Ein stærsta áskorun sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Það mun auka gæði leikskólakennslu til muna öllum börnum á leikskólaaldri til heilla,“ segir í ályktun Félags leikskólakennara. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. Fyrr í vikunni var greint frá því að frá 1. apríl verði opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttur um hálftíma frá því sem nú er. Verða leikskólarnir opnir frá 7:30 til 16:30 í stað 17:00 áður. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geta sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. Þessi áform borgarinnar hafa mælst misjafnlega fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn leggst til að mynda gegn þeim og þá skrifuðu fimmtán konur grein á Vísi í gær þar sem þær skoruðu á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði. Telja þær þjónustuna lífsnauðsynlega mörgum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, sagði í samtali við fréttastofu í gær að breytingarnar á opnunartímanum væru liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Inn á það er komið í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara en einnig bent á þá breytingu sem tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn eftir að lögum var breytt á þann veg að leyfisbréf kennara gilda nú þvert á skólastig. „Við þá breytingu varð raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Tillögur stýrihópsins í þessum fyrsta áfanga er snýr að almennum opnunartíma leikskóla borgarinnar er mikilvægt skref. Næsti áfangi snýr að því að færa starfsumhverfi leikskólakennara að því sem þekkist á öðrum skólastigum og þróa breytt skipulag leikskólastarfsins. Sá áfangi er eitt stærsta verkefnið í kjarasamningsgerð leikskólakennara í þeim kjarasamningum sem unnið er að nú. Einungis með þeim hætti er hægt að afstýra því að leikskólakennarar færi sig í stórum stíl yfir á önnur skólastig til kennslu, því gerist það er leikskólastigið í alvarlegum vanda. Ein stærsta áskorun sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Það mun auka gæði leikskólakennslu til muna öllum börnum á leikskólaaldri til heilla,“ segir í ályktun Félags leikskólakennara.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent