Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Þór Þ. 83-76 | Þórsarar upp úr fallsæti Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 17. janúar 2020 21:30 Júlíus Orri og félagar í Þór eru komnir upp úr fallsæti. vísir/bára Það var hart barist í Íþróttahöllinni á Akureyri fyrr í kvöld þegar heimamenn í Þór tóku á móti nöfnum sínum úr Þorlákshöfn. Gestirnir voru feti framar í upphafi leiks og frameftir öðrum leikhluta en þá tóku heimamenn við sér og sigu hægt og bítandi fram úr. Þeir leiddu með níu stigum í hálfleik 49–40. Í þriðja leikhluta tóku hvítklæddir heimamenn öll völd á vellinum og náðu mest 18 stiga forystu og leiddu með 13 stigum fyrir lokafjórðunginn. Leikmenn grænklædda Þórsliðsins rönkuðu við sér í fjórða leikhluta og urðu lokamínútur leiksins nokkuð spennandi. Það fór þó svo að heimamenn unnu leikinn, 83 – 76, og um leið sinn þriðja leik í röð. Sigurinn kemur Þór Akureyri upp úr fallsæti, í fyrsta sinn í vetur.Afhverju vann Þór Akureyri?Það er klisja að halda þessu fram en þeir einfaldlega vildu sigurinn miklu meira en nafnar þeirra. Þeir taka 54 fráköst gegn 43 hjá Þorlákshafnar Þórsurum. Þar af taka þeir 12 sóknarfáköst.Hverjir stóðu upp úr?Hjá heimamönnum var Terrance Motley atkvæðamestur í sóknarleiknum með 20 stig en það er ekki hægt að sleppa innkomu þeirra Baldurs Arnar og Kolbeins í varnarleiknum, að ógleymdum Pablo og Mantas sem hirtu saman 19 fráköst. Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur í liði gestanna með 18 stig.Hvað gekk illa?Varnarleikur gestanna gekk vægast sagt illa og áttu heimamenn oftar en ekki greiða leið upp að körfunni í gegnum miðjan teiginn.Hvað gerist næst?Þór Akureyrir heimsækja nágranna sína í Tindastól í átta liða úrslitum Geysis bikarsins. Næsti leikur liðsins í deildinni er útileikur gegn ÍR eftir slétta viku. Þór Þorlákshöfn fá KR í heimsókn í næstu umferð. Þórsararnir hans Lárusar eru á góðu skriði.vísir/bára Lárus: Fráköstin réðu úrslitumLárus Jónsson var að vonum ánægður eftir sigur lærisveina hans á nöfnunum úr Þorlákshöfn. „Þetta var bara nauðsynlegur sigur fyrir okkur til þess að hýfa okkur upp úr fallsætinu og svo skiptir máli að vera kominn með innbyrðisviðureignina gegn Þór Þorlákshöfn,“ sagði Lárus. Þegar Lárus var inntur eftir því hvaða breyting varð til þess að hans menn náðu sér á strik í leiknum stóð ekki á svari. „Varnarleikurinn hjá Kolbeini, Baldri og Erlendi. Þegar þeir komu inn á og byrjuðu að spila góða vörn breyttu þeir leiknum hjá okkur.“ Lárus sagði jafnframt að „vörnin var okkar akkílesarhæll til að byrja með. Við vorum á hælunum og frekar seinir að bregðast við og vorum ekki að gera það sem lagt var upp með. Þá koma aðrir menn inn af bekknum með meiri ákafa og mér fannst það snúa leiknum.“ Sóknarleikurinn var stirður framan af og einkenndist oft og tíðum af erfiðum skotum utan af velli og það var ekki fyrr en lið Lárusar fór að leita inn í teig sem hlutirnir fóru að ganga upp. „Þegar fór að líða á leikinn fórum við að geta nýtt okkur það kannski aðeins betur [insk. blm stóru mennina inn í teig] þangað til að nafnar okkar brugðu á það ráð að fara í svæðisvörn,“ sagði Lárus og bætti við að „mér fannst svona kannski lýsandi fyrir leikinn að við kláruðum hann á sóknarfrákasti en ég held að fráköstin hafi svolítið ráðið úrslitum hér í kvöld.“ Nú þegar Þórsarar eru komnir upp úr fallsæti, þrátt fyrir allar hrakspár sérfræðinga í upphafi tímabils, var ekki úr vegi að spurja þjálfarann hvort það væri ekki skýrt að hans lið ætlaði sér að halda sæti sínu í deildinni. „Jú það er klárt við tökum recovery æfingu í fyrramálið og förum að undirbúa næsta leik,“ sagði Lárus að lokum. Friðrik Ingi var ekki sáttur í leikslok.vísir/daníel Friðrik Ingi: Holan var bara orðin of djúpFriðrik Ingi Rúnarsson var að vonum svekktur eftir tap hans manna á Akureyri í kvöld. „Fyrst og fremst svekktur með hvað við vorum slakir á löngum köflum í kvöld. Það virtist ekki vera mikil orka og pínu andleysi á köflum,“ sagði Friðrik og bætti við að ákveðið agaleysi hafi komið inn í spilin og hans lið hafi gert sér of erfitt fyrir. „Í upphafi þriðja leikhluta þegar munurinn fór upp í einhver 18 stig var holan bara orðin of djúp. En við sýndum karakter og náðum að koma til baka en það var bara ekki nóg. Var of lítið og of seint,“ sagði Friðrik jafnframt. Heimamenn komust trekk í trekk upp að körfu gestanna og virtist enginn geta haldið sínum manni fyrir framan sig. Friðrik var sammála því. „Við vorum afar slakir í því á köflum í dag [innsk. blm að halda manni fyrir framan sig] og það er eitthvað sem maður getur ekki verið ánægður með og svona það vantaði bara svolítið traust á milli manna. Vörnin var dálítið slitrót og mönnum fannst þeir, held ég, einhvern veginn vera einir í eyðimörk. Þetta var bara ekki nógu gott. Við vorum of langt frá mönnum og seinir,“ sagði Friðrik og bætti því við að heimamenn hafi einfaldlega verið miklu grimmari en hans menn í kvöld. „Þeir vildu þetta meira. Þeir tóku auðvitað mun fleiri fráköst og fengu fleiri tækifæri á ákveðnum augnablikum sem slökkti á okkur. Þeir voru bara betri í þessum leik og vildu þetta meira þegar á reyndi, það er bara þannig.“ Emil Karel Einarsson, máttarstólpi og fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, spilaði lítið sem ekkert í fyrri hálfleik. Hann fór af velli með fjórar villur þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. „Við vorum bæði að hvíla hann og hann var með fjórar villur en síðan þegar takturinn fer vel af stað í fjórða leikhluta þá ákvað ég að halda þeim hópi inn á. Það var hópurinn sem var að koma okkur inn í leikinn og það var ástæðan fyrir því. Leyfa þeim sem voru að klifra upp stigann að koma okkur alla leið.“ Um stöðu liðsins í deildinni sagði Friðrik að hann og hans menn þyrftu einfaldlega að berjast fyrir lífi sínu í hverjum leik. „Okkur var spáð 9. sæti og við höfum verið að sýna af okkur mjög góða leiki af og til í vetur, unnið mjög góða sigra en svo þess á milli höfum við hrapað ansi langt niður. Eitthvað sem ég er ekki sáttur með, og enginn af okkur, þannig að við viljum breyta því en við þurfum að nálgast hvern leik og hvert verkefni þannig að við séum klárari í slaginn og þurfum að leggja okkur meira fram og taka okkur taki í þessari frákastabaráttu,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson að lokum. Dominos-deild karla
Það var hart barist í Íþróttahöllinni á Akureyri fyrr í kvöld þegar heimamenn í Þór tóku á móti nöfnum sínum úr Þorlákshöfn. Gestirnir voru feti framar í upphafi leiks og frameftir öðrum leikhluta en þá tóku heimamenn við sér og sigu hægt og bítandi fram úr. Þeir leiddu með níu stigum í hálfleik 49–40. Í þriðja leikhluta tóku hvítklæddir heimamenn öll völd á vellinum og náðu mest 18 stiga forystu og leiddu með 13 stigum fyrir lokafjórðunginn. Leikmenn grænklædda Þórsliðsins rönkuðu við sér í fjórða leikhluta og urðu lokamínútur leiksins nokkuð spennandi. Það fór þó svo að heimamenn unnu leikinn, 83 – 76, og um leið sinn þriðja leik í röð. Sigurinn kemur Þór Akureyri upp úr fallsæti, í fyrsta sinn í vetur.Afhverju vann Þór Akureyri?Það er klisja að halda þessu fram en þeir einfaldlega vildu sigurinn miklu meira en nafnar þeirra. Þeir taka 54 fráköst gegn 43 hjá Þorlákshafnar Þórsurum. Þar af taka þeir 12 sóknarfáköst.Hverjir stóðu upp úr?Hjá heimamönnum var Terrance Motley atkvæðamestur í sóknarleiknum með 20 stig en það er ekki hægt að sleppa innkomu þeirra Baldurs Arnar og Kolbeins í varnarleiknum, að ógleymdum Pablo og Mantas sem hirtu saman 19 fráköst. Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur í liði gestanna með 18 stig.Hvað gekk illa?Varnarleikur gestanna gekk vægast sagt illa og áttu heimamenn oftar en ekki greiða leið upp að körfunni í gegnum miðjan teiginn.Hvað gerist næst?Þór Akureyrir heimsækja nágranna sína í Tindastól í átta liða úrslitum Geysis bikarsins. Næsti leikur liðsins í deildinni er útileikur gegn ÍR eftir slétta viku. Þór Þorlákshöfn fá KR í heimsókn í næstu umferð. Þórsararnir hans Lárusar eru á góðu skriði.vísir/bára Lárus: Fráköstin réðu úrslitumLárus Jónsson var að vonum ánægður eftir sigur lærisveina hans á nöfnunum úr Þorlákshöfn. „Þetta var bara nauðsynlegur sigur fyrir okkur til þess að hýfa okkur upp úr fallsætinu og svo skiptir máli að vera kominn með innbyrðisviðureignina gegn Þór Þorlákshöfn,“ sagði Lárus. Þegar Lárus var inntur eftir því hvaða breyting varð til þess að hans menn náðu sér á strik í leiknum stóð ekki á svari. „Varnarleikurinn hjá Kolbeini, Baldri og Erlendi. Þegar þeir komu inn á og byrjuðu að spila góða vörn breyttu þeir leiknum hjá okkur.“ Lárus sagði jafnframt að „vörnin var okkar akkílesarhæll til að byrja með. Við vorum á hælunum og frekar seinir að bregðast við og vorum ekki að gera það sem lagt var upp með. Þá koma aðrir menn inn af bekknum með meiri ákafa og mér fannst það snúa leiknum.“ Sóknarleikurinn var stirður framan af og einkenndist oft og tíðum af erfiðum skotum utan af velli og það var ekki fyrr en lið Lárusar fór að leita inn í teig sem hlutirnir fóru að ganga upp. „Þegar fór að líða á leikinn fórum við að geta nýtt okkur það kannski aðeins betur [insk. blm stóru mennina inn í teig] þangað til að nafnar okkar brugðu á það ráð að fara í svæðisvörn,“ sagði Lárus og bætti við að „mér fannst svona kannski lýsandi fyrir leikinn að við kláruðum hann á sóknarfrákasti en ég held að fráköstin hafi svolítið ráðið úrslitum hér í kvöld.“ Nú þegar Þórsarar eru komnir upp úr fallsæti, þrátt fyrir allar hrakspár sérfræðinga í upphafi tímabils, var ekki úr vegi að spurja þjálfarann hvort það væri ekki skýrt að hans lið ætlaði sér að halda sæti sínu í deildinni. „Jú það er klárt við tökum recovery æfingu í fyrramálið og förum að undirbúa næsta leik,“ sagði Lárus að lokum. Friðrik Ingi var ekki sáttur í leikslok.vísir/daníel Friðrik Ingi: Holan var bara orðin of djúpFriðrik Ingi Rúnarsson var að vonum svekktur eftir tap hans manna á Akureyri í kvöld. „Fyrst og fremst svekktur með hvað við vorum slakir á löngum köflum í kvöld. Það virtist ekki vera mikil orka og pínu andleysi á köflum,“ sagði Friðrik og bætti við að ákveðið agaleysi hafi komið inn í spilin og hans lið hafi gert sér of erfitt fyrir. „Í upphafi þriðja leikhluta þegar munurinn fór upp í einhver 18 stig var holan bara orðin of djúp. En við sýndum karakter og náðum að koma til baka en það var bara ekki nóg. Var of lítið og of seint,“ sagði Friðrik jafnframt. Heimamenn komust trekk í trekk upp að körfu gestanna og virtist enginn geta haldið sínum manni fyrir framan sig. Friðrik var sammála því. „Við vorum afar slakir í því á köflum í dag [innsk. blm að halda manni fyrir framan sig] og það er eitthvað sem maður getur ekki verið ánægður með og svona það vantaði bara svolítið traust á milli manna. Vörnin var dálítið slitrót og mönnum fannst þeir, held ég, einhvern veginn vera einir í eyðimörk. Þetta var bara ekki nógu gott. Við vorum of langt frá mönnum og seinir,“ sagði Friðrik og bætti því við að heimamenn hafi einfaldlega verið miklu grimmari en hans menn í kvöld. „Þeir vildu þetta meira. Þeir tóku auðvitað mun fleiri fráköst og fengu fleiri tækifæri á ákveðnum augnablikum sem slökkti á okkur. Þeir voru bara betri í þessum leik og vildu þetta meira þegar á reyndi, það er bara þannig.“ Emil Karel Einarsson, máttarstólpi og fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, spilaði lítið sem ekkert í fyrri hálfleik. Hann fór af velli með fjórar villur þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. „Við vorum bæði að hvíla hann og hann var með fjórar villur en síðan þegar takturinn fer vel af stað í fjórða leikhluta þá ákvað ég að halda þeim hópi inn á. Það var hópurinn sem var að koma okkur inn í leikinn og það var ástæðan fyrir því. Leyfa þeim sem voru að klifra upp stigann að koma okkur alla leið.“ Um stöðu liðsins í deildinni sagði Friðrik að hann og hans menn þyrftu einfaldlega að berjast fyrir lífi sínu í hverjum leik. „Okkur var spáð 9. sæti og við höfum verið að sýna af okkur mjög góða leiki af og til í vetur, unnið mjög góða sigra en svo þess á milli höfum við hrapað ansi langt niður. Eitthvað sem ég er ekki sáttur með, og enginn af okkur, þannig að við viljum breyta því en við þurfum að nálgast hvern leik og hvert verkefni þannig að við séum klárari í slaginn og þurfum að leggja okkur meira fram og taka okkur taki í þessari frákastabaráttu,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson að lokum.