Stytting leikskólanna bitni illa á fjölda foreldra og sérstaklega konum Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. janúar 2020 22:28 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Stytting á opnunartíma leikskóla borgarinnar bitnar illa á fjölda foreldra að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. Frá og með 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir til hálf fimm, eða hálftíma skemur en í dag. Þó verður hægt að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra aðstæðna. Þá er börnunum að hámarki heimilt að dvelja í leikskólanum í níu klukkustundir, sem er einnig hálftímaskerðing. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagðist gegn tillögunni. Hún segir byrjað á öfugum enda þar sem vinnudagur fjölda foreldra sé enn til klukkan fimm. „Við vitum það að fæstir foreldrar ráða sínum vinnutíma eða hafa sveigjanlegan vinnutíma þannig að þetta mun setja mjög margar fjölskyldur í vanda, og ég tala nú ekki um að ferðatími fólks til og frá vinnu hefur verið að lengjast á undanförnum árum.“ Hún telur að þetta muni bitna sérstaklega á konum. „Sagan sýnir okkur það að þegar hefur komið einhver skerðing á leikskólaþjónustu þá bitnar það frekar á konum.“ Skóla- og frístundaráð byggir ákvörðun sína á tillögum stýrihóps um umbætur í leikskólamálum. Í skýrslu hópsins kemur fram að foreldrar ríflega níu hundruð barna séu með dvalarsamning sem lýkur eftir klukkan hálf fimm. Það er tæpur fimmtungur leikskólabarna. Einungis um helmingur þeirra séu hins vegar almennt sótt á þeim tíma. Marta segist ekki hafa heyrt nokkurt foreldri kalla eftir styttingu á tíma. Sjálfstæðisflokkurinn lagð til að dagvistunartíminn yrði sveigjanlegur. „Að leikskólarnir hafi sjálfstæði til þess að hafa sveigjanlegan opnunartíma hver á sínum leikskóla þannig að hægt sé að mæta þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Stytting á opnunartíma leikskóla borgarinnar bitnar illa á fjölda foreldra að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. Frá og með 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir til hálf fimm, eða hálftíma skemur en í dag. Þó verður hægt að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra aðstæðna. Þá er börnunum að hámarki heimilt að dvelja í leikskólanum í níu klukkustundir, sem er einnig hálftímaskerðing. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagðist gegn tillögunni. Hún segir byrjað á öfugum enda þar sem vinnudagur fjölda foreldra sé enn til klukkan fimm. „Við vitum það að fæstir foreldrar ráða sínum vinnutíma eða hafa sveigjanlegan vinnutíma þannig að þetta mun setja mjög margar fjölskyldur í vanda, og ég tala nú ekki um að ferðatími fólks til og frá vinnu hefur verið að lengjast á undanförnum árum.“ Hún telur að þetta muni bitna sérstaklega á konum. „Sagan sýnir okkur það að þegar hefur komið einhver skerðing á leikskólaþjónustu þá bitnar það frekar á konum.“ Skóla- og frístundaráð byggir ákvörðun sína á tillögum stýrihóps um umbætur í leikskólamálum. Í skýrslu hópsins kemur fram að foreldrar ríflega níu hundruð barna séu með dvalarsamning sem lýkur eftir klukkan hálf fimm. Það er tæpur fimmtungur leikskólabarna. Einungis um helmingur þeirra séu hins vegar almennt sótt á þeim tíma. Marta segist ekki hafa heyrt nokkurt foreldri kalla eftir styttingu á tíma. Sjálfstæðisflokkurinn lagð til að dagvistunartíminn yrði sveigjanlegur. „Að leikskólarnir hafi sjálfstæði til þess að hafa sveigjanlegan opnunartíma hver á sínum leikskóla þannig að hægt sé að mæta þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04