Samheldni og náungakærleikur lykilatriði í ófærðinni á Flateyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2020 12:53 Katrín María Gísladóttir, kennari, segir að samfélagið á Flateyri sé afar samheldið. Það sé lykilatriði þegar ófært er í þorpinu eins og í dag. Borið hefur á vöruskorti. Katrín María Lokað hefur verið fyrir umferð um Flateyrarveg, meira og minna, frá því á föstudag vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Fjöldi íbúa á Flateyri, þar sem fannfergi er gríðarlegt, er fastur heima hjá sér og nú er svo komið að borið hefur á vöruskorti. Katrín María Gísladóttir, kennari í Grunnskólanum á Flateyri, er í dag föst heima hjá sér ásamt þriggja ára dóttur sinni og sambýlismanni. Hún er barnshafandi og komin rúma sjö mánuði á leið en næsta sjúkrahús er á Ísafirði. Þrátt fyrir að hafa engar raunverulegar áhyggjur af því að fara af stað í fæðingu segist hún finna til innilokunarkenndar. Katrín segir að íbúar á Flateyri hafi fyrir helgi búið sig vel undir óveðrið og að flestir hafi ráðist í stórinnkaup á föstudag. Ófærð og lokanir hafi þó varið lengur en íbúar hafi almennt reiknað með. „Það er farið að tæmast í búðinni og fólk að verða uppiskroppa með mat fyrir dýrin og þurrmjólk fyrir börnin. Þetta er farið að verða svolítið langur tími,“ segir Katrín. Katrín segir að náungakærlegur og samheldni séu lykilatriði í þorpinu á stundum sem þessum. Sambýlismaður Katrínar er formaður björgunarsveitarinnar á svæðinu en björgunarsveitarfólk hefur haft þýðingarmikið hlutverk í óveðrinu sem geisað hefur undanfarna daga. Það hefur komið fólki á milli staða, nauðsynjavörum til fólks og í gær var börnum ekið til og frá leikskóla. „Það er náttúrulega brjáluð samheldni í samfélaginu. Allir tala saman, hjálpast að, lána og hoppa á milli staða og að gera allt sem þarf. Í gær hjálpaði matráðurinn úr skólanum rekstraraðilum sjoppunnar að baka hamborgarabrauð svo hægt væri að fá sér sjoppu-borgara því það var ekkert mikið eftir af mat í bænum. Allir gera allt sem þeir geta, það eru allir jákvæðir. Það er ekki enn orðið neitt stress eða vesen, strax allavega,“ segir Katrín. Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49 Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Lokað hefur verið fyrir umferð um Flateyrarveg, meira og minna, frá því á föstudag vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Fjöldi íbúa á Flateyri, þar sem fannfergi er gríðarlegt, er fastur heima hjá sér og nú er svo komið að borið hefur á vöruskorti. Katrín María Gísladóttir, kennari í Grunnskólanum á Flateyri, er í dag föst heima hjá sér ásamt þriggja ára dóttur sinni og sambýlismanni. Hún er barnshafandi og komin rúma sjö mánuði á leið en næsta sjúkrahús er á Ísafirði. Þrátt fyrir að hafa engar raunverulegar áhyggjur af því að fara af stað í fæðingu segist hún finna til innilokunarkenndar. Katrín segir að íbúar á Flateyri hafi fyrir helgi búið sig vel undir óveðrið og að flestir hafi ráðist í stórinnkaup á föstudag. Ófærð og lokanir hafi þó varið lengur en íbúar hafi almennt reiknað með. „Það er farið að tæmast í búðinni og fólk að verða uppiskroppa með mat fyrir dýrin og þurrmjólk fyrir börnin. Þetta er farið að verða svolítið langur tími,“ segir Katrín. Katrín segir að náungakærlegur og samheldni séu lykilatriði í þorpinu á stundum sem þessum. Sambýlismaður Katrínar er formaður björgunarsveitarinnar á svæðinu en björgunarsveitarfólk hefur haft þýðingarmikið hlutverk í óveðrinu sem geisað hefur undanfarna daga. Það hefur komið fólki á milli staða, nauðsynjavörum til fólks og í gær var börnum ekið til og frá leikskóla. „Það er náttúrulega brjáluð samheldni í samfélaginu. Allir tala saman, hjálpast að, lána og hoppa á milli staða og að gera allt sem þarf. Í gær hjálpaði matráðurinn úr skólanum rekstraraðilum sjoppunnar að baka hamborgarabrauð svo hægt væri að fá sér sjoppu-borgara því það var ekkert mikið eftir af mat í bænum. Allir gera allt sem þeir geta, það eru allir jákvæðir. Það er ekki enn orðið neitt stress eða vesen, strax allavega,“ segir Katrín.
Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49 Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49
Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00
Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43