Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2020 17:22 Stöðvunarpóstur við hringtorgið í Hveragerði fyrr í dag. Vísir/Kristófer Helgason Vegagerðin hefur lokað fyrir umferð um Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði og Fróðárheiði vegna ófærðar. Einnig er búið að loka Vatnsskarði, Steingrímsfjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúla, Brattabrekku og Flateyrarvegi. Upptalningin er ekki tæmandi og eru ferðalangar beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. Þungfært eða þæfingsfærð er víða um land og fer færð sumstaðar versnandi. Greint hefur verið frá því að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag. Gul og appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Stormur gengur nú yfir landið og tóku appelsínugular stormviðvaranir eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar nú í morgun segir að staðbundið ofsaveður yrði suðaustanlands í dag. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s. Tweets by Vegagerdin Samgöngur Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Vegagerðin hefur lokað fyrir umferð um Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði og Fróðárheiði vegna ófærðar. Einnig er búið að loka Vatnsskarði, Steingrímsfjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúla, Brattabrekku og Flateyrarvegi. Upptalningin er ekki tæmandi og eru ferðalangar beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. Þungfært eða þæfingsfærð er víða um land og fer færð sumstaðar versnandi. Greint hefur verið frá því að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag. Gul og appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Stormur gengur nú yfir landið og tóku appelsínugular stormviðvaranir eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar nú í morgun segir að staðbundið ofsaveður yrði suðaustanlands í dag. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s. Tweets by Vegagerdin
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48
Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27
Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15