Sanders lætur til skarar skríða gegn helstu keppinautum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 14:07 Warrren (t.v.) og Sanders (t.h.) þykja lengst til vinstri í forvali demókrata. Þau hafa fram að þessu tekið á hvor öðru með silkihönskum en nú virðist breyting orðin á. Vísir/EPA Sjálfboðaliðar framboðs Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sögðu kjósendum um helgina að Elizabeth Warren, einn helstu keppinauta hans í forvalinu, nyti aðeins stuðnings þeirra ríku og menntuðu. Framboð Sanders er sagt ganga harðar fram gegn keppinautum nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að forvalið hefjist. Warren er sá frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á þessu ári sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega. Þau hafa fram að þessu forðast að gagnrýna hvort annað með beinum hætti. Sanders virðist nú hafa ákveðið að tími sé kominn til að hann beiti sér af meiri hörku gegn Warren og öðrum mótherjum í forvalinu. Politico greindi frá handriti sem sjálfboðaliðum framboðs hans sem hringja í kjósendur í Iowa, þar sem fyrsta forvalið fer fram 3. febrúar, var sagt að lesa fyrir þá sem gáfu til kynna að þeir væru opnir fyrir að kjósa Warren. „Mér líkar við Elizabeth Warren. Hún er í raun í öðru sæti hjá mér. En þetta er það sem ég hef áhyggjur af með hana. Fólkið sem styður hana er mjög menntað, vel stæðara fólk sem á eftir að mæta og kjósa demókrata sama hvað. Hún kemur ekki með neitt nýtt fylgi inn í Demókrataflokkinn,“ segir í handritinu sem sjálfboðaliðar áttu að lesa upp úr, að sögn Politico. Framboð Sanders, sem er sjálfur ekki í Demókrataflokknum heldur situr í öldungadeild Bandaríkjaþings sem óháður þingmaður, hefur ekki neitað því að handritið sé ósvikið. Sanders gerði lítið úr því við fréttamenn í gær, sagði að hann hefði sjálfur aldrei gagnrýnt Warren beint. „Enginn fer að tala illa um Elizabeth Warren,“ fullyrti Sanders. Varar við því að endurtaka erjurnar frá 2016 Warren sagðist í gær hafa orðið fyrir vonbrigðum með að framboð Sanders léti sjálfboðaliða tala illa um sig við kjósendur og hvatti hann til að snúa af þeirri leið. Gaf hún jafnframt í skyn að nokkuð hatrömm kosningabarátta Sanders og Hillary Clinton í forvali flokksins árið 2016 hafi hjálpað Donald Trump forseta. „Við sáum öll áhrif flokkserjanna árið 2016 og við getum ekki endurtekið þær. Demókratar verða að sameina flokkinn og það þýðir að fá alla hluta bandalags flokksins saman,“ sagði Warren. Framboð Sanders hefur einnig beint spjótum sínum í auknum mæli að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en þeir og Warren virðast sigurstranglegust í forvalinu samkvæmt skoðanakönnunum. Sérstaklega hefur framboðið gagnrýnt stuðning Biden við Íraksstríðið og afstöðu hans í kynþáttamálum fyrr á stjórnmálaferli hans, að sögn Washington Post. Síðustu sjónvarpskappræðurnar áður en forvalið hefst fara fram á þriðjudag. Þá takast sex frambjóðendur á í sjónvarpssal. Auk Sanders, Warren og Biden taka þau Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Tom Steyer þátt í kappræðunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11 Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Sjá meira
Sjálfboðaliðar framboðs Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sögðu kjósendum um helgina að Elizabeth Warren, einn helstu keppinauta hans í forvalinu, nyti aðeins stuðnings þeirra ríku og menntuðu. Framboð Sanders er sagt ganga harðar fram gegn keppinautum nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að forvalið hefjist. Warren er sá frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á þessu ári sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega. Þau hafa fram að þessu forðast að gagnrýna hvort annað með beinum hætti. Sanders virðist nú hafa ákveðið að tími sé kominn til að hann beiti sér af meiri hörku gegn Warren og öðrum mótherjum í forvalinu. Politico greindi frá handriti sem sjálfboðaliðum framboðs hans sem hringja í kjósendur í Iowa, þar sem fyrsta forvalið fer fram 3. febrúar, var sagt að lesa fyrir þá sem gáfu til kynna að þeir væru opnir fyrir að kjósa Warren. „Mér líkar við Elizabeth Warren. Hún er í raun í öðru sæti hjá mér. En þetta er það sem ég hef áhyggjur af með hana. Fólkið sem styður hana er mjög menntað, vel stæðara fólk sem á eftir að mæta og kjósa demókrata sama hvað. Hún kemur ekki með neitt nýtt fylgi inn í Demókrataflokkinn,“ segir í handritinu sem sjálfboðaliðar áttu að lesa upp úr, að sögn Politico. Framboð Sanders, sem er sjálfur ekki í Demókrataflokknum heldur situr í öldungadeild Bandaríkjaþings sem óháður þingmaður, hefur ekki neitað því að handritið sé ósvikið. Sanders gerði lítið úr því við fréttamenn í gær, sagði að hann hefði sjálfur aldrei gagnrýnt Warren beint. „Enginn fer að tala illa um Elizabeth Warren,“ fullyrti Sanders. Varar við því að endurtaka erjurnar frá 2016 Warren sagðist í gær hafa orðið fyrir vonbrigðum með að framboð Sanders léti sjálfboðaliða tala illa um sig við kjósendur og hvatti hann til að snúa af þeirri leið. Gaf hún jafnframt í skyn að nokkuð hatrömm kosningabarátta Sanders og Hillary Clinton í forvali flokksins árið 2016 hafi hjálpað Donald Trump forseta. „Við sáum öll áhrif flokkserjanna árið 2016 og við getum ekki endurtekið þær. Demókratar verða að sameina flokkinn og það þýðir að fá alla hluta bandalags flokksins saman,“ sagði Warren. Framboð Sanders hefur einnig beint spjótum sínum í auknum mæli að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en þeir og Warren virðast sigurstranglegust í forvalinu samkvæmt skoðanakönnunum. Sérstaklega hefur framboðið gagnrýnt stuðning Biden við Íraksstríðið og afstöðu hans í kynþáttamálum fyrr á stjórnmálaferli hans, að sögn Washington Post. Síðustu sjónvarpskappræðurnar áður en forvalið hefst fara fram á þriðjudag. Þá takast sex frambjóðendur á í sjónvarpssal. Auk Sanders, Warren og Biden taka þau Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Tom Steyer þátt í kappræðunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11 Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Sjá meira
Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11
Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21