Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2020 13:30 Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur virkjað óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, biðlar til íbúa að fylgjast vel með veðurfréttum og færð á vegum. Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavaktin segir mörg snjóflóð hafa fallið síðustu viku, meðal annars á vegi. Viðbúið er að snjóflóðahætta gæti skapast og því þarf að fylgjast vel með snjóflóðahættu í byggð. „Þetta þýðir að það er aukin vakt gagnvart byggðinni en undanfarin ár hafa íslensk yfirvöld gert ráðstafanir gagnvart stórum hluta byggðarinnar á Vestfjörðum og víðar með snjóflóðavörnum, að flytja byggð og svo framvegis,“ segir Hlynur. Óvissustigið þýði þó ekki að stór hluti byggðarinnar í hættu, heldur eigi það við um einstaka hús. En hvaða bæir eru þetta nákvæmlega?„Þetta eru einn bær í Dýrafirði, einn eða tveir í Önundarfirði, einn bær í Hnífsdal. Þetta er sorpmótttökustöðin hérna í Skutulsfirði, Funi, Starfsstöð Hampiðjunnar hérna á Ísafirði og síðan sorpflokkunarstöð sem er rétt hjá Hampiðjufyrirtækinu.“ Aðspurður hvort fólki sé yfir höfuð heimilt að vera í umræddum húsum segir Hlynur. „Veðurstofan mat það í morgun að það væri öruggara að vera með sorpmótttökuna Funa í Skutulsfirði, lokaða í dag. Það hefur verið tilkynnt. En síðan er starfsemi í Hampiðjunni og sorpflokkuninni þar við. Við metum stöðuna seinna í dag, eða Veðurstofan.“ Hlynur hvetur íbúa til að fara að öllu með gát. „Vegna hættu á ofanflóðum erum við með lokaða vegi á milli Ísafjarðar og Súðavíkur og til Flateyrar. Sökum veðurs mun Vegagerðin ekki opna vegi til Suðureyrar, Þingeyrar og annarra staða þar sem ekki gengur að halda opnu. Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með vefsíðu Vegagerðarinnar, Veðurstofunnar og svo er lögreglan með Facebooksíðu þar sem upplýsingar eru birtar reglulega,“ segir Hlynur Hafberg. Á vefsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar kemur fram að mikil hætta sé á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum, líkt og áður var getið í fréttinni, sem og á utanverðum Tröllaskaga. Þá er nokkur hætta talin vera á snjóflóðum á Austfjörðum. Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur virkjað óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, biðlar til íbúa að fylgjast vel með veðurfréttum og færð á vegum. Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavaktin segir mörg snjóflóð hafa fallið síðustu viku, meðal annars á vegi. Viðbúið er að snjóflóðahætta gæti skapast og því þarf að fylgjast vel með snjóflóðahættu í byggð. „Þetta þýðir að það er aukin vakt gagnvart byggðinni en undanfarin ár hafa íslensk yfirvöld gert ráðstafanir gagnvart stórum hluta byggðarinnar á Vestfjörðum og víðar með snjóflóðavörnum, að flytja byggð og svo framvegis,“ segir Hlynur. Óvissustigið þýði þó ekki að stór hluti byggðarinnar í hættu, heldur eigi það við um einstaka hús. En hvaða bæir eru þetta nákvæmlega?„Þetta eru einn bær í Dýrafirði, einn eða tveir í Önundarfirði, einn bær í Hnífsdal. Þetta er sorpmótttökustöðin hérna í Skutulsfirði, Funi, Starfsstöð Hampiðjunnar hérna á Ísafirði og síðan sorpflokkunarstöð sem er rétt hjá Hampiðjufyrirtækinu.“ Aðspurður hvort fólki sé yfir höfuð heimilt að vera í umræddum húsum segir Hlynur. „Veðurstofan mat það í morgun að það væri öruggara að vera með sorpmótttökuna Funa í Skutulsfirði, lokaða í dag. Það hefur verið tilkynnt. En síðan er starfsemi í Hampiðjunni og sorpflokkuninni þar við. Við metum stöðuna seinna í dag, eða Veðurstofan.“ Hlynur hvetur íbúa til að fara að öllu með gát. „Vegna hættu á ofanflóðum erum við með lokaða vegi á milli Ísafjarðar og Súðavíkur og til Flateyrar. Sökum veðurs mun Vegagerðin ekki opna vegi til Suðureyrar, Þingeyrar og annarra staða þar sem ekki gengur að halda opnu. Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með vefsíðu Vegagerðarinnar, Veðurstofunnar og svo er lögreglan með Facebooksíðu þar sem upplýsingar eru birtar reglulega,“ segir Hlynur Hafberg. Á vefsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar kemur fram að mikil hætta sé á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum, líkt og áður var getið í fréttinni, sem og á utanverðum Tröllaskaga. Þá er nokkur hætta talin vera á snjóflóðum á Austfjörðum.
Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48
Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27
Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15